Morgunblaðið - 20.07.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er erfitt að mæta aukinni eft-
irspurn sem kemur með nánast eng-
um fyrirvara á þessum árstíma. Við
erum með takmarkanir á bókanir í
ákveðnum flokkum bíla til 11.
ágúst,“ sagði Steingrímur Birgisson,
forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Tak-
markanirnar ná til minnstu fólksbíl-
anna, húsbíla og minnstu jeppling-
anna. Ferðaskrifstofur geta ekki
bókað bíla í þessum flokkum án þess
að leita fyrst upplýsinga hjá bílaleig-
unni um hvort þeir liggi á lausu.
„Það er ekkert að því að bíla-
leigubílar séu nánast fullbókaðir
næstu tvær vikurnar á háannatím-
anum. Auðvitað vildum við hafa ver-
ið komin með alla bíla sem við pönt-
uðum, en það er ekkert við því að
gera,“ sagði Steingrímur. Hann
sagði að ástæðan fyrir bílaskortinum
væri tvíþætt.
„Annars vegar eru tafir á afhend-
ingu nýrra bíla vegna faraldursins.
Við eigum eftir að fá afhenta 200-250
bíla sem við eigum pantaða. Þeir
voru um 400 fyrir um viku. Þessar
tafir eru vegna framleiðslutafa hjá
flestum bílaframleiðendum. Það
vantar ýmsa íhluti en helst eru það
tölvukubbar sem vantar,“ sagði
Steingrímur. Afhendingar hafa því
tafist fram úr hófi. Hann sagði að
þeir bókuðu ekki bíla í leigu fyrr en
þeir hefðu verið afhentir.
Höldur, sem á Bílaleigu Akureyr-
ar, rekur bílasölur í Reykjavík og á
Akureyri. Einnig er fyrirtækið í
samvinnu við fleiri bílasölur á höf-
uðborgarsvæðinu. Bílaleigan keypti
eitthvað af lítið eknum notuðum bíl-
um í vor til að bæta úr bílaskort-
inum. Steingrímur sagði að ekki
hefði verið mikið til af bílum sem
uppfylltu þeirra kröfur. Þeir vilja
ekki leigja út of mikið ekna bíla eða
of gamla.
Hann sagði að skortur væri á lítið
eknum notuðum bílum, meðal ann-
ars vegna þess að ferðaþjónustan fór
hraðar af stað en reiknað hafði verið
með. Bílaleigur, sem hafa verið stór-
ar á markaði með notaða bíla, hafa
ekki selt neitt frá sér. Almenningur
hélt líka að sér höndum og sala á
notuðum bílum var því fremur lítil í
vetur. Skortur á nýjum bílum kemur
einnig niður á almenningi svo það er
almenn vöntun á bílum.
Notaðir bílar standa stutt við
„Það er hörgull á nýjum bílum.
Afgreiðslufrestur á nýjum bílum
hefur lengst og umboðin fá ekki allar
þær pantanir sem þau vilja,“ sagði
Jóhannes Jóhannesson, staðgengill
framkvæmdastjóra Bílgreina-
sambandsins. „Sumir fengu bíla í
síðustu viku en ég held að umboðin
séu almennt að fá færri bíla en þau
gætu selt og afhent á þessum tíma
ársins.“
Jóhannes sagði að bílaleigurnar
fyndu mest fyrir þessu. Þær væru að
reyna að stækka flotana og mæta
þörfinni fyrir bílaleigubíla með vax-
andi ferðamannastraumi. Ein-
staklingar væru margir búnir að
panta sér bíla en þyrftu að bíða leng-
ur eftir að fá þá afhenta en áður tíðk-
aðist.
„Íslendingar sem hafa keypt sér
bíl hafa verið vanir að fá hann af-
hentan eftir 1-2 daga. Það hefur
breyst. Biðin getur verið miklu
lengri eftir því hvaðan bíllinn kemur.
Bílaumboðin vildu gjarnan eiga
meiri birgðir og geta afgreitt bílana
hraðar því það er eftirspurn,“ sagði
Jóhannes.
Notaðir bílar standa stutt við á
bílasölum og er minna framboð af
þeim en verið hefur. Þannig stoppa
uppítökubílar umboðanna varla við.
Verð á notuðum bílum hefur
hækkað og taldi Jóhannes óhætt að
segja að það hefði hækkað um 10%
að undanförnu. „Ég var að tala við
kunningja minn í Þýskalandi sem
sagði að þar hefði verð notaðra bíla
hækkað um 12-15%. Þeir búa við
svipaðar aðstæður og við, þetta
ástand er ekki bundið við Ísland.
Faraldurinn hefur búið til þetta ves-
en víða um heim,“ sagði Jóhannes.
Hörgull á nýjum
og notuðum bílum
- Bílaleiga takmarkar bókanir - Hærra verð notaðra bíla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílasala Minna framboð er af bílum vegna faraldursins. Það kemur sér illa
fyrir bílaleigur. Góðir notaðir bílar seljast hratt og verð hefur hækkað.
Verð á eldsneyti hefur haldist nokk-
uð stöðugt í júlímánuði á bensín-
stöðvum landsins en það hækkaði um
allt að átta krónum í lok júní. Heims-
markaðsverð olíu rauk upp í kjölfar
tilslakana margra þjóða í júní auk
þess sem sumarleyfistími Banda-
ríkjamanna spil-
aði inn í.
Mesta hækkun
sem orðið hefur á
bensíni eru tvær
krónur og mesta
hækkun á dísil er
ein króna það sem
af er júlímánuði.
„Þetta eru í
raun engar svipt-
ingar á markaðn-
um,“ segir Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda.
Ódýrum stöðvum fjölgar
Hækkunin er ekki mikil að hans
mati en athyglisvert hve ódýru bens-
ínstöðvunum fjölgar. Þær stöðvar
séu hvað viðkvæmastar fyrir verð-
breytingum. Gott dæmi séu stöðvar
Atlantsolíu í Kaplakrika og á
Sprengisandi. „Þegar maður keyrir
framhjá þessum stöðvum, til dæmis
bara á föstudagseftirmiðdegi, þá er
þar biðröð á meðan aðrar stöðvar fé-
laganna eru nánast tómar,“ segir
Runólfur.
„Neytendur eru í auknum mæli
farnir að leitast við að eiga í viðskipt-
um þar sem lægra verð er í boði enda
munar töluverðu í verði,“ segir Run-
ólfur og bætir við að til að fylla á 40
lítra tank af bensíni muni um 1.700
krónum á dýrustu og ódýrustu
stöðvum N1. „Hjá sama félaginu
með kannski eins kílómetra vega-
lengd á milli ferðu úr 215,9 í 256,9
krónur lítrinn.“ ari@mbl.is
Eldsneytisverð
haldist stöðugt
- Litlar verðbreytingar til þessa í júlímánuði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bensín Mikill munur er á dýrustu
og ódýrustu stöðvum N1.
Runólfur
Ólafsson
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
„Það er bara allt fullt hjá okkur,“
segir Katrín Ósk Sveinsdóttir en hún
tók við tjaldsvæðinu á Flúðum í mars
síðastliðnum.
Fyrstu helgarnar
í júlí hafi verið
stappfullar og
veður gott. Þá
megi búast við
svipaðri stöðu út
sumarið. Katrín
er Akureyringur
að uppruna, bjó á
Eyrarbakka þar
til þau í fjölskyld-
unni ákváðu að kaupa hús á Flúðum.
„Það var alveg stórt verkefni,“
segir hún. „Að undirbúa tjaldsvæðið
og vera ný yfir,“ segir hún um hvern-
ig undirbúningsvinnan hefur gengið.
Spurð hvað fólk geri mest um
helgar á Flúðum segir hún allan
gang á því. „Fólk hangir yfirleitt
bara á svæðinu hérna. Er mest að
hittast í hópum.“ Þá eru vinsælar
gönguleiðir allt í kringum tjald-
svæðið. „Það er til dæmis Miðfellið
hérna.“
– Og það er 25 ára aldurstakmark?
„Já. Það var einu sinni 23 ára ald-
urstakmark en það gekk ekki þannig
að nú er það 25. Þetta er fjöl-
skyldusvæði,“ segir Katrín en
aldurstakmark var sett á fyrir henn-
ar tíð.
Spurð hvort einhverjum undir 25
ára hafi tekist að laumast inn á svæð-
ið í leit að gleðskap segir hún það
ekki hafa gerst hingað til í sumar.
„Nei, við höfum ekki fengið það
ennþá en nú á föstudaginn voru
menn með hávaða og læti alveg fram
eftir morgni.“
Aðspurð hvort þessir gestir hafi
verið undir aldri svarar Katrín: „Nei,
þetta voru nú bara fullorðnir menn.“
Gerðu mennirnir varðeld í grasinu
og létu sér ekki segjast fyrr en lög-
regla var kölluð til.
„Þeir fengu séns og voru til friðs
eftir að löggan talaði við þá. Það
hlusta auðvitað allir miklu meira á
lögguna en okkur,“ segir Katrín
glettin.
Verslunarmannahelgin er á næsta
leiti og segist Katrín búast við að fá
til sín krakka í leit að gleðskap.
Spurð hvort hún búist við að skiltið
hjálpi til við að halda þeim úti svarar
hún neitandi. „Nei, ég stórefa það.
Við verðum með hlið,“ segir hún en
engum sem ekki hefur náð tilsettum
aldri verður hleypt í gegn.
Morgunblaðið/Eggert
Tjaldsvæði 25 ára aldurstakmark enda er um að ræða fjölskyldusvæði.
Yngri en 25 ára
mega ekki tjalda
Katrín Ósk
Sveinsdóttir
- Árangursríkt sumar og gott veður