Morgunblaðið - 20.07.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 20.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Á vefnum fullveldi.is er sagt frá sjómönnum á Írlandi sem hafi gagnrýnt harðlega fríverslunar- samninginn sem Evrópusambandið samdi um við Bretland í kjölfar Brexit. Hluti samningsins fjalli um skiptingu aflaheimilda í deilistofn- um næstu fimm árin og írskir sjómenn telji að mjög halli á Írland umfram önnur ríki sambands- ins. - - - Írland missir við þetta 15% af aflaheimildum sínum, sem er nærri tvöfalt það sem Frakkland missir. Fullveldi.is hefur eftir Irish Examiner að forsvarsmenn írskra sjómanna segi að þetta muni kosta mörg þúsund störf og valda gríð- arlegu fjárhagslegu tapi fyrir írsk- an sjávarútveg. - - - Forsætisráðherra Írlands lýsir einnig óánægju með málið og segir að Írar þurfi „að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið í sjávarútvegsmálum.“ - - - Þessi orð hafa vitaskuld ekki mikið að segja og eru aðeins til heimabrúks, enda, eins og full- veldi.is bendir á, þá er stjórn sjáv- arútvegsmála innan Evrópusam- bandsins alfarið í höndum þess samkvæmt sáttmálum sambands- ins. - - - Þessi reynsla Íra mætti verða Ís- lendingum til umhugsunar, ekki síst þeim íslensku stjórn- málamönnum systurflokkanna tveggja sem reyna nú að sannfæra landsmenn um að evran og ESB séu einmitt það sem þjóðin þarfnast. Eða trúir því einhver að meira tillit yrði tekið til hagsmuna Íslands en Írlands þegar á reyndi? ESB sætir harðri gagnrýni á Írlandi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sky Lagoon mun ekki gera grein- armun á kynjum þegar kemur að reglum um klæðaburð í lóninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fram- kvæmdastjóra Sky Lagoon í gær. Mikil umræða fór af stað í tengslum við þetta þegar ung íslensk kona deildi upplifun sinni af því að vera vísað upp úr Sky Lagoon fyrir það eitt að vera berbrjósta. Dagný Hrönn Pétursdóttir fram- kvæmdastjóri sagði svo í samtali við mbl.is að starfsmenn lónsins hefðu reynt að fara hinn „gullna meðalveg“ með því að vísa konunni úr lóninu. Af tilkynningu framkvæmdastjór- ans að dæma hefur afstaða stjórn- enda fyrirtækisins í þessu máli breyst en nú verður ekki gerður greinarmunum á kynjum um hvað séu fullnægjandi sundföt hjá Sky Lagoon. Í tilkynningunni segir m.a. að margir hafi tjáð sig í samtölum við starfsmenn lónsins og viðrað mis- munandi skoðanir. Ljóst sé að skoð- anir séu skiptar um málið. Eftir að hafa skoðað málið betur hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að túlk- un umræddrar konu á skilmálum Sky Lagoon hafi átt rétt á sér. „Við viljum því þakka henni fyrir að vekja athygli okkar á þessu,“ seg- ir enn fremur í tilkynningunni. Gera ekki greinarmun á kynjum - Sky Lagoon bregst við gagnrýni fyrir að hafa vísað berbrjósta konu frá lóninu Morgunblaðið/Eggert Lón Gestir Sky Lagoon á barnum. Pálmi Stefánsson, tón- listarmaður og stofn- andi Tónabúðarinnar á Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri 15. júlí, 84 ára að aldri. Hann fæddist 3. september 1936 á Litlu-Hámundar- stöðum á Árskógs- strönd. Foreldrar hans voru Anna Þorsteins- dóttir húsfreyja og Stefán Einarsson, bóndi, sjómaður og smiður. Pálmi var á barnsaldri þegar hann hóf að leika á harmóníku fyrir dansi heima á Árskógsströnd. Eftir að Pálmi flutti til Akureyrar stofnaði hann eigin hljómsveit. Hann var síð- ar hljómsveitarstjóri Póló sem starf- aði 1964-1969 og naut mikilla vin- sælda. Póló gaf út 14 lög. Pálmi stofnaði Tónabúðina 1966 og seldi þar hljómplötur, hljóðfæri, sjónvörp og fleira. Tónabúðin flutti sjálf inn hljómplöturnar vegna þess að flestir plötuinnflytjendur og ís- lenskir útgefendur voru samnings- bundnir annarri verslun á Akureyri. Tónabúðin stofnaði eigin hljóm- plötuútgáfu, Tónaútgáfuna, 1967. Fyrstu plötur hennar voru með Póló og Bjarka og Póló og Erlu. Alls gaf Tóna- útgáfan út um 60 hljómplötur. Sumar þeirra voru hljóðrit- aðar erlendis eins og Lifun, hljómplata Trú- brots, og Þótt líði ár og öld, með Björgvini Halldórssyni, sem báð- ar komu út 1971. Einn- ig voru gefnar út plöt- ur með vinsælum flytjendum eins og Flowers, Ævintýri og Ragnari Bjarnasyni. Þá gaf Tóna- útgáfan út fyrstu íslensku safnplöt- una, Pop Festival ’70. Tónaútgáfan setti upp hljóðver á Akureyri 1974. Pálmi rak Tónabúðina í yfir 40 ár þar til hún var seld 2007. Pálmi var virkur í tónlistarlífinu í um sjö áratugi og á seinni árum lék hann reglulega fyrir eldri borgara á Akureyri ásamt félögum sínum. Eftirlifandi eiginkona Pálma er Soffía Kristín Jónsdóttir. Börn þeirra eru Haukur, Björk og Anna Berglind. Barnabörnin eru níu. Útför Pálma verður gerð frá Gler- árkirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 11.00. Andlát Pálmi Stefánsson í Tónabúðinni Um leið og gosmistrið hvarf upp úr hádegi í gær, og sást til sólar, fjölgaði gestum í Grasagarð- inum í Laugardal, jafnt ungum sem öldnum. Veðurspá næstu daga á höfuðborgarsvæðinu er heldur þungbúin, en á morgun gæti aftur sést til sólar, ef gosmóðan heldur sig fjarri. Morgunblaðið/Unnur Karen Spókuðu sig í grænum Grasagarðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.