Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Konur eru mun líklegri til þess að
styðja flokka á vinstri væng stjórn-
málanna, en karlar eru líklegri til
þess að halla sér til hægri. Eða, svo
það sé orðað með öðrum hætti, þá
sækja sumir flokkar sér fylgi með
mjög misjöfnum hætti þegar litið er
til kynferðis svarenda. Mun meira
jafnvægi er í því hvernig fylgi ann-
arra flokka skiptist milli kynjanna.
Þetta má lesa úr niðurbroti á nið-
urstöðum könnunar, sem MMR
gerði í samstarfi við Morgunblaðið
og mbl.is í liðinni viku.
Vinstri-græn í sérflokki
Langmest er ójafnvægið í fylgis-
mannahópi Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs. Samkvæmt könn-
uninni studdu 10,7% svarenda flokk
forsætisráðherra. Það gerðu hins
vegar 18,6% kvenna, sem afstöðu
tóku, en aðeins 5,1% karla. Það má
orða með þeim hætti að ef kosið yrði
nú myndu tæplega fjórir af hverjum
fimm kjósendum Vinstri-grænna
vera konur en aðeins einn þeirra
karl.
Kynjahallinn er ekki svo geigvæn-
legur hjá Samfylkingu en mikill
samt. Þar lætur nærri að á móti
hverjum karli, sem kýs flokkinn,
kjósi tvær konur hann.
Einnig ójafnvægi hægra megin
Slíkt ójafnvægi – nema á hinn veg-
inn – má einnig finna á miðju stjórn-
málanna og hægra megin við miðju,
ekki án undantekninga þó.
Þar er stjórnarandstöðuflokkurinn
Viðreisn eins konar spegilmynd
Samfylkingar. Fyrir hverja tvo
karla, sem kváðust ætla að styðja
Viðreisn, er aðeins ein kona sama
sinnis.
Sjálfstæðisflokkurinn, langstærsti
flokkur á þingi, hlaut 24,6% fylgi í
könnuninni. Hann á við sama vanda
að etja og Viðreisn, þótt ekki sé það í
sama mæli. Fyrir hverja þrjá karla,
sem hyggjast kjósa flokkinn, eru
tvær konur, sem það myndu gera ef
kosið væri nú.
Meira jafnvægi hjá öðrum
Hjá öðrum flokkum, sem eiga
möguleika á að ná kjöri á Alþingi, er
jafnvægið meira. Hjá Pírötum er það
nánast hnífjafnt, en hjá Miðflokki og
Sósíalistum er það vafalaust innan
skekkjumarka. Hinir síðarnefndu,
líkt og Flokkur fólksins, mældust
með rétt rúmlega 5% fylgi og óvar-
legt að draga miklar ályktanir af því.
Munur er hjá Framsókn en ekki
verulegur.
Misljósar ástæður
Það er ekki auðvelt að greina
ástæðurnar fyrir þessum mun á
stuðningi flokka. Það er að vísu ekki
nýmæli, hér frekar en annars staðar
á Vesturlöndum, að konur halli sér
frekar til vinstri en karlar í kjörklef-
anum. Að einhverju leyti má vafa-
laust rekja það til stefnumála, en svo
er ekki ósennilegt að forystufólk og
frambjóðendur höfði mismikið til
kynjanna.
Þessi feikilegi munur hjá Vinstri-
grænum á e.t.v. ekki að koma alger-
lega á óvart hjá yfirlýstum femín-
ískum flokki þar sem konur fá tals-
verða forgjöf í vali á lista. En það
hlýtur að há þeim í kosningabaráttu
og vera mikið umhugsunarefni.
Hugsanlega mætti segja svipað
um Samfylkingu og jafnvel bæta við
að hún höfði frekar til opinberra
starfsmanna en í einkageira, en kon-
ur eru hlutfallslega líklegri til að
starfa hjá hinu opinbera.
Sem kynni þá að skýra muninn á
hinn veginn hjá Sjálfstæðisflokknum,
merkisbera einkaframtaksins, og
Viðreisn sömuleiðis. Þar er hins veg-
ar merkilegt að forystan er að mestu
skipuð konum, sem virðast þó höfða
hóflega til kynsystra sinna.
Og hvað má þá segja um Miðflokk-
inn, sem sætt hefur verulegri gagn-
rýni yfirlýstra femínista en sækja sér
samt fylgi jafnt til karla og kvenna?
B
Framsókn
C
Viðreisn
D
Sjálfstæðisflokkur
M
Miðflokkur
P
Píratar
S
Samfylking
V
Vinstrigræn
F
Flokkur fólksins
J
Sósíalistar
Fylgi flokka skipt eftir kynferði
úr spurningavagni MMR 8. - 14. júlí
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
0%
25%
50%
75%
100%
KonurKarlar
Mikill munur á afstöðu kynjanna
- Aðeins einn karl styður Vinstri-græn fyrir hverjar fjórar konur - Skeikar einnig verulegu hjá
bæði Viðreisn og Samfylkingu - Nokkur munur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kynferði
Morgunblaðið/Eggert
Kosningar Alþingiskosningar eru boðaðar 25. september. Samkvæmt nýrri
könnun MMR eiga níu stjórnmálaflokkar möguleika á að ná inn þingmanni.
2021
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Vísindamenn Íslenskrar erfðagrein-
ingar (ÍE) hafa kortlagt 243 erfða-
breytileika sem tengjast fæðingar-
þyngd, annars vegar í erfðamengi
móður og hins vegar í erfðamengi
fósturs.
Rannsóknin varpar ljósi á flókið
samspil erfðamengja móður og fóst-
urs og tengsl háþrýstings og sykur-
sýki við vöxt fósturs, að því er kemur
fram í tilkynningu.
Í grein sem birtist í vefútgáfu vís-
indaritsins Nature Genetics í gær
sýna vísindamenn ÍE hvernig 243
erfðabreytileikar, þar af 64 áður
óþekktir, hafa áhrif á stærð barna
við fæðingu, annars vegar í erfða-
mengi móður og hins vegar í gegnum
erfðamengi fósturs.
Tengsl fæðingarþyngdar við sjúk-
dóma hafa lengi verið þekkt en deilt
hefur verið um hversu mikið þau
tengjast erfðaþáttum einstaklings-
ins og að hversu miklu leyti þau
tengjast aðstæðum fósturs á með-
göngu og þar með erfðaþáttum móð-
ur.
400 þúsund gögn skoðuð
Í rannsókninni voru gögn um arf-
gerð rúmlega 400.000 barna, 270.000
mæðra og 60.000 feðra rannsökuð.
Auk þess að rannsaka áhrif erfða-
mengis barns, móður og föður á fæð-
ingarþyngd voru áhrif á fæðingar-
lengd og líkamsþyngdarstuðul barns
við fæðingu einnig skoðuð.
Alls fundust 243 erfðabreytileikar
sem hafa áhrif á stærð barns við fæð-
ingu og tókst að greina á milli áhrifa
141 þeirra úr erfðamengi móður ann-
ars vegar og hins vegar úr erfða-
mengi fósturs. Flestir hafa einungis
áhrif úr erfðamengi fósturs og fyrir
um fjórðung þeirra skiptir máli
hvort þeir erfast frá föður eða móður
en sumir hafa einungis áhrif á fæð-
ingarþyngd ef þeir erfast frá föður
og aðrir aðeins ef þeir erfast frá
móður. Nánar á mbl.is.
Flókin tengsl erfða
og fæðingarþyngdar
- Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar
AFP
Erfðir Vísindamenn ÍE með nýja
og athyglisverða rannsókn.