Morgunblaðið - 20.07.2021, Page 14
BAKSVIÐ
Hólmfríður María Ragnhildard.
hmr@mbl.is
A
lls leituðu 827 ein-
staklingar til Bjark-
arhlíðar, miðstöðvar fyrir
þolendur ofbeldis, í
fyrsta viðtal á árinu 2020 sem gerir
47,3% aukningu frá 2019. Heim-
sóknum hefur því fjölgað töluvert í
kjölfar heimsfaraldursins en í
Bjarkarhlíð geta þolendur ofbeldis,
af öllum kynjum, 18 ára og eldri,
sótt áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning
og upplýsingar. Úrræðið stóð fyrst
til boða árið 2017 og hefur heim-
sóknum fjölgað jafnt og þétt síðan
þá.
Ragna Björg Guðbrandsdóttir,
félagsráðgjafi og teymisstjóri
Bjarkarhlíðar, segir jákvætt að
fleiri séu að leita sér aðstoðar en á
sama tíma ömurlegt hve margir
séu í þeirra stöðu að þurfa á þessu
úrræði að halda. Segir hún erfitt
að meta hvort aukninguna megi
rekja með beinum hætti til fleiri
ofbeldistilvika eða hvort fleiri séu
nú tilbúnir að leita sér aðstoðar.
Ragna bendir þó á að aðstæðurnar
sem sköpuðust í heimsfaraldrinum
séu til þess fallnar að auka ofbeldi,
til að mynda vegna aukins atvinnu-
leysis.
Mikil vitundarvakning
Ragna kveðst standa í þeirri
trú að aukin vitundarvakning í
samfélaginu gagnvart ofbeldi hafi
einnig haft áhrif á fjölgun heim-
sókna. Telur hún aukna umræðu
valdefla fólk til þess að leita sér
hjálpar. Bendir hún á að fjöldi
fyrstu heimsókna hafi farið vaxandi
í kjölfar seinni metoo-bylgjunnar í
vor. Komu yfir 120 einstaklingar í
fyrstu heimsókn í maí á þessu ári
sem gerir hann stærsta mánuð frá
opnun Bjarkarhlíðar.
„Það hefur verið gríðarleg vit-
undarvakning síðustu ár, ég held
að það hjálpi til að fólk treysti sér
að leita sér aðstoðar fyrr. Svo
koma þessar metoo-byltingar og
það koma alltaf nýir vinklar inn í
umræðuna. Maður finnur það að
fólk sem ætlaði að taka þetta á
hnefanum gefur eftir og leitar að-
stoðar.“
Heimilisofbeldi helsta ástæða
Samkvæmt ársskýrslu Bjarkar-
hlíðar komu að meðaltali 69 ein-
staklingar í fyrsta viðtal í hverjum
mánuði. Var júní annasamasti mán-
uðurinn í fyrra, en þá komu 107
einstaklingar í fyrsta viðtal. Flestir
sem leituðu sér aðstoðar voru á
aldrinum 18-29 ára eða 234 ein-
staklingar.
Aðalástæða komu þjónustuþega
var í miklum meirihluta heimilis-
ofbeldi, en alls leituðu 456 ein-
staklingar til Bjarkarhlíðar vegna
þess, eða 61% af heildarfjölda
þjónustuþeganna. 132 einstaklingar
leituðu þangað vegna andlegs of-
beldis og 107 vegna kynferðis-
ofbeldis.
Einungis 3% af þjónustuþegum
flokkuðu gerandann sem „ókunn-
ur“ en langflestir virðast þekkja
þann sem beitti þá ofbeldi, voru
gerendur ýmist flokkaðir sem mak-
ar, skyldmenni, vinir eða vinnu-
félagar, svo eitthvað sé nefnt. Þess
má geta að flestir þjónustuþegar
skilgreindu geranda sem fyrrver-
andi maka, eða tæplega 46%.
Hvað varðar kynjahlutfall
þjónustuþega er fjöldi kvenna
töluvert meiri en fjöldi
karla, 686 konur leituðu til
miðstöðvarinnar í fyrra,
eða 83%, en einungis 140
karlar, eða 17%. Hlut-
fallið er að sögn Rögnu
svipað og í fyrra, en
eitthvað hefur rétt úr
kynjahallanum frá
því að miðstöðin
var opnuð árið
2017.
Fleiri leita sér að-
stoðar vegna ofbeldis
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rödd skatt-
greiðenda
heyrist
ekki mjög oft í um-
ræðum um opinber
fjármál, opinberan
rekstur og opin-
berar framkvæmdir. Þó er það
svo að skattgreiðendur greiða
fyrir öll opinber útgjöld á einn
eða annan hátt, ef ekki með
skattgreiðslum í dag, þá á
morgun hafi skattgreiðslunum
verið frestað með lántökum
hins opinbera.
Vissulega er það svo að
stjórnmálamenn eru fulltrúar
skattgreiðenda, því að skatt-
greiðendur eru líka kjósendur,
en stjórnmálamenn eru mjög
misjafnlega meðvitaðir um það
hlutverk sitt, enda skattgreið-
endur dreifður og óskipulagður
hópur en þeir sem krefjast auk-
ins opinbers fjár eru afar vel
skipulagðir. Þeir ná þess vegna
iðulega mun meiri árangri en
skattgreiðendurnir, sem sést
best af því að opinber útgjöld
og skattbyrði hafa almennt far-
ið mjög vaxandi á síðustu ára-
tugum, þó að undantekningar
séu á.
Vissulega eru flest verkefni
hins opinbera til gagns, en það
breytir því ekki að um þau þarf
að vera stöðug umræða, ekki
aðeins hvort að hið opinbera á
að hafa þau með höndum held-
ur einnig hvernig. Mjög oft eru
tækifæri til að spara í opinber-
um rekstri, til dæmis með því
að hleypa einkaaðilum að
rekstrinum þó að hið opinbera,
þ.e. skattgreiðendur, borgi
brúsann. Þá má spara með
auknu aðhaldi. Framkvæmdir
fara gjarnan tugum prósenta
fram úr áætlunum og þó að slík
óráðsía sé ef til vill mest sláandi
hjá Reykjavíkurborg um þess-
ar mundir eru einnig dæmi um
þetta hjá ríkinu og öðrum sveit-
arfélögum.
Í Morgunblaðinu í gær var
greint frá afkomu sveitarfélag-
anna og sýnir hún mikið tap af
rekstri sveitarsjóðanna og er
þá ekki horft til margra
stærstu fyrirtækja þeirra. For-
maður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Aldís Hafsteins-
dóttir, segir þetta mikið
áhyggjuefni og er það ekki of-
mælt. Hún bendir á að útsvars-
tekjur dugi ekki fyrir heildar-
launakostnaði, sem er
grafalvarlegt mál. Þá segir hún
styttingu vinnuvikunnar eiga
eftir að reynast sveitarfélög-
unum þungur baggi, nokkuð
sem ekki hafi verið samið um
þegar ákveðið var að breyta
vinnutímanum. Þetta er auðvit-
að stórundarlegt og hlýtur að
kalla á endurskoðun við næstu
kjarasamningagerð, en þangað
til að minnsta kosti sitja sveit-
arfélögin uppi með þessar
„óvæntu“ hækkanir. Laun og
launatengd gjöld
hækkuðu á milli
ára um 11,5% og að
viðbættum lífeyr-
isskuldbindingum
nam hækkunin
13%. Augljóst er að
skattgreiðendur geta ekki stað-
ið undir slíkum hækkunum og
verða sveitarfélögin, hvert fyr-
ir sig og í sameiningu, að taka
rekstur sinn til gagngerrar
endurskoðunar, ekki aðeins
með samtölum við verkalýðs-
hreyfinguna vegna samninga
sem fóru á annan veg en ætlað
var, samkvæmt formanni sveit-
arfélaganna, heldur einnig með
endurskoðun á verkefnum og
rekstrarformi. Sveitarfélögin
hafa bersýnilega færst of mikið
í fang og verða að finna leiðir til
að draga úr útgjöldunum. Þeim
má ekki standa til boða að fara
dýpra í vasa íbúanna, skatt-
greiðendanna.
Í Morgunblaðinu í gær var
einnig rætt við Skafta Harð-
arson, formann Samtaka skatt-
greiðenda, og var það um
margt athyglisvert. Skafti
bendir á þær auknu byrðar sem
lagðar hafi verið á fyrirtækin í
landinu með því að hengja stöð-
ugt aukinn kostnað á launa-
greiðslur, bæði með sífellt
hækkandi mótframlagi í lífeyr-
issjóði og með launatengdum
gjöldum á borð við trygginga-
gjald. Hann bendir á að þegar
tryggingagjaldið hafi verið
hækkað á sínum tíma hafi það
átt að vera tímabundið til að
bregðast við auknu atvinnu-
leysi, en þegar atvinnuástandið
hafi batnað hafi trygginga-
gjaldið aðeins lækkað lítillega.
„Það sannast hér einu sinni enn
að fátt er jafn varanlegt og
tímabundnir skattar,“ segir
Skafti.
Hann bendir einnig á tölur
frá Hagstofunni frá því í fyrra
um meðallaunþega, en þær sýni
að launin séu aðeins um 74% af
kostnaði vinnuveitandans við
starfsmanninn og að starfs-
maðurinn fær í sinn vasa ein-
ungis 56% af heildarkostnaði
launagreiðandans.
Augljóst er að eitthvað hefur
farið úr skorðum þegar laun-
þegi með meðallaun fær aðeins
rúmlega helming launakostn-
aðarins í eigin vasa. Um leið
sýna þessir útreikningar að það
er eftir miklu að slægjast fyrir
skattgreiðendur, sem einnig
eru launþegar, að unnið sé að
því að spara í opinberum
rekstri og að lækka skatta og
aðrar álögur. Almenningur
gleymir því allt of oft að hann
er, ekki aðeins um mánaðamót
heldur alla daga og oft á dag,
einnig skattgreiðandi. Þessu
hlutverki ætti hann að huga
mun betur að. Geri hann það
ekki er mjög óvíst að aðrir
verði til þess.
Vöxtur og halla-
rekstur hins opin-
bera er verulegt
áhyggjuefni}
Rödd skattgreiðenda
F
rá upphafi var ljóst að viðbrögð
við Covid-19-faraldrinum
myndu fela í sér bæði efna-
hagslegan og samfélagslegan
kostnað. Þrátt fyrir það tók
þjóðin þátt og fólk gerði sitt besta. Fólk
áttaði sig á því að hér var vágestur á ferð
og utanaðkomandi aðstæður gerðu það að
verkum að eðlilegt líf fór úr skorðum.
Veiran virðir ekki landamæri og allra
síst ákvarðanir stjórnvalda. Með öðrum
orðum: ríkisvaldið hefur ekki burði til að
útrýma henni. Aftur á móti urðu markmið
ríkisvaldsins að vera ljós fyrst hefta þurfti
frelsi einstaklinga og skerða starfsemi fyr-
irtækja. Og markmiðin voru skýr. Komið
skyldi í veg fyrir að hættuástand skapaðist
og heilbrigðiskerfið verndað þannig að það
réði við það hlutverk sitt að sinna þeim
sem veiktust. Það væri – og er enn – óraunhæft
markmið að útrýma veirunni.
Snemma í vor kynnti ríkisstjórnin áætlun um af-
léttingu takmarkana samhliða bólusetningu lands-
manna. Sóttvarnayfirvöld út um allan heim lögðu
áherslu á bólusetningar og það gerðum við einnig hér
á landi. Þar sem markmiðin voru skýr og vel kynnt
hélst samstaðan í landinu. Fólk sýndi aðgerðum
stjórnvalda skilning og tók vel í hvatningu um að
mæta í bólusetningu. Nú hefur okkur tekist að bólu-
setja tæplega 90% fullorðinna landsmanna.
Vegna þess árangurs var öllum takmörk-
unum innanlands aflétt í lok júní.
Nýtt afbrigði veirunnar hefur nú gert
vart við sig. Við vissum að sú staða gæti
komið upp og líklegt má teljast að veiran
sé komin til að vera í einhverri mynd.
Lönd sem lengst hafa gengið í lokun
landamæra eru að glíma við smit og við
verðum að horfast í augu við að við mun-
um ekki koma í veg fyrir að hún berist
hingað.
Staðan er aftur á móti allt önnur en hún
var fyrir rúmu ári, bæði hér og erlendis.
Stærstur hluti fólks á Íslandi og í ná-
grannalöndum er bólusettur og hættan á
að alvarleg fjöldaveikindi verði heilbrigð-
iskerfinu ofviða er ekki lengur fyrir hendi
miðað við þær upplýsingar sem okkur voru
kynntar af sóttvarnayfirvöldum víða um heim. Al-
menningur hefur tekið á sig margvíslegar byrðar síð-
astliðið ár sem hefur skilað okkur þeim góða árangri
sem að var stefnt. Staðan nú kallar því ekki á íþyngj-
andi aðgerðir, heldur að við treystum fólki til að
meta hvernig það hagar sínum eigin sóttvörnum,
byggt á þeirri reynslu sem við höfum öll aflað okkur
undanfarin misseri. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Breytt staða í heimsfaraldri
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
827 einstaklingar komu í
fyrsta viðtal í Bjarkarhlíð árið
2020. Algengast var að þjón-
ustuþegar væru á aldrinum 18-
29 ára en alls voru 234 í þeim
aldurshópi. Næst á eftir var
30-39 ára aldurshópurinn en í
honum voru 228 þjónustu-
þegar. Fjöldinn fór lækkandi
eftir aldri en einungis 10 ein-
staklingar eldri en 70 ára leit-
uðu til Bjarkarhlíðar. Aldur ger-
enda var almennt hærri en
þolenda, þar var stærsti ald-
urshópurinn 40-49 ára, í hon-
um voru 224. Þar á eftir var
aldurshópurinn 30-39 ára
en í honum voru 209 ger-
endur. Gerendur á aldr-
inum 18-29 ára voru
125. Þess má geta að
yfir 600 einstaklingar
hafa leitað til mið-
stöðvarinnar í ár og
því má áætla að
árið 2021 sýni
enn hærri töl-
ur.
Gerendur
eldri þolendur
FLESTIR ÞJÓNUSTUÞEGAR
Á ALDRINUM 18-29 ÁRA
Ragna Björg
Guðbrandsdóttir
Aðalástæðakomuþjónustuþega til Bjarkarhlíðar
Árið 2020 Heimild: Bjarkarhlíð
Heimilisofbeldi 61%
Andlegt ofbeldi 18%
Kynferðislegt ofbeldi 14%
Líkamlegt ofbeldi 2%
Fjárhagslegt ofbeldi 1%
Annað 4%