Morgunblaðið - 20.07.2021, Page 16

Morgunblaðið - 20.07.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Undanfarin ár hef- ur umræða um bygg- ingagalla í landinu verið fyrirferðarmikil enda hafa komið upp mörg alvarleg galla- mál í fasteignum. Einna mest áberandi eru gallamál vegna leka og myglu íbúðar- húsnæðis enda fylgir því ástandi mikið eignatjón og oft gríðarlegur heilsu- brestur þeirra sem hafa lent í því. Sjónvarpsþátturinn Kveikur fjallaði um þetta ástand í vetur og í viðtölum við Indriða Níelsson og Ríkharð Kristjánsson verkfræð- inga kom fram að vitlaust væri staðið að byggingaframkvæmdum. Hönnun væri oft mjög bágborin og mætti ekki kosta neitt. Dæmi væri um að byggt væri án teikninga. Græðgi markaðarins keyrði áfram hraða í framkvæmdum og að öllu samanlögðu þá virðist mega lesa út úr þessum viðtölum að í dag séu margar nýbyggingar mikið gall- aðar og jafnvel ólöglegar. Sjónvarpsþátturinn Kveikur ræddi einnig við Guðna Jóhann- esson orkumálastjóra um þessi mál en hann var áður forstöðumaður byggingatæknideildar Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi. Guðni var á því að þeir sem hanna hús á Ís- landi búi jafnvel ekki yfir nægilegri þekk- ingu. Arkitekt hugi að formfegurð, verkfræð- ingar fylgist með því að byggingar séu traustar og standist jarðskjálfta. „En síðan vantar þriðja þáttinn í þetta,“ sagði hann. „Það er að segja, sér- fræðina sem á að tryggja að bygging- arnar verji sig fyrir vatni og veðr- um.“ Þessi orð Guðna og þeirra Rík- harðs og Indriða virðast vera inni- haldið og niðurstaða flestra sér- fræðinga um stöðuna í gallamálum nýbygginga á Íslandi. Græðgin, hraðinn og þekkingarleysið virðast tröllríða byggingariðnaðinum sem leiðir til þess að mjög hátt hlutfall nýbygginga er gallað og neytand- inn situr eftir með skaðann. Staðan í dag er svo alvarleg að nær ógern- ingur er að átta sig á stöðunni. Reikna má með að byggingamark- aðurinn velti yfir hundrað millj- örðum á ári og að árlegt tjón vegna byggingagalla nemi tugum millj- arða ef tjón allra er reiknað. Í b-lið 1. greinar 1. kafla Mann- virkjalaga kemur fram að mann- virki skuli hönnuð og byggð þannig að þau henti íslenskum aðstæðum. Brot gegn lögunum geta varðað sviptingu réttinda hönnuða og meistara auk þess sem beita má sektum og fangelsi allt að tveimur árum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum sbr. 57. og 58. greinar laganna. Í raun er ekkert sem bannar að kæra hönn- uði og byggingaraðila til lögreglu ef staðfestur grunur liggur fyrir um brot gegn mannvirkjalögunum. Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun (HMS) sér um framkvæmd laganna og er hlutverk stofnunar- innar meðal annars að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan und- irbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Miðað við yfirlýsingar þeirra Indriða, Ríkharðs og Guðna virðist mjög langt í land að stofn- unin ráði við þetta verkefni. Nýlega bárust þær fréttir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið ásamt félagsmálaráðuneyti hafi ákveðið að hefja uppbyggingu nýrrar mannvirkjaskrár, gagna- grunns um íslensk mannvirki. HMS kemur til með að halda utan um nýju mannvirkjaskrána og þróa nýja gagnagrunninn. Markmiðið er að tryggja samfélaginu á hverjum tíma áreiðanlegar rauntímaupplýs- ingar um mannvirkjagerð og stöð- una á húsnæðismarkaði. Ekkert er minnst á að hefja eigi atlögu gegn byggingagöllum eða vanhæfni byggingariðnaðarins heldur taka saman stöðuna á húsnæðismark- aðnum enda verkefninu aðallega ætlað að fylgjast með fjölda íbúða í byggingu eftir byggingarstigi og upplýsingum um fasteigna- og brunabótamat. Gríðarlegt magn bygginga- upplýsinga er til í samfélaginu um mannvirki, byggingariðnaðinn, byggingalausnir og byggingargall- ana og nær allt sem snýr að öruggri mannvirkjagerð. Íslend- ingar hafa gríðarlega vel menntaða og hæfa menn og konur sem geta hæglega byggt íslensk mannvirki í samræmi við mannvirkjalögin þótt þar sé greinilega eitthvað mikið að – eins og sérfræðingarnir hafa full- yrt. Við blasir að HMS, sem er í forsvari fyrir mannvirkjalögin, þarf að fara í ítarlega greiningu á ástandinu og finna lausn sem leysir vanhæfis- og öryggisvandamál byggingariðnaðarins til frambúðar. HMS þarf að leggja til við ráðu- neytin allsherjarbreytingu á að- haldi í þessum mikilvæga iðnaði sem í dag virðist nær sokkinn í fen byggingargalla með tilheyrandi kostnaði og þjáningum borg- aranna. Ég sé fyrir mér að HMS geti lagt út í miklu stærra og öflugra verkefni í upplýsingatækni með nýjum starfssviðum: Annars vegar væri deild sem sæi um innankerfismál ríkisins um skráningar mannvirkja og sæi einnig um skráningu á öllum mannvirkjaupplýsingum og grein- ingu um hvaða mannvirki eða mannvirkjalausnir ætti að leyfa í landinu. Með samkeyrslu fyrir- liggjandi upplýsinga og nýrra skráninga má ná gríðarlegum ár- angri gegn vanhæfi og bygg- ingagöllum á mannvirkjamark- aðnum. Hins vegar væri löggildingar- og vottunarstofa HMS fyrir mann- virkjagerð og alla sem koma að gerð mannvirkja, byggingarefni, réttindi o.fl. Einnig tel ég að byggingastjórar ættu að vera sjálfstæðir vottunar- aðilar og óháðir öðrum aðilum á mannvirkjamarkaði og verði laga- lega tengdir beint við nýja löggild- ingar- og vottunardeild HMS. Byggingagallarnir Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson »HMS getur dregið mikið úr bygginga- göllum með háþróaðri greiningar- og upplýs- ingatækni og því að samkeyra fyrirliggjandi mannvirkjaupplýsingar og nýskráningar Höfundur er BSc MPhil byggingaverkfræðingur. Fimmtudaginn 15. júlí síðastliðinn birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu, þar sem ég beindi þeirri spurningu til Land- læknis af hverju ís- lenskar konur fá ann- ars flokks þjónustu. Kjarni greinarinnar fjallaði um hpv- veiruna sem er fyrst og fremst skaðvaldur fyrir konur, en þó verða karlmenn líka fyrir barðinu á henni. Veira sem hægt er að verjast mun betur en gert er í dag. Ætla ég ekki að endurtaka innihald þeirrar greinar en treysti því að sóttvarnalæknir kynni sér hana. Samdægurs fékk ég svar frá Landlækni, þess efnis að bólusetn- ingar væru, skv. sóttvarnalögum, á verksviði sóttvarnalæknis. Mér var bent á að þó að sóttvarnalæknir sé með aðsetur hjá embætti land- læknis er hann sjálfstæður gagn- vart landlækni þegar unnið er skv. sóttvarnalögum og starfar þá undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra. Ég þakka Landlækni kærlega fyrir að benda mér strax á að ég var ekki að beina þessum hluta erind- isins að réttum aðila. Ég vil því beina spurningunni minni varðandi ástæður þess að aðeins helmingur ungmenna (kvenkyns) er bólusettur gegn 72% af hpv-veirum, en ekki með besta bólu- efni sem völ er á, til sóttvarnalæknis. Veir- an gerir ekki grein- armun á kynjum þeg- ar smit eru annars vegar og veldur ekki aðeins leghálskrabbameini heldur einnig krabbameini í skapa- börmum, leggöngum, endaþarmi, hálsi og munnholi. Þó að karlmenn séu aðeins með endaþarm, háls og munnhol þá er full ástæða til að bólusetja líka unga karlmenn og koma þannig í veg fyrir að þeir beri smitið á milli kvenna og að þeir verði sjálfir fyrir barðinu á veirunni. Það hefur sýnt sig í baráttunni við Covid-19 að þegar viljinn er fyrir hendi og öfl- ugustu ráðum beitt má ná frábær- um árangri og ber að þakka það. Það er öllum ljóst að heilbrigð- isráðherra tekur mikið mark á minnisblöðum sóttvarnalæknis þar sem baráttan gegn Covid er annars vegar. Þjóðin hefur fylgst grannt með fréttum af nýjum minnis- blöðum og ekki ber á öðru en orð hans hafi mikið vægi. Það er frábært hvernig til hefur tekist í þessum málaflokki, en það má gjarnan nýta þessi völd og áhrif sóttvarnalæknis í baráttunni gegn hpv. Nú langar mig að beina nokkrum spurningum til sóttvarnalæknis varðandi varnir gegn hpv-veirunni. - Hvers vegna var valið að kaupa ekki besta bóluefnið sem völ var á þegar hafist var handa við að bólusetja gegn hpv? - Er til minnisblað til ráðherra varðandi þessa ákvörðun og geta íslenskar konur fengið að sjá það? - Hvers vegna var valið að bólu- setja ekki drengi? - Stendur til að bjóða íslenskum konum upp á bólusetningu með besta bóluefninu sem völ er á? - Stendur til að bólusetja bæði drengi og stúlkur? Ef það stendur ekki til að gera allt sem hægt er að gera til að út- rýma þessari veiru úr samfélaginu og spara leghálsstrok, speglanir á leghálsi, keiluskurði, leghálsnám, legnám og meðferðir við krabba- meini í endaþarmi, hálsi og munn- holi, þá óska ég eftir skýringu á því. Með fyrirfram þökk fyrir skýr svör og von um að sem allra fyrst verði tekið á baráttunni gegn hpv- veirunni af sama skörungsskap og beitt hefur verið gegn Covid-19. Hættum að spara aurinn og henda krónunni og drögum úr þjáningum framtíðarkynslóða. Eftir Erlu Björk Þorgeirsdóttir » Spurningum beint til sóttvarnalæknis varðandi bólusetningu gegn hpv-veirunni. Erla Björk Þorgeirsdóttir Höfundur er verkfræðingur. Af hverju er íslenskum konum boðið upp á annars flokks vörn gegn hpv-veirunni? Samfylking og Pír- atar krefjast opinna landamæra. „Mann- vonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um al- þjóðlega vernd und- anfarin ár sýnir að nú- verandi stjórnar- flokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni.“ Mann- vonskan sem þing- mannsefnið vísar til er sú að fara að alþjóðlegum lögum og reglum. Í huga þingmannsefnis Samfylkingar eru fullorðnir karlmenn á besta aldri þeir sem Ísland á að veita fjár- munum til sem það hefur til ráðstöf- unar. Ekki til barna og kvenna í nauðum sem mesta þörf hafa fyrir þróunaraðstoð. Hver er réttlætis- kennd þessa unga þingmannsefnis? Sem betur fer hafa jafnaðarmenn í Evrópu séð ljósið; alls staðar nema á Íslandi. Sema Erla Serdar er enda helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í mál- efnum svokallaðra hælisleitenda. Hún nýtur aðstoðar fjölmiðla sem hika ekki við að sýna myndir sem virðast sýna fjölda manns þar sem fáeinar hræður eru samankomnar til að mótmæla. Hvað segja „siða- reglur“ um slíkt? Engir lýðræðis- lega sinnaðir flokkar í Evrópu að- hyllast lengur það sem jafnaðar- maðurinn og forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkenndi sem barna- lega stefnu. Nema Logi og félagar. – Í gamla daga voru „fræðslufundir“ fastir liðir hjá vinstrinu. Væri það ekki ráð? Hættan er fyrir hendi Kjósendur virðast átta sig á að stefna Samfylkingar er ekki gæfuleg eftir að sósíaldemókrötum var þar eftirminnilega úthýst. Erfiðara er að átta sig á Pírötum. Hver er stefnan? Í borginni er stefna Pírata sú ein að vera við völd og hatast við Sjálfstæð- isflokkinn (sbr. mál- flutning Dóru Bjartar, hún á nefnilega ógert að lesa sínar siðareglur). Við sem komum að mál- um hjá Reykjavíkur- borg þekkjum hættuna. Þegar braggaskýrslan kom út, sem orðið hefði banabiti hvers einasta annars stjórnvalds, þá komu RÚV, Stöð 2, Fbl. og Viðreisn meirihlut- anum í skjól. Hættan er sú að Samfylking Semu Erlu muni fá sams konar skjól til að galopna landamærin fyrir þeim sem síst þurfa. Borgaraleg og frjálslynd öfl Raunverulegt athvarf borg- aralegra og frjálslyndra afla er að- eins í Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn. Innan flestra annarra flokka er sannarlega öflugt og sanngjarnt fólk. En þannig er það nú einu sinni að aðeins sterkur Sjálfstæðisflokkur getur veitt Samfylkingu og Pírötum öflugt viðnám. Borgarstjórnin í Reykjavík segir allt sem segja þarf. – Flokkar sem byggja allt sitt á röngum hagtölum um viðskipti við ESB og blekkingum um hag Íslands af evru þarfnast þess að verða upp- lýstir. Þá mun allt það góða fólk sem þangað var blekkt átta sig. Hinir sem voru í hefndarleiðangri eða unnu sér þar vegtyllur verða eftir. Já, sem betur fer. Viðreisn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum. Samfylking og Píratar vilja opin landamæri Eftir Einar S. Hálfdánarson »Hættan er að Sam- fylking Semu Erlu muni fá skjól til að gal- opna landamærin þeim sem síst þurfa. Viðreisn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.