Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
✝
Sigrún Árna-
dóttir fæddist á
Vopnafirði 6. sept-
ember 1927. Hún
lést á Landspítala
9. júlí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Aagot
Fougner Vilhjálms-
son húsmóðir, f.
1900, d. 1995, og
Árni Vilhjálmsson
héraðslæknir, f.
1894, d. 1977. Sigrún var
fimmta í röð ellefu systkina, þau
eru: Snorri, f. 1921, d. 1972,
Kjartan, f. 1922, d. 1978, Árni, f.
1924, d. 2002, Kristín Sigríður,
f. 1926, d. 2017, Valborg, f. 1930,
d. 2018, Vilhjálmur, f. 1933, d.
2017, Aagot, f. 1935, Rolf
Fougner, f. 1937, d. 2014, Aðal-
björg, f. 1939, d. 2015, og Þór-
ólfur, f. 1941.
Sigrún giftist 1952 Óskari
Halldórssyni kennara, f. 1921, d.
1983. Hann var sonur Halldórs
Einarssonar bónda, f. 1891, d.
1969, og Jónu Jónsdóttur ljós-
móður, f. 1888, d. 1973. Börn
Sigrúnar og Óskars eru: 1) Árni,
f. 1954. Hann var kvæntur Önnu
Láru Lárusdóttur og eru synir
þeirra a) Tumi, f. 1991, í sambúð
með Brynju Hjálmsdóttur, og b)
Bergur, f. 1994. 2) Jóna Dóra, f.
fjarðar 1944-46, Húsmæðra-
skóla Suðurlands 1949-50 og
Laugarnesskóla 1950-51, var
ritstjóri Alþingistíðinda á skrif-
stofu Alþingis 1974-91 og sjálf-
stætt starfandi þýðandi frá
1980. Hún sat í útgáfustjórn
Húsfreyjunnar 1953-57, var rit-
stjóri Efri áranna 1995-96 og í
blaðstjórn ritsins Listin að lifa
1997-99. Þá annaðist hún próf-
arkalestur fyrir ýmis bóka-
forlög alla starfsævi.
Eftir Sigrúnu liggja fjölmarg-
ar þýðingar, ekki síst á barna-
bókum. Má þar nefna bókaflokk-
inn um Einar Áskel eftir Gunillu
Bergström, ýmsar sögur eftir
Astrid Lindgren, fjölda bóka í
flokknum Ævintýraheimurinn
og bækurnar Kapalgátan og
Appelsínustúlkan eftir Jostein
Gaarder, en fyrir þær síðast-
nefndu hlaut hún verðlaun
menntaráðs (áður fræðsluráðs)
Reykjavíkurborgar. Hún hlaut
einnig viðurkenningu Barna-
bókaráðsins, Íslandsdeildar
IBBY 1996 og var tilnefnd á
heiðurslista sömu samtaka 1998.
Árið 2020 hlaut hún norræn
þýðingarverðlaun Letter-
stedtska sjóðsins og hún var
sæmd riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir þýðing-
arstörf og framlag til íslenskrar
barnamenningar.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 20. júlí 2021, klukkan 15.
1956, gift Ferenc
Bokány. Dóttir
þeirra er Theresa,
f. 1984, gift Jo-
hannesi von Bülow
og eiga þau Fried-
rich Wilhelm, f.
2014, og Juliu Sig-
nýju, f. 2021. 3) Völ-
undur, f. 1956,
kvæntur Sigrúnu
Kristjánsdóttur.
Börn þeirra eru a)
Sunnefa, f. 1985, hún á Sölku, f.
2013, með Birni Reynissyni; b)
Óskar, f. 1990. 4) Aagot Vigdís,
f. 1957, gift Garðari Guðmunds-
syni. Börn þeirra eru a) Sigrún
Inga, f. 1990, gift Thomasi Birch
og eiga þau Brynjúlf Garðar, f.
2017, og Þoku Kym, f. 2019; b)
Gunnlaugur, f. 1993. 5) Svan-
hildur, f. 1964. 6) Hrafnkell, f.
1969, kvæntur Elínu Vignis-
dóttur. Synir þeirra eru a)
Kjartan, f. 2004, og b) Þorbjörn,
f. 2006.
Sigrún gekk í barnaskóla á
Vopnafirði og stundaði nám í 2.
og 3. bekk MA 1942-44. Hún
lauk prófi frá Húsmæðrakenn-
araskóla Íslands 1948, stúdents-
prófi utanskóla frá MR 1952 og
fyrri hluta prófi í íslenskum
fræðum frá HÍ 1956. Sigrún
kenndi við Barnaskóla Vopna-
Hún Sigrún, tengdamóðir mín
og nafna, var einstök mannkosta-
manneskja. Hún var hæglát og
hógvær en líka víðsýn og vitur og
afar skemmtileg í samræðum.
Engri manneskju hef ég kynnst
sem las jafn mikið enda valdi hún
sér búsetu á efri árum á Vest-
urgötunni, aðallega vegna ná-
lægðar við bókasafnið. Okkar
fyrstu kynni voru ánægjuleg,
ekki síst fyrir þær sakir að móðir
mín og hún höfðu þekkst vel í
barnæsku, ólust upp í barna-
skara á Vopnafirði, og endurnýj-
uðu nú þau góðu kynni. Sigrúnu
fylgdi ætíð mikið af börnum,
bæði gætti hún yngri systkina
sinna á æskuheimilinu og síðar
eignaðist hún sjálf sex börn.
Barnabörnin hafa átt góðan vin í
ömmu sinni sem hefur gætt
margra þeirra og menntað með
samræðum, bóklestri og löngum
setum við orðaleikinn skrafl.
Einar Áskell, Disneybækurnar,
Ólátagarðurinn og allar hinar
voru mikið lesnar og börnunum
þótti ekki leiðinlegt að þeirra eig-
in amma hefði þýtt bækurnar úr
ókunnu tungumáli. Sigrún var
sérlega natin og umhyggjusöm
við börnin og næm á þarfir
þeirra enda sóttu þau í að heim-
sækja hana alla tíð. Ekki er hægt
að tala um tengdamömmu án
þess að nefna handavinnuna en
hún var einstaklega flink í hönd-
unum. Lopapeysurnar sem hún
prjónaði á alla fjölskylduna eru
dásamlegar og ekki má gleyma
öllum sokkunum og vettlingun-
um sem voru hluti af svokallaðri
gjörnýtingarstefnu en Sigrún
var afar nýtin og prjónaði úr
hverjum spotta sem til féll. Sig-
rún sinnti hverju verki af alúð og
jafnvel viðgerðir á hnjám á bux-
um barnanna voru eiginlega
listaverk út af fyrir sig. Ég kveð
kæra tengdamóður mína með
þakklæti fyrir allar góðu sam-
verustundirnar og ástúðina sem
hún sýndi mér og minni fjöl-
skyldu alla tíð. Sigrún vaknaði
upplyft og glöð eftir síðustu nótt-
ina sem hún lifði því hana
dreymdi að hún væri komin á
yndislegan sólríkan stað sem ég
vona og trúi að hún sé nú komin
til.
Sigrún.
Ég er ein af mörgum sem
dottið hafa í þann makalausa
lukkupott að fá að kynnast Sig-
rúnu Árnadóttur. Ég kynntist
henni þegar ég fór að slá mér
upp með Tuma mínum, barna-
barni Sigrúnar. Sjálf kvaddi ég
báðar mínar ömmur og hefði
aldrei dottið í hug að ég yrði svo
lánsöm að eignast glænýja
ömmu.
Sigrún var stórkostleg kona
sem aldrei hætti að koma á óvart
með stanslausri visku og hæfi-
leikum. Geislandi af hreysti, gáf-
um og þokka sagði hún mikil-
vægar og merkilegar sögur,
snerist í kringum gesti, prjónaði,
þýddi og matreiddi dæmalaus
listaverk, fór með heilu kvæða-
bálkana eins og ekkert væri eðli-
legra. Hún kunni einhvern veg-
inn allt, hægt væri að halda langa
tölu um öll hennar afrek, en það
sem mér þótti umfram allt ein-
kenna Sigrúnu var hvað hún var
skelfilega skemmtileg mann-
eskja!
Það er verðmætt og auðmýkj-
andi að hafa fengið að njóta
góðra stunda með öðrum eins
ljósgeisla. Efst í huga er þakk-
læti fyrir minningarnar, þær lifa
í hverri jómfrúarferð, hverjum
púrtvínsdreitli.
Ó, gætu þeir séð sem að syrgja og
missa
þá sannleikans gleði sem óhult er
vissa,
að bönd þau sem tengja’ okkur eilífð
ná yfir,
að allt sem við fengum og misstum
það lifir.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Brynja Hjálmsdóttir.
Með virðingu minnist ég Sig-
rúnar Árnadóttur, vinkonu minn-
ar, og þakka góð kynni og eft-
irminnilegar samverustundir í
rúm sextíu ár. Leiðir okkar lágu
saman vegna þess að eiginmenn
okkar voru æskuvinir að austan
og hér á mölinni myndaðist sam-
heldinn vinahópur.
Sigrún var bráðgreind kona,
svo eftir var tekið, heilsteypt og
göfuglynd. Og eftir því sem
meira á reyndi kom æ betur í ljós
hvert gull af manni hún var. Al-
veg fram til hins síðasta.
Eftir að fólk úr okkar innsta
hring var horfið af sviðinu og eft-
ir að störfum okkar Sigrúnar og
Jónu Kristjánsdóttur á vinnu-
markaðnum lauk fékk samvera
okkar og vinátta aukið vægi.
Stundum bauð Sigrún okkur
Jónu að gista. Þáðum við það
með þökkum og fengum höfðing-
legar móttökur. Lausar undan
skyldum og ábyrgð urðum við
ungar í annað sinn. Nutum þess
að spjalla og spá í lífið og til-
veruna í ró og næði. Ræddum
málin og glöddumst saman.
Þetta voru góðar samverustund-
ir. Þótt Sigrún væri alltaf svo
hófsöm og laus við öfgar, þá
kunni hún vel að njóta lífsins og
skapa góðar samverustundir.
Hún kunni listina að lifa.
Eitt sinn vorum við Sigrún
báðar svo lánsamar að komast í
ferð með starfsliði Árnastofnun-
ar á söguslóðir á skosku eyjunum
og víðar. Þess var gaman að
minnast.
Eftir útför Jónu Kristjáns-
dóttur í janúar síðastliðnum, í
samkomubanni og einangrun,
héldum við Sigrún heim til henn-
ar á Vesturgötuna, þar sem við
tvær héldum erfi að okkar hætti
og minntumst vinkonu okkar. Úti
var kuldi og myrkur og þá var
notalegt að sitja inni í hlýjunni
við kertaljós og minnast þess
liðna og þess sem skiptir máli.
Aldrei bar skugga á samband
okkar Sigrúnar og vinátta okkar
þróaðist fallega fram á síðasta
dag.
Þakklát er ég fyrir kveðju-
stund okkar Sigrúnar, en tveim-
ur dögum áður en hún kvaddi
þennan heim náðum við að tengj-
ast og kveðjast og þakka hvor
annarri fyrir dýrmæta vináttu.
Það var ljúf og tregablandin
stund.
Skammt hefur verið stórra
högga á milli í gamla tryggða-
vinahópnum okkar, en á níu mán-
aða tímabili hafa þau Hörður
Bergmann, Jóna Kristjánsdóttir
og Sigrún Árnadóttir öll horfið
yfir móðuna miklu á þessum und-
arlegu tímum heimsfaraldurs og
náttúruhamfara. Maður reynir
að telja í sig kjark og þakkar fyr-
ir allt og allt.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Börnum og ástvinum Sigrúnar
sendi ég og fólkið mitt hugheilar
samúðarkveðjur.
Minning Sigrúnar Árnadóttur
lifir.
Rannveig Jónsdóttir.
Sigrún Árnadóttir
✝
Guðmundur
Ágúst Brynj-
ólfsson fæddist í
Hafnarfirði 18. júlí
1935. Hann lést á
heimili sínu, Aðal-
götu 5 í Keflavík, 6.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Guð-
mundsdóttir hús-
móðir, f. 14.2. 1914,
d. 18.12. 1993, og
Brynjólfur Brynj-
ólfsson frá Brekku á Ingjalds-
sandi, f. 22.2. 1909, d. 1.7. 1996.
Bræður hans eru Einar, f. 18.12.
1937, Birgir, f. 1.7. 1940, Árni, f.
11.1. 1945, og Sigurður, f. 19.3.
1948.
Eiginkona Guðmundar var
Ósk Sólrún Kristinsdóttir, f.
19.7. 1935, d. 18.8. 2016. For-
eldrar hennar voru Sæunn Jóns-
dóttir, f. 9.4. 1917, d. 31.5. 2009,
og Kristinn Stefánsson, f. 14.8.
1916, d. 6.8. 1967. Systkini henn-
ar eru Heiðar, f. 5.8. 1942, Þór-
unn, f. 11.4. 1947, Auður, f. 23.7.
1951, Guðbjörg, f. 1.9. 1953, d.
22.8. 1997, og Guðrún, f. 6.6.
1956.
Guðmundur og Ósk eignuðust
þrjú börn, þau eru: 1) Hildur, f.
1.10. 1958, d. 10.10. 2020, dóttir
hennar Sonja, f. 1982, dóttir
Sonju er Cassandra, f. 2000, bú-
settar í Bandaríkjunum. 2) Sig-
urjón, f. 31.12. 1959, maki hans
Þórdís. 3) Jóhanna, f. 25.10.
1962, búsett í Bandaríkjunum,
maki hennar er Bill Sells, börn
hennar eru Lilja Dögg, f. 1981,
Dagbjört Eva, f. 1990, og Alex-
inkonu hans fór að hraka fluttu
þau úr Höfnunum í íbúð á Aðal-
götu í Keflavík og bjó hann þar
þangað til hann lést.
Hildur Guðmundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1. október 1958.
Hún lést á heimili sínu í Flórída
10. október 2020.
Foreldrar hennar voru Ósk
Sólrún Kristinsdóttir, f. 19.7.
1940, d. 18.8. 2016, og Guð-
mundur Ágúst Brynjólfsson, f.
18.7. 1935, d. 6.9. 2020. Hildur
var elst þriggja systkina, hin eru
Sigurjón, f. 31.12. 1959, og Jó-
hanna, f. 25.10. 1962.
Hildur eignaðist eina dóttur,
Sonju Ósk, f. 22.12. 1982, og
dóttir hennar er Cassandra, f.
13.12. 2000. Báðar búsettar í
Bandaríkjunum.
Hildur útskrifaðist með við-
skiptapróf frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og var á tímabili
verktaki hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Hún var líka
lærð saumakona og saumaði
margt fallegt um ævina.
Hún fluttist til Bandaríkjanna
1994 og ferðaðist þar mikið um
og bjó meðal annars í Tennessee,
Monterey í Kaliforníu, Road Isl-
and, Washington DC og Flórída,
sem var hennar uppáhaldsstaður
og bjó hún þar þangað til hún
lést.
Hún átti stóran þátt í uppeldi
dótturdóttur sinnar Cassöndru,
sem var augasteinninn hennar.
Útför Guðmundar og Hildar
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag, 20. júlí 2021, klukk-
an 15.
ander Thor, f. 1998. Maki Lilju
er Ólafur Ingólfsson og eiga þau
þrjú börn; Elísabetu Dagmar, f.
2001, Hildi Ósk, f. 2006, og Vil-
helmínu Ágústu, f. 2011.
Guðmundur og Ósk kynntust
1956 og hófu búskap í Kópavogi
og Hafnarfirði. Þau fluttu síðan
að Bræðraborg í Höfnum, nú
Reykjanesbæ, sem var heimili
þeirra um árabil. Guðmundur
var lærður vélvirki og vann lengi
við það. Hann hóf vinnu hjá Ís-
lenskum aðalverktökum á Kefla-
víkurflugvelli fljótlega eftir
flutning út í Hafnir, og um tíma
vann hann fyrir ferðaþjónustu
Úlfars Jacobsen sem bílstjóri á
eldhúsbílnum og Ósk kona hans
var kokkur. Eftir það vann hann
við skrifstofustörf hjá varnar-
liðinu þar til hann fór á eftirlaun.
Guðmundur var virkur í
sveitarstjórnarmálum í Hafna-
hreppi og var í hreppsnefnd frá
1974 til 1994 og oddviti frá 1982
til 1986. Eins var hann í björg-
unarsveitinni Eldey og var for-
maður hennar í nokkur ár.
Eftir að heilsu Óskar eig-
Mig langar til að minnast
mágs míns Guðmundar og Hild-
ar dóttur hans og frænku minn-
ar í nokkrum orðum. Útför
þeirra fer fram í dag.
Guðmundi kynntist ég sem
barn þegar hann og Ósk Sólrún,
elsta systir mín, urðu kærustu-
par. Við áttum heima í húsinu
Skeifu í Blesugróf og Guðmund-
ur kom reglulega að sækja Ósk
sína, á nýbónuðum glæsilegum
bíl sem vakti athygli krakkanna
í nágrenninu því bílar voru þá á
fæstum heimilum. Ýmislegt var
þó að breytast, nýir tímar í tón-
list og tísku. Tónlistin var rokk
og tískan var gallabuxur, hring-
skorin pils og pinnahælar.
Gummi var mikill töffari með
dökkt liðað hár og Presley-
greiðslu og þau Ósk glæsilegt
par.
Svo fæddist fyrsta barn
þeirra, dóttirin Hildur, 1958.
Það er mér ógleymanleg stund
þegar þau komu heim í Skeifu
beint af spítalanum, ég stóð við
vögguna, sjö ára gömul og
horfði á litla barnið með mikla
svarta hárið. Fljótlega eignuð-
ust Ósk og Gummi soninn Sig-
urjón 1959 og síðan Jóhönnu
1962. Þegar börnin voru orðin
tvö var talið að ég gæti aðstoðað
Ósk systur með börnin eða snú-
ist smávegis á heimili þeirra í
Hafnarfirði sem mér fannst að
sjálfsögðu spennandi. Gummi
var við vinnu sína sem vélvirki
allan daginn og ekkert fæðing-
ar- eða feðraorlof komið í um-
ræðuna. Þegar fjölskyldan flutti
í Hafnir á Reykjanesi sá ég mik-
ið eftir þessari samveru með
börnunum sem ég hafði tengst
nánum vináttuböndum. Það voru
líka alltaf gleðistundir þegar
Ósk og Gummi komu í heimsókn
með barnahópinn til okkar í
Skeifu, Gummi oft með Jóhönnu
litlu á handlegg og hin skoppuðu
með. Hann tók fallegar myndir
og framkallaði sjálfur, bæði af
sínum börnum og fleirum í fjöl-
skyldunni. Þegar systkinin þrjú
voru komin vel á legg skipulagði
ég leikhúsferðir á barnaleikrit
með þeim og Gummi taldi ekki
eftir sér að skutlast með okkur
eftir þörfum.
Árin liðu, við tók nám og
störf, ég fylgdist nú meira úr
fjarlægð með systkinunum enda
búsett í öðrum landsfjórðungi.
Þegar farið var til Reykjavíkur
var gjarnan skroppið í Hafnir.
Sameiginlegt áhugamál manns-
ins míns, Svavars, og Gumma
voru bílar enda höfðu báðir ekið
rútubílum um landið.
Hildur útskrifaðist með við-
skiptapróf frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Hún vann á tímabili
á Keflavíkurflugvelli og skrif-
stofustörf urðu hennar starfs-
vettvangur alla tíð. Hún var líka
lærð saumakona og saumaði
margt fallegt um ævi sína. Hún
var kraftmikil og vinnusöm við
hvaðeina sem hún tók sér fyrir
hendur. Hildur eignaðist eina
dóttur, Sonju Ósk, dóttir hennar
er Cassandra.
Hildur fluttist til Bandaríkj-
anna 1994, þá 36 ára. Hún ferð-
aðist víða um Bandaríkin og bjó
í Tennessee, Monterey í Kali-
forníu, Rhode Island, Wash-
ington DC og Flórída sem var
hennar uppáhaldsstaður. Hún
bjó alltaf í nágrenni við barna-
barnið sitt Cassöndru sem var
hennar augasteinn og tók virkan
þátt í uppeldi hennar. Mér er
minnisstætt síðasta símtal mitt
við Hildi frænku mína, hún var
stödd á Íslandi um hávetur,
næst ætlaði hún að koma að
sumri til og við ákveðnar í að
hittast. Það símtal er góð minn-
ing um góða frænku.
Guð blessi minningu þeirra.
Auður B. Kristinsdóttir.
Guðmundur Brynjólfsson
og Hildur Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til
birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar