Morgunblaðið - 20.07.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú gleðst yfir því að öldurnar hef-
ur lægt og allir eru á eitt sáttir. Oft er
það svo að hlutir fara úrskeiðis af því að
einhver smáatriði eru óljós eða hafa ekki
verið könnuð.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er til þín horft um forystu í
ákveðnu máli. Nú er komið að þér að leita
eftir greiða hjá vini, sem þú hefur oft
hjálpað.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að sýna lipurð og sam-
starfsvilja til þess að fá aðra á þitt band.
Reyndu að deila völdunum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Áður en þú samþykkir einhverja
ákvörðun, skaltu komast að kostnaðinum.
Gefðu þér kost á að njóta lífsins og vera
líkt og barn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Sjálfstraust þitt er í miklum blóma
því starf þitt skilar þeim árangri sem þú
ætlaðir. Að skiptast á einhverju við systk-
in getur verið sérstaklega umbunandi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er eitt og annað sem þú hefur
látið sitja á hakanum að undanförnu.
Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða
annars staðar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Stundum liggja réttu svörin í augum
uppi, en stundum þarf að leita vandlega
til þess að finna réttu rökin til áfram-
halds.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú stendur á tímamótum og
ættir ekki að líta um öxl. Sýndu skoð-
unum annarra virðingu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ást er greinilega mikilvægur
þáttur í því að halda samböndum saman.
Nýttu þér meðbyrinn en mundu að skjótt
skipast veður í lofti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert í rómantískum hug-
leiðum og ættir að gera þér glaðan dag
með ástvini þínum. En þótt ævintýra-
mennskan sé freistandi er rétt að sýna
fyrirhyggju. Haltu þínu striki varðandi
önnur mál.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur mikla þörf fyrir að
flýja á vit dagdraumanna í dag.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Gerðu eitthvað til að gleðja vini
þína í dag. Reyndu að fara þér hægar og
klára þau verkefni, sem þú byrjar á.
þangað sækjum við í orkuna, kraftinn
og kyrrðina.“
Sigrún Edda hefur alla tíð haft
gaman að alls kyns félagsstörfum en
síðustu ár hefur hún lagt vinnu og
metnað í foreldrastarf og gegnt trún-
aðarstörfum á þeim vettvangi. „Það
má kannski segja að ég komi úr gras-
rót foreldrasamfélagsins.“ Hún hefur
verið bekkjarfulltrúi og gegnt for-
mennsku í foreldrafélagi Álftanes-
skóla samhliða því að vera formaður
og varaformaður Grunnstoða, sem
eru svæðasamtök og samráðsvett-
vangur foreldrafélaga í Garðabæ.
„Undanfarin ár hef ég setið í stjórn
Heimilis og skóla og er í dag formað-
Æskuheimili mitt á Suðureyri var
mjög gestkvæmt og ósjaldan var þar
fólk bæði í mat og gistingu, ráð-
herrar, þingmenn, frænkur og frænd-
ur sem og fjölmargir aðrir. Ég get
ekki annað en dáðst að móður minni
og hvernig hún náði að galdra fram
hverja veisluna á fætur annarri en
það er ekki eins og það hafi verið
hægt að hlaupa út í búð í hvert sinn er
óvænta gesti bar að garði.“
Sigrún Edda og Eyþór eiga lítið
hús fyrir vestan og hafa verið mjög
dugleg að fara vestur. „Þetta er okk-
ar Costa del Súgandi enda fimm tíma
akstur líkt og að fljúga til Spánar.
Vestfirðirnir hafa mikinn sjarma og
S
igrún Edda Eðvarðsdóttir
fæddist á Ísafirði 20. júlí
1971. Hún ólst upp á Suð-
ureyri við Súgandafjörð
og gekk í Grunnskóla Suð-
ureyrar. Fimmtán ára gömul fór hún í
Hérðaðsskólann í Reykholti í Borgar-
firði þar sem hún tók 9. bekkinn svo-
kallaða. „Mér er sérstaklega minnis-
stæð breytingin að koma úr litlu
sjávarþorpi þar sem undirlendi er lít-
ið yfir í stórt landbúnaðarhérað eins
og Borgarfjörð. Ég hafði alist upp við
að fá fisk flesta daga vikunnar en fékk
þar fisk einu sinni í viku og kjötmeti
alla aðra daga.“ Fyrstu tvö árin í
framhaldsskóla fór hún í Héraðsskól-
ann á Núpi í Dýrafirði 1987-1989 og
þaðan lá leiðin í Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki þar sem hún útskrifaðist
árið 1992. „Þá tók ég mér smá frí frá
námi, fór aftur vestur, kynntist mann-
inum mínum og síðan þegar ég ákvað
að halda áfram að mennta mig þá
fluttum við suður eins og oft vill verða
og höfum verið hér síðan.“ Sigrún
Edda lauk síðan námi í uppeldis- og
menntunarfræðum með félagsráðgjöf
sem aukagrein frá Háskóla Íslands
árið 1998 og MS-námi í mannauðs-
stjórnun árið 2009.
„Við Eyþór byrjuðum að búa á Suð-
ureyri fyrir tíma jarðganganna undir
Botns- og Breiðadalsheiði en Eyþór
stundaði sína vinnu á Ísafirði. Ég held
að hann hafi á þeim tíma prófað flesta
mögulega samgöngumáta hvort sem
það voru snjósleða- eða snjóbílaferðir
frá Botni, eða að bakka upp Botns-
heiðina á framhjóladrifsbíl eða fá far
með Fagranesinu eða Djúpbátnum til
Ísafjarðar. Yfir snjóþyngstu mánuð-
ina held ég að hann hafi sjaldnast náð
að mæta til vinnu á mánudegi en
komst þó nægilega tímanlega til að ná
að prenta Bæjarins bestu sem kom þá
út um miðja viku.“
Sigrún Edda segir það ómetanlegt
að hafa alist upp í litlu sjávarþorpi
eins og Suðureyri þó því hafi fylgt í þá
daga að þurfa að fara snemma að
heiman í nám og þá gjarnan í heima-
vistarskóla fjarri heimahögunum.
„Maður kom heim um jól og páska og
nýtti iðulega þann tíma sem og sumr-
in til að vinna sér inn pening fyrir
næsta skólaár.
ur samtakanna og hef verið frá árinu
2018. Samhliða þessu gegni ég einnig
formennsku í NOKO, sem eru sam-
tök foreldrafélaga á Norðurlöndum.
Skólamál eru mér mjög hugleikin
sem og samskipti og samstarf heimila
og skóla sömuleiðis.“
Þau hjónin settu í byrjun þessa árs
á laggirnar verksmiðju í Hafnarfirði
sem ber heitið Umbúðagerðin og þar
framleiða þau pappakassa eða um-
búðir úr bylgjupappa. „Engin slík
verksmiðja hefur verið starfandi hér-
lendis eftir að Kassagerð Reykjavík-
ur var og hét og bindum við vonir við
að geta þjónustað minni og meðalstór
fyrirtæki. Allir sem eru í framleiðslu
þurfa einhvers konar umbúðir eða
kassa, bæði til að verja sína vöru og
eins til að koma sínum vörum til og
frá. Við byrjuðum í janúar í þessum
rekstri sem ég stýri en samhliða eig-
um við og rekum annað fyrirtæki sem
heitir Prentmiðlun sem maðurinn
minn stofnaði og hefur rekið frá árinu
2008. Það fyrirtæki sér m.a. um að
þjónusta bóka- og tímaritaútgef-
endur um prentun en segja má að við
séum einn stærsti innflytjandi bóka-
og tímarita á landinu í dag.“
Sigrún Edda hefur starfað við
fræðslu, ráðningar og mannauðs-
tengd verkefni að stórum hluta á sín-
um starfsferli og starfaði m.a. hjá
Delta og síðar Actavis og hjá Sam-
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir framkvæmdastjóri Umbúðagerðarinnar – 50 ára
Fjölskyldan Útskrift Eðvarðs Þórs sem byggingarfræðings 2020. Fv.: Val-
gerður Eyja, Eyþór Páll, Sigrún Edda, Eðvarð Þór, Aníta Hlín og Bjarni Geir.
Okkar Costa del Súgandi
Foreldraverðlaun Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sigrún
Edda, formaður Heimilis og Skóla ásamt Eydísi Heiðu Njarðardóttur,
Oddnýju Sturludóttur og Kristínu Jónsdóttur, að afhenda verðlaunin 2020.
Hjónin Sigrún Edda og Eyþór Páll
að gera upp Costa del Súganda.
Til hamingju með daginn
50 ÁRA Árdís Hulda fæddist
á Egilsstöðum og ólst upp á
Brimnesi í Fáskrúðsfirði. „Ég
elst upp á sveitabæ og á þar
sex systkini og ég átti ynd-
islega æsku í sveitinni. Þegar
systkinin urðu sextán ára fóru
þau suður til að mennta sig. Ég
er yngst af okkur systkinunum
svo ég þekkti ekkert annað.
En ég átti mjög góðan stuðn-
ing í mínum foreldrum og
systkinum og þegar ég hugsa
til baka sé ég að ég varð bara
miklu sjálfstæðari fyrir vikið.“
Árdís fór í Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði og síðan í
hjúkrunarfræði við Háskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan
árið 1998. Þá var haft samband
við hana frá heimahögunum,
en það var verið að opna nýtt hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði og þar bráð-
vantaði hjúkrunarfræðing. „Ég fer þá austur, nýútskrifuð, og opna þetta
hjúkrunarheimili 1999 og er svo þar í níu ár.“ Þá var kominn tími til að breyta
til og hún fór í diplómanám í opinberri stjórnsýslu í heilbrigðisgeiranum og
er þá ráðin til Hrafnistu sem fræðslu- og gæðastjóri og árið 2013 varð hún
forstöðumaður Hrafnistu og hefur verið þar síðan. „Þetta var heilmikil
áskorun, en ég hafði góðan grunn úr fræðslu- og gæðastjórnuninni og svo
hafði ég gott bakland, enda samstarfsfólkið einstakt.“
Helstu áhugamál Árdísar Huldu eru útivist og síðan allt sem viðkemur
matreiðslu. „Við erum öll svona systkinin og ótrúlegt hvað hún mamma leyfði
okkur að stússa í eldhúsinu.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Árdísar Huldu er Birkir Benediktsson, sjó-
maður, f. 1974. Börn þeirra eru Jóhanna Sigríður, nemi í lögfræði, f. 1993;
Laufey Birna háskólanemi, f. 1998, og Guðmundur Örn, nemi í Mennta-
skólanum í Kópavogi, f. 2004. Síðan á hún tvö barnabörn, Matthildi Söru og
Mikael Mána. Á myndinni er Árdís í Þórsmörk núna í júlí.
Árdís Hulda Eiríksdóttir