Morgunblaðið - 20.07.2021, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021
Vináttulandsleikur karla
Barein – Argentína ............................. 32:27
- Aron Kristjánsson þjálfar Barein.
Vináttulandsleikur kvenna
Japan – Frakkland ............................... 20:41
$'-39,/*"
Vináttulandsleikur karla
Bandaríkin – Spánn.............................. 83:76
086&(9,/*"
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........... 18
Sauðárkrókur: Tindastóll – Fylkir .......... 18
Jáverkvöllur: Selfoss – Þór/KA ............... 18
Origo-völlur: Valur – Þróttur R ............... 20
HS Orkuvöllur: Keflavík – Stjarnan........ 20
2. deild kvenna:
Sindravellir: Sindri – Einherji ................. 18
Í KVÖLD!
Ljósmynd/Víkurfréttir/Jóhann
Mikilvægur Kwame Quee átti glæsilega innkomu fyrir Víkinga í Keflavík í
gærkvöldi og lagði upp jöfnunarmarkið skömmu eftir að hann kom inn á.
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík er aðeins
einu stigi frá toppliði Vals í Pepsi
Max-deild karla í fótbolta eftir
sterkan 2:1-sigur á Keflavík á úti-
velli í gærkvöldi. Keflavík var með
1:0-forystu eftir fyrri hálfleikinn en
Víkingar voru miklu sterkari í seinni
hálfleik og unnu verðskuldað. Vara-
menn Víkings áttu risastóran þátt í
sigrinum. Kwame Quee lagði upp
jöfnunarmarkið og Helgi Guð-
jónsson skoraði sigurmarkið. Vík-
ingur er nú með 26 stig, einu minna
en topplið Vals.
„Innkoma varamanna Víkinga
breytti öllu fyrir leik þeirra. Spilið
var fremur hægt framan af en með
innkomu Quees á hægri kantinn og
Adams Ægis Pálssonar á vinstri
kantinn færðist miklu meiri hraði í
leik gestanna. Keflvíkingar höfðu
varist fimlega þar til vængmennirnir
tveir komu inn á,“ skrifaði Gunnar
Egill Daníelsson m.a. um leikinn á
mbl.is.
_ Nikolaj Hansen skoraði sitt ell-
efta mark í deildinni í sumar og er
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mark Sævar Atli Magnússon fagnar tíunda marki sínu í deildinni á leiktíð-
inni fyrir framan súra Stjörnumenn í Breiðholtinu í gærkvöldi.
markahæstur. Hann hafði áður mest
skorað sex mörk á einu tímabili.
_ Halldór Smári Sigurðsson lék
sinn 150. leik í efstu deild með Vík-
ingi. Hann er leikjahæsti leikmað-
urinn í sögu félagsins.
Verðskuldað í Breiðholti
Leiknir úr Reykjavík vann verð-
skuldaðan 2:0-sigur á Stjörnunni á
heimavelli. Nýliðar Leiknis eru
komnir upp í sjötta sæti með 17 stig
og eru í ljómandi fínum málum.
Stjarnan er hins vegar aðeins þrem-
ur stigum fyrir ofan fallsæti og
áfram í basli.
„Það er erfitt að gera upp á milli
manna í Leiknisliðinu, þar sem sterk
liðsheild og baráttuandi skópu frem-
ur þægilegan heimasigur. Stjörnu-
menn þurfa hins vegar að leggjast
vel yfir það sem fór úrskeiðis í þess-
um leik og gera betur, ef ekki á illa
að fara í haust,“ skrifaði Stefán
Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á
mbl.is.
_ Sævar Atli Magnússon skoraði
sitt tíunda mark í sumar. Hann er
næstmarkahæstur á eftir áður-
nefndum Hansen.
_ Hjalti Sigurðsson skoraði sitt
fyrsta mark í efstu deild.
Einu stigi frá toppsætinu
- Endurkoma Víkinga í Keflavík - Leiknismenn sannfærandi gegn Stjörnunni
Rakel Sara Elvarsdóttir, hand-
knattleikskona hjá KA/Þór, var
valin í úrvalslið B-deildar Evr-
ópumóts U19 ára sem lauk um
helgina í Skopje. Íslenska liðið
hafnaði í fimmta sæti mótsins eftir
sigur á Norður-Makedóníu á sunnu-
dag. Í leikjunum fimm sem Ísland
lék var Rakel í tvígang valin besti
leikmaður íslenska liðsins. Rakel
skoraði 30 mörk á mótinu en Jó-
hanna Margrét Sigurðardóttir varð
markahæst með 31 mark. Ísland
vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli
og tapaði einum á mótinu.
Rakel valin í
lið mótsins
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyri Rakel Sara Elvarsdóttir
var valin í lið mótsins í Skopje.
Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosa-
son, leikmaður ÍA, meiddist á hendi
þegar hann og Orri Sigurður Óm-
arsson, leikmaður Vals, lentu í
árekstri í leik liðanna á Akranesi í
Pepsi Max-deildinni í fótbolta á laug-
ardaginn var. Hallur staðfesti í sam-
tali við Fótbolta.net í gær að tvö bein
hafi farið úr lið í handarbakinu og
annað hafi brotnað. Þurfti hann að
fara í aðgerð vegna meiðslanna og
er óvíst hve lengi Skagamaðurinn
verður frá. Hallur hefur alla tíð leik-
ið með ÍA. Hann á 90 leiki að baki í
efstu deild og 29 í 1. deild.
Tvö bein úr lið
og eitt brotið
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Hall
Meiddur Hallur Flosason lenti í
hörðum árekstri gegn Val.
LEIKNIR R. – STJARNAN 2:0
1:0 Sævar Atli Magnússon 6.
2:0 Hjalti Sigurðsson 27.
M
Sævar Atli Magnússon (Leikni)
Hjalti Sigurðsson (Leikni)
Máni Austmann Hilmarsson (Leikni)
Ósvald Jarl Traustason (Leikni)
Brynjar Hlöðversson (Leikni)
Emil Berger (Leikni)
Andrés Manga Escobar (Leikni)
Árni Elvar Árnason (Leikni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Eggert Aron Guðmundsson (Stjörn.)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 9.
Áhorfendur: 483.
KEFLAVÍK – VÍKINGUR R. 1:2
1:0 Sindri Þór Guðmundsson 23.
1:1 Nikolaj Hansen 58.
2:1 Helgi Guðjónsson 78.
M
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Atli Barkarson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
Kwame Quee (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 6.
Áhorfendur: Um 400.
_ Kanadíski íshokkímaðurinn Luke
Prokop verður fyrsti leikmaður NHL-
deildarinnar í íshokkíi sem hefur gefið
það út að hann sé samkynhneigður.
Prokop, sem er aðeins 18 ára gamall,
var valinn af Nashville Predators í ný-
liðavali deildarinnar fyrir komandi
tímabil.
_ Enska knattspyrnufélagið Arsenal
hefur staðfest kaup sín á belgíska
miðjumanninum Albert Sambi Lo-
konga. Hann kemur frá Anderlecht og
skrifar undir langtímasamning. Arsen-
al hefur ekki gefið upp kaupverðið en
það er sagt vera um 15 milljónir
punda.
_ Fjögur íslensk ungmenni eru á leið
til Finnlands til þátttöku í alþjóðlegu
móti í golfi, European Young Masters,
sem fer fram frá fimmtudegi til laug-
ardags. Það eru Helga Signý Páls-
dóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir
úr SR og Skúli Gunnar Ágústsson og
Veigar Heiðarsson úr GA. Keppt er á
Vierumäki-golfvellinum sem er í um
tveggja tíma akstursfjarlægð frá flug-
vellinum í Helsinki.
_ Spænski knattspyrnumaðurinn
Brahim Díaz verður hjá AC Milan
næstu tvö árin að láni frá Real Madrid
á Spáni. Díaz gekk ungur að árum til
liðs við Manchester City á Englandi en
Real keypti hann frá enska félaginu
fyrir tveimur árum og lánaði hann til
Milan fyrir síðustu leiktíð. Nú hefur
lánssamningurinn verið framlengdur
um tvö ár.
_ Enska B-deildarliðið Blackpool, sem
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grét-
arsson leikur með, ákvað
að blása tilvonandi vin-
áttuleik gegn Skot-
landsmeisturum
Rangers af eftir að
fjöldi kórónuveiru-
smita kom upp innan
herbúða liðsins.
Blackpool vann
sér sæti í B-
deildinni á
síðustu leik-
tíð eftir sig-
ur á Lin-
coln í
umspili á
Wembley.
Eitt
ogannað
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir að dregið var til 3. umferðar
Sambandsdeildar karla í fótbolta í
gær er útlit fyrir að Valsmenn eigi
mesta möguleika á að ná langt í
keppninni af íslensku liðunum
þremur, svo framarlega sem þeir
komast í gegnum aðra umferð
keppninnar.
Valsmanna bíður afar erfitt verk-
efni næstu tvo fimmtudagana þegar
þeir mæta öflugu liði Noregsmeist-
ara Bodö/Glimt, fyrst á Hlíðarenda
og síðan í Bodö.
En takist þeim að koma á óvart
og slá út Norðmennina bíður þeirra
viðráðanlegur andstæðingur í 3.
umferðinni fimmtudagana 5. og 12.
ágúst. Sigurliðið úr viðureign Vals
og Bodö/Glimt dróst í gær gegn
sigurvegaranum úr einvígi Pris-
htina frá Kósóvó og Connah’s Quay
Nomads frá Wales. Komi sú staða
upp ættu Valsmenn ágætismögu-
leika á að komast í umspilsleikina
um sæti í riðlakeppninni.
Leiðin er heldur erfiðari fyrir hin
tvö íslensku liðin en samt væri þar
um að ræða andstæðinga sem eru
svipaðir að styrkleika og mótherj-
arnir í 2. umferð.
FH mætir Rosenborg frá Noregi í
2. umferðinni en sigurliðið þar
dróst gegn Domzale frá Slóveníu
eða Honka Espoo frá Finnlandi.
Domzale vann Val 5:3 samanlagt í
Evrópudeildinni fyrir fjórum árum
og Honka vann ÍA 4:2 samanlagt
árið 2008.
Breiðablik leikur við Austria Vín
í 2. umferðinni en sigurliðið þar
dróst gegn Aberdeen frá Skotlandi
eða Häcken frá Svíþjóð. Með Häc-
ken leika tveir Íslendingar, Valgeir
Lunddal Friðriksson og Óskar Tór
Sverrisson.
Valur ætti góða möguleika í þriðju umferð
26 ÍÞRÓTTIR