Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 28

Morgunblaðið - 20.07.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Mjúkir og þægilegir fótlaga skór fyrir konur og karla frá spænska Bio inniskór Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð8.995 Stærðir 36-46 3 litir Streymisveitan Netflix hyggst nú færa enn frekar út kvíarnar og hefja gerð tölvuleikja. Hefur fyrr- verandi framkvæmdastjóri Electro- nic Arts Inc. og aðstoðarforstjóri Facebook, Mike Verdu, verið ráð- inn í verkið og mun hann leiða þró- un tölvuleikja. Er stefnt að því að bjóða upp á tölvuleiki á Netflix fyr- ir árslok 2022, að því er fram kem- ur í frétt Forbes um málið. Leikirnir verða í sérflokki á veit- unni og segir í fréttinni að Netflix stefni ekki að því að rukka auka- lega fyrir leikjaþjónustuna. Er það haft eftir heimildarmanni sem vill ekki láta nafns síns getið. Netflix hefur leitað leiða undan- farið til frekari vaxtar og þá sér- staklega á mörkuðum þar sem framboð er þegar mikið á streymis- veitum, t.d. í Bandaríkjunum. Hefur veitan m.a. aukið framboð á barnaefni og opnað vefverslun og hefur veitan enn allnokkurt forskot á keppinauta sína, Disney+ og HBO Max, en áskrifendum hefur þó fjölgað hægar en vonast var eftir. Segir í frétt Forbes að þetta sé ein djarfasta ákvörðun Netflix til þessa, að ráðast inn á leikjamark- aðinn. FyrrnefndurVerdu hefur m.a. unnið að vinsælum tölvu- leikjum á borð við Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars-leikina. Segir í fréttinni að Netflix muni á næstu mánuðum fjölga í leikja- hönnunarteymi sínu og að fyrir- tækið sé þegar farið að auglýsa eftir starfsfólki. AFP Veldi Netflix er vinsælasta streymisveita heims þegar kemur að sjónvarpsefni og kvik- myndum og ætlar nú að bjóða upp á tölvuleiki líka og stækka með því enn veldi sitt. Netflix sækir inn á leikjamarkaðinn Við viðgerðir á gömlum málverkum getur ýmislegt komið í ljós, til dæmis að sumum þyki konur ekki brosa nóg. Einhvern tím- ann á síðustu fjögur hundr- uð árum hefur einhverjum verið nóg boðið yfir alvar- leika sölustúlkunnar á mál- verkinu „Hollenski græn- metissalinn“ og ákveðið að gera bót þar á. Eftir tveggja ára vinnu hafa sérfræðingar hjá English Heritage, sam- tökum sem sjá um varð- veislu og viðgerðir á hinum ýmsu menningarverðmæt- um, varpað ljósi á upp- runalegt brosleysi kon- unnar og komið verkinu í upprunalegt horf eða því sem næst. Auk brossins hafði illa máluðum turni og grá- myglulegum himni verið bætt við ofan við myndina, einhvern tímann á 19. öld, líklega til þess að láta mál- verkið passa í ferningslaga ramma. Tekin var ákvörð- un um að fjarlægja þennan efsta hluta myndarinnar og er verkið því á ný orðið eins og listamaðurinn sjálfur hafði ætlað sér. Að sögn Alice Tate-Harte, sér- fræðings hjá English Heritage, var málverkið mjög skítugt og þakið gulu lakki, auk þess sem mikið hafði verið málað ofan í það, en nú hefur verkið verið hreinsað og þá getur á ný að líta hina björtu liti sem ein- kenna málverkið. Hingað til hefur lítið verið vitað um uppruna málverksins enda er það ómerkt. Rannsóknir í tengslum við endurbæturnar hafa hins vegar leitt í ljós að verkið er eldra en talið var áður, frá því fyrir hina hollensku gullöld og gæti því verið úr smiðju hins flæmska Joachims Beuckelaers sem var uppi á 16. öld. Hann var þekktur fyrir kyrralífsmyndir sem svipar til þessa málverks. Hollensk sölustúlka loksins laus við sparibrosið Bros Á efri myndinni sést hvernig verkið lítur úr eftir endurbæturnar. Sú neðri sýnir brosið. S káldsagan Ég á þetta barn (The Baby is Mine) eftir hina nígerísku Oyinkan Braithwaite er stutt og lag- góð skopsaga með myrkum undirtón sprottin úr heimsfaraldri. Bókin er eftir sama höfund og skrifaði Systir mín, raðmorðinginn (My Sister, the Serial Killer) sem hlaut afar góðar undirtektir og var tilnefnd til Women’s Prize for Fiction árið 2019. Sú kom út í íslenskri þýðingu Ara Blöndals Eggertssonar ári síðar og nú þýðir hann verk Braith- waite á ný. Í Ég á þetta barn segir frá ungum manni, Bambi að nafni, í nígerísku stórborginni Lagos sem er vísað á dyr af kærustu sinni í miðjum heimsfaraldrinum. Hann á ekki í nein hús að venda nema heimili frænda síns, sem er nýlátinn af völdum veir- unnar. Þar mæta honum kona frænd- ans, hjákona hans og kornabarn sem þær báðar segjast hafa alið og reynir hinn ungi maður að komast til botns í málinu. Heimsfaraldurinn setur vissulega svip sinn á frásögnina, strangt út- göngubann er í gildi í Lagos, og við tekur hálfsúrrealískt stofudrama. Hvernig útvegar maður sér móð- ernispróf þegar allar rannsóknar- stofur eru undirlagðar veirusýnum? Sagan er myrk og ýmislegt óhugn- anlegt virðist eiga sér stað í skjóli nætur en þó er furðu mikill léttleiki yfir frásögninni og húmorinn aldrei langt undan. Ég á þetta barn er endurvinnsla á sögu úr Fyrri konungsbók Gamla Testamentisins. Þar þarf Salómon nokkur einmitt að skera úr um hvor tveggja kvenna, sem báðar gera til- kall til kornabarns, sé raunveruleg móðir þess. Þetta er áhugaverð hugmynd sem í þessum nútímabúningi hefði mátt útfæra á ýmsa skemmtilega vegu. En höfundurinn missir af tækifærinu til að spyrja áleitinna spurninga um móðurhlutverkið og kryfja áhrif heimsfaraldurs á okkur mannfólkið. Skautað er af léttúð fram hjá ýmsum alvarlegum málefnum sem hægt hefði verið að takast á við af meiri varfærni. Í staðinn er áherslan á sögumann- inn, hinn unga Bambi, sem er óttaleg karlremba og er hvorki karlmönnum né kvenmönnum gerður sérstakur greiði með þeirri persónusköpun. Ekki eru kvenpersónurnar viðkunn- anlegri og þótt saga þeirra sé mun áhugaverðari en saga Bambi fá þær ekki mikið pláss. Vel hefði mátt draga fram áhugaverðari mynd af þessum konum, sem í fyrstu virðast óttaleg klækjakvendi. Þess má geta að sagan er gefin út í Bretlandi sem hluti af léttlestrarátaki nokkurs konar, sem ber heitið Quick Reads, og á að hvetja fólk, sem ann- ars les lítið sem ekkert, til lestrar. Bókin má eiga það að hún uppfyllir skilyrði sem slíkar bækur eiga að gera. Stuttir og hnitmiðaðir kaflar sem eru nógu spennandi til þess að hvetja mann til að fletta áfram og áfram þar til maður er allt í einu bú- inn með bókina. En situr eitthvað eft- ir að lestri loknum? Það sem var eftirminnilegt við fyrri bók hennar, Systir mín, raðmorðing- inn, var beittur húmor og kaldhæðinn og snarpur stíll. Undirrituð las þá bók á frummálinu og var hrifin. Það kom því á óvart hve flatur textinn reyndist í þessari sögu og gæti þýðingunni verið um að kenna. Það er synd ef það sem er svo einkennandi fyrir stíl Braithwaite hefur glatast í flatri þýð- ingu. Útgáfan hefði auk þess mátt við einum prófarkalestri til eða tveimur. Rithöfundur Stutt skáldsaga hinnar nígerísku Oinkan Braithwaite, Ég á þetta barn, er myrk en þó er furðu mikill léttleiki yfir frásögninni. Af karlrembum og klækjakvendum Skáldsaga Ég á þetta barn bbmnn Eftir Oyinkan Braithwaite. Ari Blöndal Eggertsson þýddi. Hringaná, 2021. Kilja, 75 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard er látinn, 86 ára að aldri. Hann lést í svefni eftir langvinn veikindi. Westergaard er þekktastur fyrir skopmyndir sínar af Múhameð spámanni sem birtar voru í danska dagblaðinu Jyllands-Posten árið 2005. Þær vöktu gríðar- lega reiði meðal múslima sem mótmæltu víða um heim. Í framhaldinu var Westergaard hótað lífláti og þurftu líf- verðir að gæta hans til æviloka. Westergaard starfaði hjá Jyllands-Posten frá 1983 til 2010, þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Hann lagði alla tíð áherslu á að teikningar hans væru ekki árás á múslima, heldur gagn- rýni á hryðjuverkamenn sem sæki trúarleg vopn sín í Kóraninn. Teiknarinn Kurt Westergaard látinn Kurt Westergaard

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.