Morgunblaðið - 20.07.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 20.07.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2021 Fransk-belgíska kvikmyndin Titane í leikstjórn Juliu Ducournau hlaut Gullpálmann um helgina, aðal- verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Um er að ræða aðra kvik- mynd Ducournau. Hún er áttundi Frakkinn sem hlýtur aðalverðlaun hátíðarinnar og aðeins önnur konan, en Jane Campion var fyrsta konan til að vinna Gullpálmann fyrir leik- stjórn sína á The Piano árið 1993. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee var formaður dómnefndar í ár. Hefð er fyrir því að tilkynna aðalverð- launin ekki fyrr en undir lok hátíðar- kvöldsins, en Lee misskildi frönsk fyrirmæli kynnis og tilkynnti aðal- verðlaunin í upphafi kvölds, sem olli ákveðinni ringulreið í salnum. Í þakkarræðu sinni sagði Ducournau að hana grunaði að Lee ætti stóran þátt í niðurstöðu dómnefndar. „Kvöldið hefur verið fullkomið vegna ófullkomleika síns,“ sagði Ducournau í ræðu sinni. Titane er um margt óvenjuleg mynd og hefur hreint ekki fallið öll- um gagnrýnendum í geð þar sem hún þykir innihalda fágæta blöndu af kynlífi, ofbeldi og húmor. Myndin fjallar um stúlkuna Alexiu sem fær grædda í sig títanplötu eftir bílslys sem leiðir til þess að hún heillast í framhaldinu kynferðislega af bílum og verður á fullorðinsárum meðal annars ólétt eftir Cadillac-bifreið. Alexia, sem Agathe Rousselle leikur á fullorðinsárum, býr yfir ómældri drápsfýsn með tilheyrandi ofbeldi. Af öðrum verðlaunum kvöldsins má nefna að norska leikkonan Renate Reinsve var verðlaunuð sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Verdens verste menneske í leikstjórn Joac- hims Triers og bandaríski leikarinn Caleb Landry Jones þótti besti leik- arinn í aðalhlutverki í kvikmyndinni Nitram í leikstjórn Justins Kurzels. Leikstjórinn Tang Yi frá Hong Kong var verðlaunuð fyrir stutt- mynd sína Tian xia wu ya. Brasilísk- -íslenska stuttmyndin Céu de Agosto (Ágústhiminn) hlaut sér- staka viðurkenningu dómnefndar, sem aðeins er veitt þegar mjótt er á munum milli tveggja mynda. Höf- undur og leikstjóri er Jasmin Tenucci, Kári Úlfsson framleiðir og Brúsi Ólason klippti. Íslenska kvik- myndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar var verðlaunuð fyrir frumleika, en hún keppti í Un Cert- ain Regard-flokki hátíðarinnar. Dýr- ið verður frumsýnt hérlendis í sept- ember. Titane hlaut Gullpálmann í ár - Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar og stuttmyndin Ágústhiminn sem Kári Úlfsson framleiðir voru báðar verðlaunaðar - Spike Lee tilkynnti of snemma um aðalverðlaunin Dýrið Sara Nassim framleiðandi, Valdimar Jóhannsson leik- stjóri, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi og Elo Arenson kvik- myndatökumaður voru að vonum ánægð með viðurkenninguna. Best/Verst Norska leikkonan Renate Reinsve var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmynd- inni Verdens verste menneske í leikstjórn Joachims Triers. Næturævintýri Leikstjórinn Tang Yi frá Hong Kong var verðlaunuð fyrir stuttmynd sína Tian xia wu ya sem fjallar um næturævintýri 18 ára stúlku í heimi hinna fullorðnu. AFP Gleði Franski leikstjórinn Julia Ducournau sem leikstýrði verðlaunamyndinni Titane á sviðinu á lokakvöldi 74. kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Með henni eru bandaríska leikkonan Sharon Stone, frönsku leikararnir Vincent Lindon og Agathe Rousselle og bandaríski leikstjórinn Spike Lee, sem var formaður dómnefndarinnar í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.