Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í vikunni að bjóða út fram- kvæmdir við endurnýjun gervi- grasvalla knattspyrnufélaganna Vals og Þróttar. Fram kemur í greinargerð um- hverfis- og skipulagssviðs að um sé að ræða endurnýjun á gervigrasi á keppnisvelli Vals á Hlíðarenda samkvæmt samkomulagi Knatt- spyrnufélagsins Vals og Reykjavík- urborgar sem samþykkt var í borg- arráði 4. júní 2015. Núverandi gervigras var tekið í notkun í októ- ber 2016 og fyrirséð að það upp- fylli ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt samkomulaginu um úttektir á næsta keppnistímabili. Ekki þarf að endurnýja fjöðr- unarlagið sem er undir gervigras- inu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 80 milljónir króna. Þá kemur fram í greinargerðinni að boðnar verði út framkvæmdir við nýja gervigrasvelli í Laugardal ásamt endurbótum á aðalvelli Knattspyrnufélagsins Þróttar. Þær eru í samræmi við samkomulag um flýtingu framkvæmda við gervi- grasvelli fyrir Þrótt sem samþykkt var í borgarráði 3. júní síðastlið- inn. Kostnaðaráætlun er 830 millj- ónir króna. Um er að ræða gerð knattspyrnuæfingasvæðis með tveimur gervigrasvöllum austan Laugardalsvallar (áður Valbjarn- arvallar). Vellirnir verða upphit- aðir og heimilt er að koma fyrir ljósamöstrum með LED-lýsingu. Gert er ráð fyrir að nýir vellir verði tilbúnir til notkunar í lok maí 2022. Þá verður einnig farið í end- urbætur á aðalkeppnisvelli Þróttar og gervigras endurnýjað. Gert er ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki haustið 2022. sisi@mbl.is Valur og Þróttur fá nýtt gervigras - Heildarkostnaður tæpur milljarður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Endurnýja þarf gervi- gras sem tekið var í notkun 2016. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Landmælingar Íslands, ásamt stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, halda utan um skráningu örnefna á Íslandi. Landmælingar hafa að undanförnu staðið fyrir nám- skeiðum sem hafa verið haldin úti um land allt en á námskeiðunum er farið yfir örnefnaskráningu og hvernig henni skuli háttað. Hafa þau verið vel sótt. Eydís Líndal Finnbogadóttir, for- stjóri Landmælinga Íslands, segir nauðsynlegt að fá aðstoð almennings við skráningu örnefna. „Aðstoð almennings er algjörlega nauðsynleg. Við styðjumst við ör- nefnalýsingar en til að staðsetja ná- kvæmlega og fanga þau örnefni sem ekki eru í lýsingunum þá er nauð- synlegt að heimafólk eða mjög stað- kunnugir aðstoði okkur. Þetta er það fólk sem við erum að reyna að ná í skottið á og vera í samstarfi við.“ Átthagafélög dugleg Eydís segir átthagafélög víða um land oft dugleg við skrásetningu, og Landmælingar leitist því eftir því að komast í slíkar skráningar og færa þær rafrænt inn í sameiginlegan gagnagrunn. Spurð hvort allir geti skráð ný örnefni segir Eydís: „Við þurfum að vita tengingu við- komandi við svæðið, ef hún er nægi- leg þá fær viðkomandi heimild hjá okkur til að skrá í gagnagrunninn.“ Hún bendir einnig á að engin heil- ög sannindi séu í því hvar örnefni byrja og enda, þau reyni þó að sann- reyna og vanda til verka. Hún segir einnig skráningu örnefna vera mik- ilvægt skref í varðveislu menningar- arfs þjóðarinnar. „Saga þjóðarinnar er að vissu leyti skráð með örnefnum en þau hafa að mestu varðveist í munnmælum og við erum að reyna að safna saman öðrum sem eru á vit- orði fólks, en ekki skráð.“ Eydís segir þó engin nýmæli í þessu, hún hafi lesið grein frá alda- mótunum 1900 sem fjallaði um ein- mitt þetta, að örnefnin væru í hættu á að glatast úr málinu, vegna þess að þau væru bara varðveitt í munn- mælum. Þá munu Landmælingar Ís- lands og Árnastofnun leggja af stað í landsátak í þessum efnum nú í haust. „Landsátakið um staðsetningu ör- nefna er í undirbúningi en þar mun- um við hvetja landsmenn til að að- stoða okkur og saman reyna að staðsetja þá hálfu milljón örnefna sem þekkt eru á Íslandi í örnefnalýs- ingum,“ segir Eydís að endingu. Námskeið um skráningu örnefna vel sótt - Aðstoð almennings nauðsynleg, seg- ir forstjóri Landmælinga Íslands Morgunblaðið/Einar Falur Geldingadalir Eldgosið á Reykja- nesskaga kallar á ný örnefni. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Stefnt er að því eftir helgina að halda fund með íbúum í Varmahlíð í Skagafirði vegna aurskriðunnar sem féll þar á þrjú hús við Laugaveg fyrir um þremur vikum. Hreinsunarstarf hefur staðið yfir og orsaka skriðunnar leitað. Verk- taki hefur unnið við að hlaða grjót- garð í brekkunni fyrir ofan húsin, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en samkvæmt upplýsingum blaðsins fannst við hreinsunarstörf- in önnur vatnsuppspretta í hlíðinni. „Við vorum að fara að drena brekkuna þegar þetta gerðist og það er akkúrat það sem er verið að gera á svæðinu í dag. Við vissum ekki af þessum lindum eða uppsprettum þarna,“ segir Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjár- málasviðs Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, við Morgunblaðið. Talsvert tjón varð á húsunum eft- ir skriðuna og uggur í íbúum. Fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að upplýsingafundi, þar sem fara átti yfir stöðu mála með íbúum Varmahlíðar, hefði verið slegið á frest. Verið að fara yfir gögn Margeir segir að aldrei hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær fundurinn færi fram. „Það var aldrei búið að dagsetja þennan íbúafund. Vegna sumarleyfa hefur ekki verið hægt að koma sam- an. Svo þarf að fara yfir gögnin sem við erum komin með og hvað þarf að gera. Menn vilja halda fund þar sem hægt er að svara fólkinu almenni- lega en ekki hlaupa upp til handa og fóta of fljótt,“ segir hann. Að sögn Margeirs er stefnt að því að halda fundinn eftir helgina. „Sveitarfélagið er alveg á tánum og vill laga þetta sem allra fyrst. Þetta er erfiður tími í framkvæmd- um og öðru. Þetta er eitthvað sem menn áttu ekki von á.“ Létu vita af sprungu í mars Íbúar á svæðinu létu sveitarfélag- ið vita í mars sl. að sprunga hefði myndast í brekkunni milli Norður- brúnar og Laugavegar. „Fólk var búið að lýsa yfir áhyggjum af því að brekkan myndi skríða fram. Þá var hins vegar ekki talið ráðlegt að gera nokkuð í mál- inu fyrr en frost væri komið úr jörðu og svæðið orðið þurrara. Svo bara fellur skriðan daginn sem við vorum komin með öll tækin í fram- kvæmdirnar. Ótrúleg tilviljun,“ seg- ir Margeir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Varmahlíð Unnið hefur verið að því að hlaða grjótgarð fyrir ofan húsin sem aurskriðan féll á nýverið. Reynt að verjast vatni í brekkunni - Stefnt að íbúafundi um aurskriður í Varmahlíð eftir helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.