Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
40 ÁRA Álfheiður
Ágústsdóttir fæddist 24.
júlí 1981 í Stykkishólmi
en ólst upp í Grund-
arfirði. „Það var dásam-
legt að alast þar upp og
ég var þar alla mína
æsku. Hún fór í fjöl-
brautaskóla á Selfossi og
var í eitt ár og ákvað svo
að fara að ferðast og bjó
á Ítalíu og ferðaðist víðar
um Evrópu. Svo kom hún
heim að vinna og fór ekk-
ert aftur í nám fyrr en
hún eignaðist fyrsta
barnið.
Álfheiður byrjaði að
vinna hjá Elkem um leið og hún byrjaði í námi við Háskólann á Bifröst.
Hún lauk frumgreinadeild frá Bifröst og lauk BS-prófi í viðskiptafræðum
árið 2010. Eftir það lá leiðin í meistaranámi í reikningsskilum og endur-
skoðun við Háskóla Íslands.
„Ég byrjaði sem sumarstarfsmaður á hjá Elkem á sama tíma og ég hóf
nám á Bifröst og hóf svo störf inn á fjármálasviði að því loknu og tók við
sem fjármálastjóri árið 2016. Síðan fór hún í meistaranám á Bifröst í for-
ystu og stjórnun og í september 2020 tók hún við sem forstjóri fyrir-
tækisins. „Þetta gerðist allt svolítið eðlilega, en var auðvitað breyting. En
ég þekki fyrirtækið mjög vel og það er frábær hópur sem vinnur með mér.
Álfheiður segir að áhugamálin mótist svolítið af starfinu því hún hafi svo
gaman af vinnunni. En þegar hún er í fríi vill hún njóta tímans með fjöl-
skyldunni og fólkinu sínu.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Álfheiðar er Jóhann Steinar Guðmundsson
rafvirki, f. 19.3. 1982, og þau eiga börnin Guðmund Má, f. 2003; Elísabetu
Maríu, f. 2005, og Agnesi Önnu, f. 2014. Foreldrar Álfheiðar eru Anna
María Reynisdóttir fjármálastjóri, f. 1965, og Ágúst Jónsson, útgerð-
armaður og rafvirki, f. 1960. Þau búa í Grundarfirði.
Álfheiður Ágústsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Passaðu þig á því að einblína ekki
svo mikið á praktíska hluti, að þú missir
sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu.
Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á
hlutunum og það ber líka að virða.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ef þú lokar á allt og alla mun lífið
vera ein flatneskja. Leggðu áherslu á að
þér líði sem best og þeim sem í kringum
þig eru.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þér verður hrósað mikið fyrir ár-
angur þinn í starfi og átt það svo fyllilega
skilið.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft ekki að gera eitthvað
áberandi eða meiri háttar til að falla í kram-
ið. Njóttu jákvæðni þinnar meðan hún varir
og reyndu að hitta alla sem þér er annt um
í dag.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Stundum verður bara að kýla á hlut-
ina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kom-
inn.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Búðu þig undir eitthvað óvænt á
heimilinu eða í fjölskyldunni. Heppni og já-
kvæðar aðstæður virðast fyrir hendi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Dagurinn hentar vel til fjármála- og
samningaviðræðna. Líkast til ertu í svo
miklu jafnvægi í dag að að þér er það lífsins
ómögulegt að móðga einn né neinn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ef þú ætlar að koma einhverju
í verk í dag þarftu að forðast alla truflun.
Farðu út og njóttu þess sem lífið hefur upp
á að bjóða og einhvers sem gefur sanna
lífsfyllingu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Einbeittu þér að því að reyna
að sjá fyrir sem flesta hluti varðandi verk-
efni þitt. Haltu þínu striki þrátt fyrir óþæg-
indi, efasemdir og eigin takmarkanir.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það þýðir ekkert að sitja með
hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri
hlutina fyrir mann. Mörgu má nefnilega
breyta með lítilli fyrirhöfn.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Taktu ekki neinar meiri háttar
ákvarðanir í fjármálum í dag; þær geta beð-
ið til morguns.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þær hindranir sem verða á vegi þín-
um eru til þess fallnar að sigrast á þeim en
ekki til þess að stöðvast við.
Kristinn Jón er trúaður maður og
syngur ásamt Þorbjörgu konu sinni í
kirkjukór Ingjaldshólskirkju og er í
sóknarnefndinni. „Foreldrar mínir
önnuðust alltaf kirkjuna sem er á
Ingjaldshóli milli Hellissands og
Rifs. Þetta er mjög gömul og falleg
kirkja, stendur hátt og hún er okkar
sóknarkirkja. Pabbi var sóknar-
maður í fleiri ár og ég hef eflaust
tekið þetta upp eftir honum.“
Þegar Jón á Hamri hætti á sjón-
um 1994 stofnaði hann með fjöl-
skyldunni fiskvinnsluna Sjávariðj-
una Rif hf., sem er tæknivædd
með 250 tonna bát sem heitir nú
Hamar, og á ég þennan bát enn.“
Nonni hefur alltaf verið áhuga-
maður um málefni sinnar byggðar.
„Ég var í sveitarstjórn Neshrepps
utan Ennis í 16 ár, en ég hef alltaf
viljað gera eitthvað fyrir mína
byggð.“ Síðan er hann félagi í Lions-
klúbbi Nesþinga. „Ég var einn af
stofnfélögum klúbbsins 1971. Nú eru
23 félagar og við höfum verið að gera
góða hluti hérna fyrir samfélagið.“
Einnig var hann í stjórn Útvegs-
mannafélags Snæfellsness og for-
maður þess um tíma.
K
ristinn Jón Frið-
þjófsson fæddist 24.
júlí 1941 á Rifi á Snæ-
fellsnesi. „Á þessum
tíma var Rif af-
skekktur sveitabær og í eina húsinu
á Rifi fæddist ég.“ Kristinn Jón, sem
oftast er kallaður Jón eða Nonni,
ólst upp við almenn sveitastörf, en
fjölskyldan var með kýr, kindur og
hesta. „Hérna á Rifi var eitt stærsta
kríuvarp landsins í landi föður míns
og hann vaktaði kríuna alltaf og
hugsaði um hana.“
Þegar svokölluð landshafnarlög
voru samþykkt á Alþingi urðu mikl-
ar breytingar á Rifi, en þar var
ákveðið að byggja eina af þremur
höfnum sem byggðar voru á lands-
byggðinni. Þá var Jón tíu ára og man
spenninginn yfir því að sveitin fyllt-
ist allt í einu af fólki. „Hér komu
vinnuflokkar og fóru að búa til garða
og byggja upp aðstöðu. Það hafði
engin höfn verið hérna á utanverðu
Snæfellsnesinu, svo þetta voru
gífurleg viðbrigði. Það er þó ekki
fyrr en 1956 sem það er raunveru-
lega hægt að lenda hérna með báta.“
Árið 1958 er kominn þorpsbragur
á Rif og fleiri íbúðarhús að rísa. „Ég
fór að vinna við hafnargerðina sem
unglingur, en það þótti sjálfsagt að
hjálpa til eftir skólann. Þá gekk ég í
Grunnskóla Hellissands og maður
gekk 3,5 kílómetra á morgnana í
skólann og svo aftur heim. Einn vet-
urinn bjó ég samt hjá systur minni
sem hafði flutt út á Hellissand, en
fór heim um helgar.“ Hann var far-
inn að stunda sjóinn 16 ára gamall
og tók þátt í kaupum á 56 tonna bát
með föður sínum og bróður. „Maður
var nú sjóveikur svona fyrst, en það
vandist af manni. Pabbi hvatti okkur
og sagði: „Nú er ríkið að byggja höfn
fyrir okkur hérna á Rifi og þið fáið
ykkur bát og farið að fiska hérna.“
Þegar Kristinn Jón var rétt rúm-
lega tvítugur fór hann í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík og bjó hjá
skyldmennum í bænum. Hann lauk
prófi 1964 og þá hófst skipstjórafer-
ill hans á þessum 56 tonna bát eftir
Sjómannaskólann. „Ég gifti mig um
vorið þegar ég kom úr skólanum og
hóf síðan mína eigin útgerð árið 1974
þegar við keyptum útgerðarfélag
fiskvinnsla í dag. „Það var ónotað
hús hérna sem hafði farið í gjaldþrot
nokkrum árum áður og við keyptum
það og settum það í vinnslu. Tveir
synir mínir hafa tekið við keflinu síð-
ustu árin og dóttir mín starfaði með
okkur um árabil. Við erum með tvo
báta núna en vorum með fleiri á
tímabili.“
Nonni hefur brennandi áhuga á
öllu sem við kemur sjávarútveg-
inum. „Ég var stuðningsmaður setn-
ingar kvótakerfisins til að koma í
veg fyrir ofveiði á fiskistofnunum.
Það sem hefur gerst er að stóru að-
ilarnir eru að kaupa upp alla einyrkj-
ana, sem eiga nú undir högg að
sækja. Það þarf að passa að þetta
verði ekki fákeppnismarkaður.“
Nonni hefur gaman af því að
ferðast og segir að gamli hópurinn
hans úr Sjómannaskólanum hittist
árlega einhvers staðar á landinu í
endaðan júní. „Þetta er gífurlega
skemmtilegur hópur og við höfum
líka farið utan og siglt með skemmti-
ferðarskipum, en það er aðeins farið
að heltast úr lestinni, enda við orðnir
gamlir menn.“
Þá hefur hann gaman af tónlist-
inni, en fór ekki í kirkjukórinn fyrr
en hann hætti á sjónum. „Fyrst og
fremst hef ég áhuga á uppgangi og
velgengni Rifs. En svo hef ég líka
mjög gaman af gömlum bátum og
traktorum. Ég á enn þá fyrsta trak-
torinn sem kom til Rifs, Farmal,
Kristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður – 80 ára
Skipstjórinn Kristinn Jón í brúnni á skipi
sínu Hamri sem hefur reynst honum vel.
„Þið fáið ykkur bát og farið að fiska“
Fjölskyldan Það er fjör þegar fjölskyldan hittist. F.v.: Kristjana, Halldór,
Bergþóra, Alexander, Kristinn Jón, Þorbjörg eiginkona hans og Erla.
Gaman með afa Nonni með barnabörn í Farmal-traktor, módeli
44, sem var fyrsti traktorinn sem kom á Rif og hann gerði upp.
Til hamingju með daginn
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12