Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 40
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennur frá GRÖVIK VERK í Noregi Einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Söngkonan Stína Ágústs- dóttir kemur fram á sjöttu tónleikum sum- ardjasstón- leikaraðar veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag, laugardag, kl. 15. Með henni leika Sigurður Flosason á saxó- fón, Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þau flytja fjölbreytta efnisskrá, meðal ann- ars lög af plötunni Jazz á íslensku sem Stína gaf úr fyr- ir nokkurm árum við góðan orðstír. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu milli kl. 15 og 17. Að- gangur er ókeypis. Stína syngur á Jómfrúnni í dag Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hjólreiðafólki og öðrum ferðalöng- um hefur opnast aðgengilegur heim- ur á Arnarvatnsheiði með brú á Norðlingafljóti, en hún gerir ferðir um þúsundvatnaland heiðarinnar flestum mögulegar. Heiðin er svæð- ið milli Borgarfjarðardala og fremstu byggða í Húnaþingi vestra, en frá Kalmanstungu í Borgarfirði norður í Miðfjörð eru um 80 km. „Þetta er tilvalin hjólaleið,“ segir Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur sem Morgunblaðið tók tali í heið- arferð. Þarna var Arnþór við þriðja mann: förunautar hans voru Gunnar Hersveinn heimspekingur og Ólafur Samúelsson læknir. Undirlagið er mjúkt Félagarnir þrír lögðu á heiðina úr Borgarfirði og hjóluðu sem leið lá að Réttarvatni, en þar má velja hvort haldið er niður í Miðfjörð eða um slóðann um Stórasand norðan Lang- jökuls inn á Kjalveg. Við Réttarvatn höfðust þremenn- ingarnir við í tjaldi fyrri nóttina í ferðalaginu en þá síðari við Arnar- vatn litla. Köstuðu fyrir fiski en auð- vitað þarf að vera með stöng með sér á svæði þar sem allt er þakið í vötn- um. Þriðja daginn renndu þeir aftur í Húsafell. „Landið hækkar eftir því sem inn- ar dregur, en þó tiltölulega jafnt svo maður finnur lítið fyrir að hjólað sé upp í mót,“ segir Arnþór. „Á sunn- anverðri leiðinni liggur vegslóðinn stundum sanda eða leirkenndan jarðveg, svo undirlagið er mjúkt.“ Reiðhjólið kemst alla leið Félagarnir Arnþór og Gunnar Hersveinn hafa farið tveir - eða með fleirum - í hjólreiðaferðir á hálend- inu árlega sl. 20 ár, til dæmis Kjal- veg hinn forna, Syðra-Fjallabak og Vesturgötu milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem liggur um hamra og í fjörugrjóti. „Gott fjallahjól dugar í raun hvert sem halda skal hér innanlands, aðal- atriðið er að vera á góðum dekkjum. Raunar eru reiðhjól skemmtilegur farkostur í óbyggðum. Á Arnar- vatnsheiði fórum við til dæmis að vötnum sem eru torleiði fyrir jeppa, en reiðhjólið kemst alla leið,“ segir Gunnar Hersveinn og bætir við: „Arnarvatnsheiðin er grösug á köfl- um og heillandi. Af ásum og hæðum er víðsýnt til jökla og gott að skipta út ys og þys borgarinnar. Klukkan gleymist og vitundin hvílist.“ Umferðin hefur aukist Sagt er að þrennt sé óteljandi á Íslandi, það eru Breiðafjarðareyjar, Vatnsdalshólar og vötnin á Arnar- vatnsheiði. Sú lýsing skapar dulúð- legri heiðinni aðdráttarafl, en þar voru allmargir á ferð þegar blaða- maður fór um svæðið síðustu helgi. Sumir voru til dæmis á veiðum í fag- urbláum fjallavötnum. „Umferð hér hefur aukist veru- lega eftir að Norðlingafljót var brú- að,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, veiðivörður við Arnarvatn stóra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólreiðamenn Frá vinstri Arnþór Gunnarsson, Gunnar Hersveinn og Ólafur Samúelsson á Arnarvatnsheiði. Fóru á reiðhjóli um land vatnanna óteljandi - Greið leið um Arnarvatnsheiði - Kyrrðin er í óbyggðum MFerðalag fram »14 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er sérstaklega ánægður með spilamennsku minna manna. Hún var virkilega góð og auðvitað gleðilegt að úrslitin hafi fylgt með,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið. Lærisveinar hans náðu góðum úrslitum í fyrri leik liðs- ins við Austria Vín í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta þegar liðin gerðu 1:1-jafntefli í Austurríki á fimmtudaginn var. Spilamennska Breiðabliks vakti at- hygli en liðið spilaði skemmtilegan sóknarbolta og var mun meira með boltann en austurríska liðið. »32 Spilamennskan virkilega góð ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.