Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Kyrrð Pollurinn á Ísafirði var á dögunum spegilsléttur og leyndardómsfull þoka var all-
umlykjandi litla skútu sem lá fyrir akkerum á Pollinum. Gæti verið úr góðri hrollvekju.
Ari Páll Karlsson
Þann 4. ágúst 2019 sendi ég kvört-
un til heimsminjaskrár UNESCO
með þeirri ábendingu, að ástæða
væri til að taka hinn friðlýsta þjóð-
garð á Þingvöllum af heimsminja-
skránni vegna froskköfunarstarf-
seminnar sem þar hefur verið rekin í
mörg ár í gjánni Silfru í hjarta þjóð-
garðsins. Falli þessi starfsemi á eng-
an hátt að náttúruverndarsjónar-
miðum heimsminjaskrárinnar eða
friðhelgi Þingvalla, þessum helgasta
stað okkar Íslendinga.
Með 15 blaðsíðna bréfi dags. 20. desember 2019
til UNESCO rekur Þingvallanefnd sjónarmið sín,
hvers vegna hún telur þessa froskköfunar-
starfsemi í Silfru eiga fullan rétt á sér. Það sem
vekur furðu mína við lestur þessa svarbréfs er
áherslan sem lögð er á yfirgripsmikla lýsingu
fram og aftur á sjálfri köfunarstarfsseminni í
Silfru og rekstrarforsendum hennar. Mikill þungi
er lagður á það, hver séu sjálfbærni gjárinnar og
virkni og hver séu svokölluð þolmörk hennar, þ.e
að troða megi allt að 76 þúsund froskköfurum í
gjána á ársgrundvelli, án þess að hver þvælist fyr-
ir öðrum. Hafi ein verkfræðistofan tekið saman 69
bls. skýrslu um þetta og þar með var náttúruvernd
Þingvalla, helgi Þingvalla og friðun Silfru af-
greidd. Á hinn bóginn er rökstuðningurinn fyrir
náttúruverndarsjónarmiðum af einhverjum
ástæðum aðeins nokkrar línur og virðist óspillt
náttúra og friðhelgi Þingvalla og þýðing þess fyrir
þjóðina vera algert aukaatriði í svari Þingvalla-
nefndar. Hvað t.d. varðar hina hrikalegu sjón-
mengun af froskköfurunum við og í Silfru og öllu
því sem þeim tilheyrir á athafnasvæði þeirra við
Silfru, þá er bent á að séð ofan af Hakinu sjáist lít-
ið í umfang köfunarstarfseminnar. Væntanlega þá
minna og minna eftir því sem fjarlægðin verður
meiri og meiri og örugglega þá engin sjónmengun
séð ofan af Ármannsfelli.
Hér vil ég nefna í þessu sambandi, að á bls. 29 í
bæklingnum um stefnumótun þjóðgarðsins á
Þingvöllum segir m.a. orðrétt: „Öll starfsemi er í
samræmi við markmið um verndun, sjálfbærni og
virðingu staðarins.“ Hvað froskköfunar-
starfsemina í Silfru snertir, þá eru þessi orð
hræsni í mínum huga og með öllu fjarri raunveru-
leikanum, eins og allir geta séð með eigin augum,
hvað þá heldur að þessi starfsemi falli að „vernd-
armarkmiðum þjóðgarðsins“. Því miður hefur ver-
ið lögð allt of mikil áhersla á það, að sjá gestum
þjóðgarðsins fyrir afþreyingu, þ.e.a.s þeim sem
gefa lítið fyrir að njóta óspilltrar náttúru Þingvalla
og að skynja um leið sögu og helgi staðarins. Held-
ur hafa þessir aðilar kosið frekar að leika sér
þarna í miðjum þjóðgarðinum í froskkarafabún-
ingi, þar sem um 80% þeirra eru ein-
göngu að svamla, „snorkla“, í yfir-
borði gjárinnar líkt og um
útisundlaug væri að ræða.
Hér má einnig nefna að af hálfu
heimsminjaskrár UNESCO var gerð
sú krafa að sumarbústaðir næst Val-
höll yrðu rifnir eða fjarlægðir. Hefur
nýlega komið fram að Þingvalla-
nefnd hefur ekki í hyggju að verða
við þessu varðandi keyptan bústað
næst Valhallarreitnum, heldur á
hann standa áfram til að gefa fræði-
mönnum og listamönnum kost á að
leigja hann. Maður spyr sig, hvort
það eigi að vera ígildi brottrifs. Þetta er svo sem í
anda Þingvallanefndar að virða að vettugi skilyrði
UNESCO fyrir veru Þingvalla á heimsminja-
skránni og sérstaklega það að leyfa reksturinn á
köfunarstarfseminni í Silfru. Fellur sú starfsemi á
engan hátt að náttúruvernd og friðhelgi staðarins
eða að verndun á lífríki Silfru, eins og öllum lands-
mönnum ætti að vera fullljóst. Hvað þá þeim sem
skipað hafa Þingvallanefndina á hverjum tíma og
hefur verið trúað fyrir verndun Þingvalla í umboði
Alþingis. Er sorglegt til þess að vita, að þeir sem
hafa skipað Þingvallanefndina í gegnum árin hafi
ekki haft kjark eða bein í nefinu til þess að berja í
borðið og látið stöðva þessa köfunarstarfsemi sem
gjörbrýtur allt það sem þessi helgasti staður okk-
ar Íslendinga stendur fyrir.
Hver niðurstaðan verður í þessu Silfrumáli hjá
heimsminjaskrá UNESCO mun væntanlega koma
loks í ljós á næsta ári og þá um leið, hvort við Ís-
lendingar verðum okkur til skammar gagnvart
heimsbyggðinni fari svo að talið verði að þjóðgarð-
urinn á Þingvöllum eigi að óbreyttu ekki lengur
erindi á heimsminjaskrána. Slík niðurstaða yrði þá
sorglegt dæmi um það, hvernig náttúruvernd og
friðhelgi staðar sé fórnað vegna fjárhagslegra
hagsmuna ferðaþjónustunnar. Þá má jafnframt
hér að endingu minna menn á, að það er ekki nóg
að heimta friðlýsingu á landsvæðum út um allar
trissur, heldur þurfi jafnframt og sérstaklega að
vernda svæðin fyrir ágangi manna og gróðafíkn.
Eftir Jónas Haraldsson
» Því miður hefur verið lögð allt
of mikil áhersla á það, að sjá
gestum þjóðgarðsins fyrir af-
þreyingu, þ.e.a.s þeim sem gefa
lítið fyrir að njóta óspilltrar nátt-
úru Þingvalla og að skynja um
leið sögu og helgi staðarins.
Jónas Haraldsson
Höfundur er lögfræðingur.
Silfra og friðhelgi Þingvalla
Alþjóðasamfélagið
fordæmir oft hvers
konar hryðjuverka-
starfsemi og lýsir því
einnig yfir að það sé
staðráðið í að berjast
gegn henni. Þetta er
rétt afstaða, þar sem
hryðjuverkastarfsemi
er mikil ógn við öryggi,
velferð og gildi alls
mannkynsins, auk
möguleika þess á að tryggja bjart-
ari framtíð.
Hryðjuverkastarfsemin hefur
tekið miklum breytingum síðustu
árin. Þar sem þær fela í sér að
markmiðin og leiðirnar að þeim eru
víðtækari en áður hafa aðgerðir
hryðjuverkasamtakanna tekið á sig
nýjar víddir. Hryðjuverkasamtökin
eru að reyna að laga sig að sam-
félagslegri, efnahagslegri og tækni-
legri þróun í heiminum og hröðum
breytingum á alþjóðlega umhverf-
inu. Sumir hryðjuverkahópanna eru
ekki sýnilegir og þeir fela sig á bak
við lævíslega hannaða áróðurstæki.
Það mál kallar einnig á að við tök-
um stefnu okkar í baráttunni gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum til
endurskoðunar. Árangursrík bar-
átta gegn hryðjuverkastarfsemi út-
heimtir víðtækan skilning á næstu
kynslóð hryðjuverkasamtaka, auk
nýrrar heildarsýnar og sterks póli-
tísks vilja sem alþjóðasamfélagið
þarf að sýna í þá átt.
Kominn er tími til
að brjóta niður staðal-
ímyndir með því að
endurskoða viðteknar
hugmyndir okkar
frammi fyrir þessari
nýju ógn sem stafar
af hryðjuverka-
starfsemi. Ný tegund
hryðjuverkasamtaka,
nánar tiltekið Hryðju-
verkasamtök fetullah-
ista (FETO) og bar-
átta Tyrklands gegn
þeim eru sláandi
dæmi um þetta.
Tyrkland stóð frammi fyrir
grimmilegri valdaránstilraun af
hálfu FETO 15. júlí 2016. FETO,
leynileg hryðjuverkasamtök sem
laumuðu sér inn í stofnanir ríkisins,
reyndu að kollvarpa lýðræðinu og
steypa lýðræðislega kjörinni rík-
isstjórn af stóli með valdi. Þessa
niðsvörtu nótt urðu hryðjuverk
FETO til þess að meira en 250
óbreyttir borgarar biðu bana og
rúmlega 2.000 manns særðust.
Stofnanir ríkisins, einkum þingið og
forsetaembættið, birtingarmyndir
frjáls vilja þjóðarinnar, urðu fyrir
árásum með þungavopnum, meðal
annars skriðdrekum, herflugvélum
og þyrlum.
Hvernig gátu liðsmenn FETO
verið svo grimmir við tyrknesku
þjóðina þessa nótt? Hvernig urðu
þeir svo fjandsamlegir þjóðkjörinni
ríkisstjórn og lögmætri stjórn-
skipan sem byggist á stjórnarskrá
landsins? Svar okkar við þessum
spurningum veitir ef til vill vísbend-
ingar um upphaf og uppbyggingu
þessara hættulegu samtaka sem
starfa með árangursríkum hætti í
fjölda landa.
Liðsmenn þessara slóttugu sam-
taka sættu hugmyndafræðilegri inn-
rætingu og heilaþvotti í Tyrklandi
og ýmsum öðrum löndum með mis-
notkun á helgustu þjóðernislegu og
trúarlegu gildum þjóðarinnar, eink-
um í svokölluðum menntastofnunum
í formi skóla, tungumálamiðstöðva
og stúdentagarða. Heimssýn þeirra
hefur einnig mótast af goðsögn
falsvisku sem spunnin hefur verið
upp í tengslum við forsprakkann
Fethullah Gulen, sem hefur verið
lýstur „imam alheimsins“ eins og
það er kallað. Brenglaður valdapíra-
mídinn innan FETO skyldar liðs-
mennina til að líta á tilskipanir hans
sem algild sannindi sem ekki sé
hægt að vefengja, jafnvel þótt þær
gangi í berhögg við lýðræðisleg
gildi og mannréttindi. FETO-
samtökin heilaþvoðu ungt fólk svo
mjög að það sleit tengslin við vini
sína, jafnvel fjölskyldur sínar, og
markmiðið með heilaþvottinum var
að tryggja skilyrðislausa hlýðni
þeirra. Samsærismennirnir í valda-
ránstilrauninni voru eins og fjar-
stýrð vélmenni, hikuðu ekki við að
miða byssum sínum á starfsfélaga
sína og samherja til að strádrepa þá
15. júlí 2016 þegar þeir fengu fyrir-
mælin frá FETO.
Félagar í samtökunum geta einn-
ig dulist með því að bregða sér í
annan ham í samfélaginu sem þeir
búa í. Samtökin hafa einkum og sér
í lagi beint sjónum sínum að emb-
ættismannakerfinu í almennu
stjórnsýslunni, hernum og örygg-
isstofnunum. Lokamarkmiðið með
þessu öllu er að ná völdum í stofn-
unum ríkisins.
Frá því fyrir valdaránstilraunina
má finna mörg dæmi um ólöglegar
aðferðir sem FETO-samtökin beita
til að ná fram markmiðum sínum.
Þau hafa meðal annars beitt stjórn-
málamenn og embættismenn fjár-
kúgunum, skipulagt stórfelld svik í
prófum til að koma félögum sínum í
stofnanir ríkisins, beitt fölsunum,
lagt fram lognar ásakanir til að
koma af stað dómsmálum gegn and-
stæðingum samtakanna, og hafa
notfært sér fjölmiðla, fyrirtæki,
skóla og félög, sem þau eiga, í þess-
um tilgangi.
Aðalskotmark FETO er aug-
ljóslega Lýðveldið Tyrkland. Sam-
tökin hafa þess vegna staðið fyrir
markvissri áróðursherferð til að
sverta Tyrkland og snúa almenn-
ingsálitinu í heiminum gegn land-
inu. Ég vil hins vegar deila með
ykkur þessari vinsamlegu ráðlegg-
ingu: það væri hættulegur misskiln-
ingur að halda að FETO sé aðeins
ógn við Tyrkland. Enginn vafi leik-
ur á því að réttarrannsóknir, sem
hafnar verða í löndum þar sem
FETO-samtökin hafa starfað, munu
fletta ofan af mörgum lögbrotum í
starfsemi þeirra, allt frá fjárhags-
legri spillingu til svika í tengslum
við vegabréfsáritanir og umsóknir
um hæli. Það er kominn tími til að
þau lönd taki þessi skref.
Þvert á það sem félagar samtak-
anna fullyrða eru þau ekki þátttak-
andi í pólitískum átökum í Tyrk-
landi, heldur grimmileg samtök
hryðjuverkamanna og glæpamanna.
Allir stjórnmálaflokkarnir á þingi
Tyrklands, jafnt í stjórn sem stjórn-
arandstöðu, líta einnig á FETO sem
hryðjuverka- og glæpasamtök.
Skilaboð mín eru skýr. Við verð-
um að vinna saman og af sömu ein-
urð gegn öllum hryðjuverka-
samtökum, óháð birtingarmyndum
þeirra, meðal annars FETO. Það er
ekki hægt að semja um málamiðl-
anir við þá sem fremja hryðjuverk.
Eins og í máli FETO verðum við að
verja lýðræðið og frelsið, taka tillit
til leyndrar ásjónu hryðjuverka-
samtakanna. Okkur ber skylda til
þess gagnvart borgurum okkar,
fórnarlömbum hryðjuverka og kom-
andi kynslóðum.
Eftir Mevlüt
Çavusoglu » Þvert á það sem fé-
lagar samtakanna
fullyrða eru þau ekki
þátttakandi í pólitískum
átökum í Tyrklandi,
heldur grimmileg sam-
tök hryðjuverkamanna
og glæpamanna.
Mevlüt Çavusoglu
Höfundur er utanríkisráðherra
Tyrklands.
Hvers vegna ættum við að berjast af einurð gegn FETO?