Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 2
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
697.500kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
369.750kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einndag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán E. Stefánsson
Esther Hallsdóttir
408 einstaklingar eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar Landspítalans.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smit-
sjúkdómadeildar spítalans, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöld að af þeim
væru 18 gul-
merktir en eng-
inn rauðmerktur.
Samkvæmt
litakóða spítalans
teljast þeir græn-
merktir í kerfum
hans sem hafa
væg eða engin
einkenni kórónu-
veirunnar þrátt
fyrir smit. Þeir sem eru gulmerktir
hafa aukin einkenni og rauðmerktir
eru með alvarlegri einkenni, s.s. mik-
il andþyngsli og háan hita.
Hafði staðan á listanum breyst
talsvert þegar leið á kvöldið miðað
við hádegið í gær. Þá voru 369 manns
á listanum. Þar af voru 358 græn-
merktir, 10 gulmerktir og 1 rauð-
merktur. Auk þeirra 408 sem eru
undir eftirliti göngudeildarinnar
liggja þrír sjúklingar mikið veikir á
Landspítalanum.
Enginn í öndunarvél
Aðspurður segir Már að enginn
hinna þriggja hafi þurft á aðstoð
öndunarvélar að halda. Þeir séu með
lungnasýkingar og fái m.a. súrefni til
þess að takast á við veikindi sín. Már
segir spítalann í þröngri stöðu í að-
stæðum eins og þeim sem nú hafi
skapast. Þótt starfsmenn hans ráði
við aðstæður á þessum tímapunkti
séu þær fljótar að breytast. Veldis-
vöxtur í greiningu smita geti breytt
stöðunni mjög hratt og dregið úr
getu spítalans til þess að sinna öðr-
um aðkallandi verkefnum sem ekki
hverfi á braut þótt faraldurinn nái
sér á strik að nýju.
Már segir að tíðni smita meðal
bólusettra hafi verið meiri en búist
hefði verið við. Bólusett starfsfólk
geti til að mynda borið veiruna inn á
spítalann.
„Þá er það allt í einu orðin
öryggisógn við okkar starfsemi, ef
fólk er með smit inni á spítalanum.
Ekki það að við höfum ekki miklar
áhyggjur af ungu fólki í sjálfu sér,
nema sem farartæki fyrir veiruna í
þá sem eru veikir og lasburða. Það er
í rauninni áskorunin,“ segir Már.
Óvissa um fjölda smita
Hann bendir þó á að enn sem
stendur séu langflestir einkennalitlir
af völdum veirunnar og talsvert sé
um að fólk sé einkennalaust.
„Flestir sem greinast eru að koma
í einkennasýnatökur og sýna því ein-
hver einkenni en svo er hópur sem er
kallaður í sýnatöku vegna einhverra
tengsla við sýkta einstaklinga og þar
greinist fólk sem finnur ekki fyrir
neinu.“
Már segir með öllu óljóst hversu
útbreitt smitið er í samfélaginu. Það
viti einfaldlega enginn.
„Ný rannsókn frá Ísrael bendir til
þess að 20% sýktra séu einkenna-
lausir og ef það er reyndin þá erum
við sennilega með talsvert af sýktum
einstaklingum úti í samfélaginu.“
49.200 lokið sóttkví
Samkvæmt tölum sem birtar voru
á vefsíðu Almannavarna í gær voru
1.043 í sóttkví í landinu og 1.234 í
skimunarsóttkví. 371 sætti einangr-
un og 76 höfðu greinst með kórónu-
veiruna daginn áður. Nú hafa 7.054
smit verið staðfest hér á landi og
49.200 manns lokið sóttkví frá því að
faraldurinn hóf innreið sína í íslenskt
samfélag í febrúar 2020.
Óttast holskeflu innlagna
- Langflestir þeirra sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni nú eru með væg eða engin einkenni
- Yfirlæknir óttast að veldisvöxtur í smitum gæti leitt til margra sjúkrahúsinnlagna í kjölfarið
2
6
4 3
9
17
14
22
16 16
44
58
75 77Fjöldi smita
frá 9. júlí
Heimild: covid.is
Heimild: LSH 23. júlí kl. 20
253.666 einstak-
lingar
eru fullbólusettir en alls
267.830 hafa fengið
að minnsta kosti
einn skammt
76 ný innanlands-
smit greindust
sl. sólarhring
1.234 einstaklingar
eru í skimunarsóttkví
1.043 einstaklingar
eru í sóttkvíInnanlandssmit
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Skimun á landamærum
9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 14. júlí 15. júlí 16. júlí 17. júlí 18. júlí 19. júlí 20. júlí 21. júlí 22. júlí
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH
408 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni, s.s.
mikil andþyngsli og hár hiti
10 7 6 7 9
9
24
11
43
18
52
22
54
Már Kristjánsson
Ari Páll Karlsson
Baldur Blöndal
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
fundaði á Hótel Valskjálf á Egils-
stöðum síðdegis í gær um tillögur
sóttvarnalæknis að sóttvarnaað-
gerðum innanlands vegna kórónu-
veirufaraldursins. Að loknum
þriggja tíma fundi boðaði ríkis-
stjórnin hertar aðgerðir innanlands.
Þrír ráðherrar flugu með skrúfu-
þotu frá Flugfélaginu Erni á fund-
inn en kostnaðurinn við leigu vél-
arinnar nam um 800 þúsund
krónum.
Katrín sagði allt áætlunarflug til
Egilsstaða hafa verið uppbókað í
gær og þess vegna hafi ríkisstjórnin
leigt vélina undir ráðherrana þrjá
svo þeir mættu komast til Egils-
staða. Að sögn Katrínar er ótækt að
halda fundi sem þessa í gegnum
fjarfundarbúnað: „Við höfum ekki
verið með fjarfundi í ríkisstjórninni,
bæði út af netöryggisástæðum en
auk þess er þetta meiri háttar
stjórnarmálefni sem ber að ræða á
ríkisstjórnarfundi.“
Ekki ósvipað takmörkunum á
öðrum Norðurlöndum
Katrín segir ríkisstjórnina hafa
stigið til jarðar með varfærnum
hætti með þessum aðgerðum. „Hér
er verið að leggja til breyttan af-
greiðslutíma á börum og veitinga-
húsum. Sömuleiðis er verið að setja
þessi 200 manna fjöldatakmörk sem
er ekki ósvipað því sem sést á öðrum
Norðurlöndum þar sem svipaðar
takmarkanir eru í gildi,“ segir
Katrín.
„Fólk er að sjálfsögðu orðið lúið á
þessu og vonaðist til að sjá ekki slíka
fjölgun smita. Nálgun bæði okkar í
ríkisstjórninni og almennings í land-
inu er að taka skynsamlegar ákvarð-
anir með því að lágmarka veikindi
og hámarka frelsi og samfélagsleg
gæði. Það er okkar hlutverk að finna
leiðir að þeim markmiðum,“ segir
Katrín sem viðurkennir þó að ein-
hver hiti hafi verið á ríkisstjórnar-
fundinum, en að algjör samstaða
hafi verið um málið að lokum.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra sagði í samtali við mbl.is að
loknum fundi að þessar hertu að-
gerðir væru mikil varúðarráðstöfun.
„Við ætlum að nota tímann, þessar
tvær til þrjár vikur, til að fá betri
svör við því hver hættan er af út-
breiðslu smita í bólusettu samfélagi
og gögnin sem hafa komið fyrir mín-
ar sjónir á undanförnum vikum
sannfæra mig um að bólusetning-
arnar hafi breytt leiknum, en að
mati sóttvarnayfirvalda eru núna
uppi einhverjar efasemdir og við
teljum rétt að bregðast við því,“
sagði Bjarni.
Ríkisstjórnin steig „með var-
færnum hætti“ til jarðar
- Algjör samstaða hjá ríkisstjórninni um sóttvarnaaðgerðir
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Ríkisstjórnin Fundað á Egilsstöðum í gær um tillögur sóttvarnalæknis.
Bjarnheiður
Hallsdóttir, for-
maður Samtaka
ferðaþjónustunn-
ar, segir boðaðar
takmarkanir inn-
anlands vægari
en hefði mátt bú-
ast við.
„Við sjáum svo
sem ekki fram á
nein gríðarleg
áhrif á ferðaþjónustuna nema helst
veitingarekstur og náttúrlega við-
burði og þess háttar sem eru plan-
aðir á næstu vikum, en fyrst það var
ekki farið í harðari takmarkanir á
landamærum þá eru áhrifin á ferða-
þjónustuna svona samtals í vægari
kantinum,“ sagði Bjarnheiður í sam-
tali við Morgunblaðið.
Aðspurð segir Bjarnheiður að tak-
markanirnar hefðu getað reynst erf-
iðari fyrir ferðaþjónustuna, til dæm-
is ef að fjöldatakmarkanir hefðu
farið neðar. En frá og með miðnætti í
kvöld mega einungis 200 manns
koma saman.
Bjarnheiður bendir þó á að hún
viti ekki enn hvernig eins metra
reglan verði útfærð og hvaða áhrif
hún komi til með að hafa á hópferðir.
Sóttvarnaaðgerðir
í vægari kantinum
- Sjá ekki fram á gríðarleg áhrif
Bjarnheiður
Hallsdóttir
200
Hámarksfjöldi þeirra sem
mega koma saman verður 200.
100
Veitinga- og skemmtistaðir munu
einungis mega taka á móti 100
manns í hverju rými.
1
Nálægðartakmörk miðist við
einn metra.
AÐGERÐIR STJÓRNVALDA
»