Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 24

Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 ✝ Ólafía Þorsteinsdóttir fæddist 30. apríl 1932 á Ölviskrossi í Kolbeinsstaða- hreppi. Hún lést 13. júlí 2021 á Dvalar- heimilinu Silfur- túni í Búðardal. Foreldrar henn- ar voru Þórdís Ólafsdóttir bóndi og húsfreyja, f. 26.8. 1893, d. 27.1. 1970, og Þor- steinn Gunnlaugsson bóndi, f. 11.3. 1885, d. 14.10. 1958. Systkini Ólafíu eru Olgeir, f. 30.3. 1917, d. 7.5. 2016, Arndís, f. 30.12. 1918, d. 1.7. 2006, Jenný, f. í mars 1920, lést sama dag, Inga Jenný, f. 24.4. 1921, d. 10.3. 1997, Lilja, f. í september 1923, lést sama ár, Fríða, f. 26.8. 1951, Jón Bergmann, f. 26.11. 1952, Ólafur Ingimar, f. 9.8. 1957, d. 3.5. 2021, Kristín Þor- gerður, f. 2.9. 1959, d. 4.7. 1986, Þorsteinn, f. 9.2. 1966, og Sig- urður Þór, f. 3.9. 1969. Ólafía lætur eftir sig 22 barnabörn, 39 barnabarnabörn og átta barna- barnabarnabörn. Ólafía giftist árið 1993 seinni eiginmanni sínum, Jóni Finns- syni frá Geirmundarstöðum á Skarðsströnd, f. 12.6. 1928, d. 25.5. 2015. Foreldrar hans voru Steinunn Haraldsdóttir, f. 4.2. 1902, d. 28.7. 1979, og Finnur Jónsson, f. 29.4. 1891, d. 24.6. 1971. Þau bjuggu í Borgarnesi alla sína búskapartíð. Þar rækt- uðu þau garðinn sinn, stunduðu hestamennsku og alltaf var gott að koma til þeirra á Gunnlaugs- götuna. Útförin fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 24. júlí 2021, klukkan 14 og verður streymt á: www.kvikborg.is Virkan hlekk á streymið má finna á: www.mbl.is/andlat 1925, d. 31.5. 2019, Ágústa, f. í ágúst 1927, lést sama ár, Halldóra Ágústa, f. 3.12. 1928, d. 4.7. 2008, Ásta, f. 15.8. 1933, d. 4.9. 2000, Sesselja Þorbjörg, f. 20.12. 1936, d. 20.7. 2015, Ragn- heiður Lilja, f. 12.3. 1938. Ólafía giftist 1953 Jóni Jónssyni frá Litla- Langadal, f. 18.3. 1928, d. 26.11. 2008, þau hófu búskap á Set- bergi á Skógarströnd, þau skildu. Foreldrar hans voru Jón Bergmann Jónsson, f. 2.2. 1893, d. 5.4. 1981, og Kristín Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16.4. 1887, d. 20.8. 1951. Börn Ólafíu og Jóns eru: Kristvin Ómar, f. 12.4. Elsku amma Lóa. Núna ertu komin í Sumarlandið með pabba, Stínu, afa Jóni og afa Jóni Finns. Það er huggun að vita af ykkur öll- um saman. Þú ert mikil fyrirmynd í mínu lífi. Dugnaðurinn, kærleik- urinn og einstök færni í samskipt- um er það sem ég tek áfram frá þér í öllu sem ég geri. Þegar ég var lítil áttum við ynd- islegar stundir á Setbergi. Ég taldi alltaf niður dagana þangað til við færum til ykkar. Pabbi þurfti oftast að snúa við þegar við vorum búin að vera hjá ykkur því Ella litla sat aftur í bílnum með tárin í augunum og þurfti eitt kveðju- knús í viðbót frá þér. Ég á fallega minningu þar sem þú fórst niður á hnén og breiddir út armana til að taka á móti mér og faðmaðir mig fast og kysstir. „Ella, komdu, ég ætla að kyssa þig í hálsakotið,“ var algeng setning. Hvernig þú fórst að því að sýna öllu fólkinu þínu kærleik er magn- að, í dag teljast afkomendur þínir vera 69 samkvæmt Íslendinga- bók. Fleiri börn en bara við af- komendurnir kalla þig ömmu Lóu. Það segir svo mikið. Þú varst eina amman sem ég fékk að kynnast á minni lífsleið og ég hefði ekki get- að hugsað mér betri ömmu en þú varst svo mikil vinkona mín. Ég fylgdist með þér sem barn reka risabóndabýli þar sem verkefnin voru óteljandi. Fyrir utan allt það ólst þú upp magnaðan hóp af fólki, þar á meðal pabba minn sem bar þinn kærleik áfram. Þú sagðir mér sögur frá Setbergi og kær- astar eru sögurnar af pabba. Hvernig þú lýstir honum sem barni og unglingi eru sögur sem ég mun segja áfram. Ég var heppin að fá að búa með þér þegar þú fluttir til okkar í Jör- undarholtið. Það var yndislegur tími, þú sýndir mér þolinmæði, hafðir alltaf tíma fyrir spjall og við spiluðum. Sem unglingur fór ég til þín reglulega og gisti. Við rædd- um um allt á milli himins á jarðar. Reglulega spáðir þú í bolla fyrir mig. Þú varst svo sniðug, en auð- vitað var alltaf sætur strákur í bollanum en svo líka tvíburar. Því jú, þú misstir þína og tvíburar eru svo mikið í ættinni. Ég bjóst því alveg eins við því þegar ég fór í mínar barneignir að tvíburar myndu mæta á svæðið. Fíflagangurinn í okkur afkom- endunum er aldrei langt undan. Við Áslaug ætluðum aldeilis að ná þér með að viðurkenna þennan nýja kærasta á sínum tíma, hann Jón Finns. Okkur fannst áhuga- vert að þú værir alltaf að kyssa manninn bless en sama hvað við spurðum var það ekki opinbert að hann væri kærastinn þinn. Við frænkurnar tókum því upp á því eitt skiptið þegar við vorum hjá þér á Akranesi að segja við þig að það hefði maður komið með blóm og konfekt á meðan þú skrappst út í búð. Við náðum alveg að plata þig, sem við tókum sem staðfest- ingu á því að maðurinn væri kær- asti og í mörg ár á eftir var hlegið að þessari vitleysu í okkur, þar á meðal af þér. Í gegnum mín fullorðinsár heyrðumst við reglulega í síma og ræddum lengi saman um alla hluti. Þú varst alltaf svo stolt af mér og fylgdist með. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir þig. Ég kveð þig með sömu orðum og þú mig þegar ég hitti þig til að kveðja þig í síðasta sinn: Líði þér alltaf vel. Þín Elín Ólafsdóttir. Elsku amma Lóa (eins og hún var svo oft kölluð) kvaddi þann 13. júlí 2021 á dvalarheimilinu Silfur- túni í Búðardal. Það er svo margs að minnast eins og segir í ljóðinu (Einar E. Sæmundsson). Fyrsta minning mín um ömmu er þegar ég er 5 ára í sveitinni að Setbergi og sæki mér mjaltakoll til að sitja á og mjólka kýrnar eins og hún. Stundirnar okkar saman í fjósinu urðu margar þar sem ég lærði margt af henni ömmu minni, jafn- vel að dansa gömlu dansana. Það er eitt sem er mér frekar minn- isstætt frá stundunum okkar sam- an í fjósinu, það var þegar kvöld- mjaltir og öll fjósaverkin voru búin, þá hlustuðum við reglulega á orð kvöldsins. En stundirnar voru nú ekki bara bundnar við fjósið, þær snerust líka um að reka sam- an úr túninu ásamt honum Hall- dóri, frænda mínum, sem var svo mikið með mér í sveit á Setbergi. Einnig fórum við í margar ferðir saman, má þar nefna berjamó, blessaðan kartöflugarðinn, að reyta arfa, hestaferðirnar urðu þó nokkuð margar með hestana Skjónu, Rauðku, Hannibal, Blesu og Freyju og að sjálfsögðu fórum við í messu á Breiðabólstað, geng- um yfir á Háls í sunnudagskaffi, fórum í kaupstað og þá var maður tekinn og skrúbbaður hátt og lágt ásamt því að vera sett í betri föt og margt fleira. Ein er sú minning sem er mér svo ljúf en það var þegar við vor- um eina páskana í sveitinni, þá færði amma okkur krökkunum heitt súkkulaði og góðgæti í rúmið og það var nú meiri stemmingin. Amma kunni líka ráð við svo mörgu, eitt skipti datt ég á gadda- vír og reif upp á mér ennið, en henni fannst það ekki mikið mál, tjaslaði þessu saman þannig að ekki sér á enni mínu í dag. Ekki breyttust stundirnar þó svo að amma flytti burt úr sveit- inni og á mölina, þær urðu bara öðruvísi. Amma var dugleg að heimsækja mig og mína fjöl- skyldu, sérstaklega áður en við fluttum austur á Egilsstaði en hún kom samt þangað þrisvar sinnum í heimsókn og var yndislegt að hún skyldi gera það. Amma hafði mikið dálæti á okkur barnabörn- unum og langömmubörnum sín- um og hafði hún gaman af þegar maður kom til hennar í heimsókn, fannst henni gaman þegar margir voru komnir saman við litla eld- húsborðið á Gunnlaugsgötunni til skrafs og ráðagerða, drekka kaffi ásamt því að úða í sig pörtum, kleinum og pönnsum. Alltaf vildi hún vera að gefa manni að borða, sjálfsagt bara eins og ömmur eru. Get ég sagt með sanni að hún gerði besta lifrarbuff sem ég hef fengið um ævina, einnig var það lúðurétturinn sem ég gleymi seint. Er ég þakklát fyrir ljúfu stund- irnar og sögurnar um þegar hún var að alast upp, munnhörpuspil- ið, öll símtölin sem við áttum og voru þau ansi mörg, hlýju höndina hennar, faðmlögin og vináttu. Þakklát er ég að eiginmaður minn, hann Gauti, og drengirnir mínir, Jökull Haukur og Kristvin Þór, skyldu fá að kynnast henni. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Farðu í friði og guð geymi þig, elsku amma mín. Þórdís (Dísa). Ég vil minnast mágkonu minn- ar, Ólafíu Þorsteinsdóttir, örfáum orðum. Ég kynntist Ólafíu, eða Lóu eins og hún var alltaf kölluð, ekki fyrr en á fullorðinsárum þeg- ar hún og Jón bróðir minn fóru að stinga saman nefjum. Réttara væri að segja að dansa saman því þannig held ég að þeirra samband hafi byrjað. Þá voru þau komin um og yfir sextugt, bæði skilin við maka sína, flutt úr sveitunum þar sem þau höfðu búið og lífið orðið dálítið örðugt og einmanalegt. En bæði höfðu gaman af að dansa og þannig held ég að þau hafi kynnst. Þau fundu fljótt taktinn í fleiru en dansinum, stofnuðu saman heimili í Borgarnesi, giftu sig og áttu mörg góð ár saman. Danssporin urðu þeim því mikil gæfuspor. Þau nutu lífsins saman, dönsuðu, komu sér upp reiðhestum og ræktuðu garðinn sinn. Ég og Auður kona mín vorum á þessum árum að koma okkur upp sumarbústað skammt ofan Borgarness og kom- um oft til þeirra í Gunnlaugsgöt- una. Lóa tók okkur og fjölskyldu okkar strax upp á sína arma og vildi allt fyrir okkur gera. M.a. tóku þau Pétur son okkar að sér þegar hann var að vinna að skóla- verkefni í Borgarfirðinum. Synir Lóu tóku Jóni einnig afar vel, sem var honum mjög mikils virði. Eftir að Jón lést 2015 undi Lóa ekki í Borgarnesi og flutti í Búðardal og fékk inni í Silfurtúni þar sem hún átti góða daga, undi sér vel og naut nágrennis við dótturdóttur sína og fleiri ættingja. En ellin gefur ekki grið og heilsan bilaði og hún lést 13. júlí sl., södd lífdaga. Við Auður þökkum Lóu ein- staka hlýju og góð samskipti og sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Finnsson. Ólafía Þorsteinsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ATLA BENEDIKTSSONAR, Brekatúni 2, Akureyri. Steinþóra Vilhelmsdóttir Álfheiður Atladóttir Sigtryggur Sigtryggsson Kristveig Atladóttir Heimir Finnsson Þóra Atladóttir Klara Ósk Bjartmarz og fjölskyldur Eiginmaður minn, STURLA SÆVAR KARLSSON múrarameistari, Sveighúsum 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 15. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 28. júlí klukkan 13. Kærar þakkir til Heimaþjónustu Heru. Birna Sigrún Gunnarsdóttir Okkar ástkæra og elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR STRANGE, lést föstudaginn 16. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram í Seljakirkju miðvikudaginn 28. júlí klukkan 13. Sigurður Strange Harpa Kristjánsdóttir Guðrún Strange Hilmar Snorrason Hannes Strange Bryndís Björnsdóttir Grétar Strange Guðbjörg Fanndal Torfadóttir ömmubörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæra SIGURÞÓRS HJÖRLEIFSSONAR, Messuholti, Skagafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 á HSN Sauðárkróki fyrir góða umönnun og alúð. Einnig þökkum við Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit fyrir auðsýnda virðingu. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Jón Ingvar Axelsson Arngunnur H. Sigurþórsd. Ægir Sturla Stefánsson Steinunn Sigurþórsdóttir Sigurður Guðjónsson Ingibjörg Sigurþórsdóttir Einar Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BJÖRNSSON, Stóra-Lambhaga 3, Hvalfjarðarsveit, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða sunnudaginn 18. júlí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Sólveig Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson Hrefna Guðjónsdóttir Björn Sigurðsson Áslaug Ásmundsdóttir og afabörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR BRAGADÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar Landspítalans v/ Hringbraut. Sigurþór Ellertsson Sólveig Ragna Sigurþórsd. Sigþrúður Sigurþórsdóttir Páll Þórir Ólafsson Ellert Bragi Sigurþórsson Eva Arna Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.