Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Lengjudeild karla ÍBV – Grindavík ....................................... 4:1 Þór – Grótta .............................................. 4:2 Kórdrengir – Afturelding ............... Frestað Staðan: Fram 12 10 2 0 34:10 32 ÍBV 13 8 2 3 25:13 26 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Fjölnir 13 6 2 5 17:15 20 Grindavík 13 5 5 3 25:26 20 Þór 13 5 4 4 29:22 19 Vestri 12 6 1 5 18:22 19 Grótta 13 5 2 6 25:24 17 Afturelding 12 4 4 4 27:24 16 Selfoss 12 2 3 7 19:28 9 Þróttur R. 13 2 1 10 22:33 7 Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2 2. deild karla Völsungur – Fjarðabyggð ....................... 4:0 Staðan: Þróttur V. 13 8 4 1 29:11 28 Völsungur 13 7 2 4 29:24 23 Njarðvík 13 5 7 1 27:13 22 KV 12 6 4 2 24:16 22 KF 12 6 2 4 23:17 20 Haukar 13 5 4 4 28:24 19 ÍR 12 4 4 4 23:21 16 Reynir S. 13 4 4 5 22:24 16 Magni 12 3 5 4 22:25 14 Leiknir F. 12 4 0 8 17:30 12 Kári 12 1 3 8 15:28 6 Fjarðabyggð 13 0 5 8 6:32 5 Þýskaland B-deild: Schalke – Hamburger SV....................... 1:3 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Schalke. Danmörk B-deild: Horsens – HB Köge ................................. 0:2 - Ágúst Eðvald Hlynsson lék fyrri hálf- leikinn með Horsens. Pólland Lech Poznan – Radomiak Radom ......... 0:0 - Aron Jóhannsson lék ekki með Lech Poznan vegna meiðsla. 50$99(/:+0$ Norðurlandamót U20 karla Leikur um 3. sætið í Tallinn: Finnland – Ísland ................................. 80:82 Norðurlandamót U20 kvenna Svíþjóð – Ísland .................................... 61:71 57+36!)49, _ Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoð- arþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá velska liðinu Swan- sea sem leikur í ensku B-deildinni. Steve Cooper sagði starfi sínu lausu hjá Swansea í vikunni. _ Kristófer Jónsson, átján ára gamall knattspyrnumaður úr Val, hefur verið lánaður í eitt ár til ítalska félagsins Ve- nezia. Kristófer hefur aðeins verið í Val í hálft ár en hann kom til félagsins frá Haukum fyrir þetta tímabil. _ Ítalska knattspyrnufélagið Spezia sem leikur í A-deildinni vill kaupa hinn 18 ára gamla Mikael Egil Ellertsson af B-deildarfélaginu SPAL, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Mikael hefur ver- ið í röðum SPAL í þrjú ár. _ Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við varnarmanninn Susanna Friedrichs og gildir samningurinn út leiktíðina 2022. _ Afturelding hefur fengið til sín Hamza Kablouti, 26 ára handbolta- mann frá Túnis. Kablouti er rétthent skytta og 194 sentímetrar. Hand- bolti.is greindi frá. Eitt ogannað Kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmarkverðinum unga, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, er í uppnámi vegna reglugerðar sem sett var á er Bretar sögðu sig úr Evrópusambandinu. Félagið vildi kaupa Cecilíu í þessum mánuði en þarf þess í stað að bíða þangað til að minnsta kosti til janúar á næsta ári. Everton er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Cecilíu því West Ham, Sassuolo og Benfica eru einn- ig áhugasöm samkvæmt heimildum Goal. Nánar er fjallað um málið á mbl.is/sport Kaup Everton á Cecilíu í uppnámi Morgunblaðið/Hari Efnileg Cecilía Rán Rúnarsdóttir er gríðarlega efnilegur markvörður. Jadon Sancho varð í gær næstdýr- asti knattspyrnumaður Englands þegar Manchester United gekk frá kaupum á honum frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og samdi við hann til fimm ára. Að- eins liðsfélagi hans Harry Maguire hefur kostað meira en United greiddi Leicester 74,5 milljónir punda fyrir hann. Sancho er 21 árs gamall kantmaður, uppalinn hjá Watford og lék með Manchester City frá 15 til 17 ára aldurs, en hef- ur frá þeim tíma gert það gott með Dortmund í Þýskalandi. Sancho er sá næstdýrasti AFP Drjúgur Jadon Sancho skoraði 50 mörk í 137 mótsleikjum Dortmund. ÍBV minnkaði forskot Fram á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta niður í sex stig með sterkum 4:1-sigri á Grindavík á heimavelli í gærkvöldi. José Sito, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu allir fyrir ÍBV í seinni hálfleik eftir að Dion Acoff hafði komið Grindavík yfir í fyrri hálfleik.Topplið Fram lék ekki við Víking frá Ólafvík í gær- kvöldi þar sem leikmaður Víkinga greindist með kórónuveiruna. Það vantaði heldur ekki mörkin á Akureyri þar sem Ásgeir Marino Baldvinsson skoraði tvö mörk fyrir Þór og Jóhann Helgi Hannesson og Fannar Daði Malmquist sitt markið hvor í 4:2-sigri á Gróttu. Kjartan Kári Halldórsson og Pétur Theódór Árnason gerðu mörk Gróttu. Þór er nú í sjötta sæti en Grótta í áttunda. ÍBV minnkaði forskot Framara á toppnum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Vippa Guðjón Pétur Lýðsson skorar annað mark ÍBV með snyrtilegri vippu. Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka tendraði ólympíueldinn í lok litríkrar setningarhátíðar á Ólymp- íuleikvanginum í Tókýó í gær. Þar með voru leikarnir formlega settir en keppni fór síðan af stað af full- um krafti laust eftir miðnættið í nótt að íslenskum tíma, á laugar- dagsmorgni í Japan. Þar átti Ás- geir Sigurgeirsson að hefja keppni fyrstur Íslendinga í skotfimi með 10 m loftskammbyssu um klukkan fjögur í nótt. Fréttir af honum er að finna á mbl.is/sport. Osaka tendraði eldinn AFP Eldurinn Naomi Osaka fyrir framan skálina með ólympíueldinum sem mun loga þar til leikunum lýkur eftir rúmar tvær vikur, sunnudaginn 8. ágúst. SAMBANDSDEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég er sérstaklega ánægður með spilamennsku minna manna. Hún var virkilega góð og auðvitað gleðilegt að úrslitin hafi fylgt með,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiða- bliks, í samtali við Morgunblaðið. Lærisveinar hans náðu góðum úr- slitum í fyrri leik liðsins við Austria Vín í 2. umferð Sambandsdeild- arinnar í fótbolta þegar liðin gerðu 1:1-jafntefli í Austurríki á fimmtu- daginn var. Spilamennska Breiða- bliks vakti athygli en liðið spilaði skemmtilegan sóknarbolta og var mun meira með boltann en austur- ríska liðið. „Menn verða að vita hvernig þeir ætla að nálgast leikinn og hafa trú á verkefninu. Þeir verða að vera klárir að hlaupa þegar þeir eru ekki með boltann og vera hugrakkir til að spila boltanum. Þeir verða að vera nógu hugaðir til að þora að mistakast, þótt sviðið sé aðeins stærra. Leikmenn- irnir höfðu trú á því sem þeir voru að gera og treystu sjálfum sér og liðs- félögum sínum og úr varð góð frammistaða og góð úrslit,“ sagði Óskar um spilamennsku síns liðs. Fengum skerf af gagnrýni Breiðablik tapaði 2:4 fyrir Rosen- borg frá Noregi í fyrra í leik sem Óskar lagði upp á svipaðan hátt. Þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp, hikaði hann ekki við að gera slíkt hið sama í Austurríki. „Við spiluðum við Rosenborg í fyrra og þá nálguðumst við leikinn á sama hátt. Við gerðum okkar allra besta til að spila út þegar það var kostur. Við fengum okkar skerf af gagnrýni fyrir þá nálgun, enda töp- uðum við 4:2. Þessi leikur var samt áframhald af því, ásamt leikjunum við Racing. Við höfum ekki verið mikið í því að falla til baka þótt góð lið á Ís- landi hafi stundum náð að ýta okkur niður þar sem við þurftum að verjast með kjafti og klóm, en það er ekki mikið um það. Við vildum passa að það sem við stöndum fyrir myndi skína í gegn. Við hefðum orðið fúlir út í sjálfa okkur ef við hefðum verið ein- hverjir aðrir og það hefði ekki gengið upp. Það er gaman þegar hlutirnir ganga upp eins og þeir gerðu í þess- um leik. Þetta gekk upp út af gríð- arlegum dugnaði leikmannanna minna.“ Pressan er á þeim Mikil stemning var í stúkunni í Vín- arborg, enda í fyrsta skipti í meira en ár sem áhorfendur voru leyfðir hjá lið- inu vegna sóttvarnartakmarkana. „Það var mjög góð stemning. Þetta var í fyrsta skipti sem áhorfendum var hleypt inn í Austurríki eftir tak- markanir. Þeir voru glaðir að fá að mæta á völlinn aftur og það voru sennilega 7.500-8.000 manns á vellin- um. Þeir bjuggu til góða stemningu og það var góð orka á vellinum. Þetta var frábært ferðalag frá byrjun til enda.“ Breiðablik er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli og Óskar segir pressuna vera á austurríska lið- inu. Breiðablik verður hins vegar að spila afar vel til að fara áfram. „Ég met það þannig að pressan sé á þeim. Þeir voru byrjaðir að tala um hvað þeir fengju mikið fyrir að fara í riðlakeppnina. Ef allt er eðlilegt eiga þeir að vera sigurstranglegri í þessu einvígi. Möguleikar okkar eru samt töluverðir, en við verðum að hitta á dag þar sem allt gengur upp. Við þurfum að passa vel upp á boltann þegar við tökum ákvarðanir og vera hugrakkir með hann. Við þurfum líka að vera fljótir að pressa þegar við töpum boltanum og hafa næga orku. Hugarfarið þarf að vera rétt og við megum ekki fara í þennan leik til að verja eitthvað sem við eigum, heldur sækja það sem við eigum ekki og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Ósk- ar. Sérstaklega ánægður - Blikar stjórnuðu leiknum í Austurríki Morgunblaðið/Eggert Sáttur Óskar Hrafn var ánægður með spilamennskuna í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.