Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Vertu sólkysst í sumar með nýja
Terracotta sólarpúðrinu.
Sérfræðingur Guerlain verður á
staðnum og aðstoðar þig við að finna
þinn fullkomna lit.
20%
afsláttur
af öllum vörum
frá Guerlain
Guerlain kynning
í Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ 27.-30. júlí.
Kaupauki fylgir ef
keyptar eru tvær
vörur eða fleiri.
Sérstakur Þristur á vegum jarðvís-
indafyrirtækisins GCC sást á
Reykjavíkurflugvelli um helgina, en
vélin flaug af landi brott í gær. Um
er að ræða endurgerð á Douglas
DC-3 vél, er nefnist Basler BT-67.
Tómas Dagur Helgason, flug-
maður og formaður Þristavina-
félagsins, segir að líklega hafi vélin
stoppað hér á leið sinni á norður-
heimskautið til þess að mæla þykkt
íssins á þeim slóðum.
„Vélin var alveg örugglega ekki
hér í tengslum við eldgosið í Geld-
ingadölum. Ég get ekki fullyrt hvað
vélin var að gera hérna en þessi gerð
hefur sést hér á leið sinni á íshelluna
á norðurheimskautinu.“
Tómas Dagur nefnir að búið sé að
breyta Þristinum en hann er með
túrbínuvél en ekki upprunalegu vél-
arnar úr DC-3.
„Það er ekki alvöruhljóð í henni
fyrir okkur „þristakarlana“,“ segir
Tómas Dagur kíminn.
Flugvélin ber nafnið C-GGSU og
var smíðuð í Oklahoma í Bandaríkj-
unum árið 1944 fyrir bandaríska
herinn. Árið 2012 var henni síðan
breytt til að sinna vísindastarfi.
Þristur á leið á
norðurheimskautið
- Stoppaði hér á landi í nokkra daga
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Þristur Flugvélin vakti athygli flugáhugamanna um helgina.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ægisgarður í Gömlu höfninni í
Reykjavík hefur heldur betur lifnað
við með fjölgun erlendra ferðamanna.
Hvalaskoðunarfyrirtækin í borginni
eru komin í fullan rekstur eftir mikla
lægð vegna heimsfaraldurs kórónu-
veirunnar. Nýju söluhúsin við garð-
inn eru nú loks komin í fulla notkun.
Gamlir skúrar, sem áður voru á svæð-
inu, eru á bak og burt.
Sex af sjö sjö húsum eru nú þegar í
útleigu. Fyrirtækin sem leigja húsin
eru Sea Trips, Elding, Sea Safari,
Sérferðir, Lundey, Katla og Snekkj-
an. Þau bjóða upp á hvala- og lunda-
skoðunarferðir og aðrar slíkar ferðir.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á
fundi sínum 12. apríl 2019 að taka til-
boði E. Sigurðssonar í smíði húsanna.
Tilboðsupphæð var 398,6 milljónir
króna með virðisaukaskatti. Fram-
kvæmdir hófust vorið 2019 og þeim
lauk í árslok 2020. Upphæðin hækk-
aði lítillega vegna aukaverka, sem
ákveðið var að framkvæma. Annar
kostnaður var um 50 milljónir og var
stærsti liðurinn hönnun og ráðgjöf.
Heildarkostnaður við verkið var tæp-
ar 417 milljónir, án vsk.
Samhliða byggingu söluhúsanna
var ráðist í endurnýjun á Ægisgarði.
Allar lagnir voru endurnýjaðar og
gatan malbikuð. Kostnaður við það
verk var ekki bókfærður á húsin sjálf,
enda var tími til kominn að endurnýja
götuna.
Húsin eru sjö talsins auk þess sem
búið er að steypa grunn fyrir eitt hús
til viðbótar. Sex hús eru í útleigu,
þrjú eru 76 fermetrar og þrjú 41 m².
Sjöunda húsið er tæknirými og þjón-
ustuhús með salernum, 36 m². Við út-
leigðu húsin eru misstórar geymslur,
frá 8,5 m² upp í 16,8 m².
Yrki arkitektastofa ehf. teiknaði
húsin og verkfræðistofan Hnit ehf.
sér um burðarþolshönnun.
Ægisgarður liggur í beinu fram-
haldi af Ægisgötu. Hann er austan
Slippsins og hafa hvalbátar Hvals hf.
haft viðlegu við Ægisgarð í áraraðir.
Umferð erlendra ferðamanna hefur
stóraukist við höfnina undanfarin ár.
Fjölmargt er þar í boði fyrir ferða-
menn, svo sem söfn og ýmiss konar
afþreying. Við Gömlu höfnina er einn-
ig að finna fjölmarga veitingastaði.
Morgunblaðið/sisi
Ægisgarður Hin nýju söluhús setja óneitanlega mikinn svip á Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er mikill munur frá fyrri tímum þegar skúrar og ósamstæð smáhýsi voru á Ægisgarðinum.
Nýju söluhúsin loksins í fulla notkun
- Ægisgarður við Gömlu höfnina hefur lifnað við - Faraldurinn hafði mikil áhrif á hvalaskoðun
Morgunblaðið/Eggert
Fyrri tíð Erlendir ferðamenn hafa fjölmennt á Ægisgarð til að panta ferðir.