Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 16

Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi Þegar ég var við nám í Bretlandi fengu nemendur bók frá Times Higher Educa- tion sem hafði að geyma yfirlit yfir ýmis störf í boði að loknu námi fyrir nemendur hjá hinum ýmsu fyr- irtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Yfirlitið var nokkuð ít- arlegt, mennt- unarkröfur fyrir hvert starf, starfs- lýsingar, upplýsingar um laun, tengiliði og fleira. Nákvæmar upp- lýsingar um öll laus störf til næstu þriggja ára sem byggðu á ákveðnum forsendum á hverjum tíma, þ.e. á langtímaatvinnustefnu stjórnvalda. Þannig auðveldaði atvinnustefna einstaklingnum að taka bestu ákvörðun fyrir sig. Árið 2018 sendu Samtök iðnaðar- ins frá sér skýrsluna Mótum fram- tíðina saman – atvinnustefna fyrir Ísland. Í skýrslunni var horft til framtíðar og gerðar tillögur að um- bótum sem ráðast mætti í á næstu tveimur árum til þess að auka verð- mætasköpun sem er grundvöllur að velferð og bættum lífsgæðum lands- manna. Síðustu ár hafa tilraunir verið gerðar með mótun atvinnu- stefnu fyrir Ísland en engin eiginleg afurð litið dagsins ljós. Hugbúnaðarsérfræðingur gærdagsins – lífeinda- fræðingur morgundagsins Með atvinnustefnu er ekki ein- ungis lagður grunnur að uppbygg- ingu til að styðja við efnahagslega velsæld heldur getur atvinnustefna verið rauði þráðurinn í stefnumótun hins opinbera, til að mynda ef við lít- um á menntamálin. Frambjóðendur í prófkjöri – nú eða ekki prófkjöri, fóru mikinn í vor og í upphafi sum- ars að merkja sér þau málefni. Skrifaðar voru fjölmargar greinar um menntakerfi framtíðarinnar og greinar sem fjölluðu um nýsköpun og rannsóknir og þá yfirleitt í sömu setningunni. Greinarnar áttu þó eitt sammerkt – hvergi var bent á nein- ar heildstæðar lausnir og jafnvel var á stundum erfitt að merkja af skrif- um hvað væri að menntakerfinu okkar, annað en að bæta mætti ár- angur í Pisa-könnunum. Árið 2012 las ég grein þar sem kom fram að starf hugbúnaðarsér- fræðingsins var talið eitt það mikil- vægasta í heiminum – á þeim tíma. Og hvað gerðum við nokkrum árum seinna? Fyrir tilstuðlan mennta- málaráðuneytisins, háskólanna og að frumkvæði einstakra sveitarfé- laga var farið að bjóða upp á nám til að mæta kröfum framtíðarinnar. Átak var sett af stað gagngert með það að markmiði að auka áhuga stúlkna og kvenna á forritun og hugbúnaðargerð, þ. á m. sérstakt átak á meðal stúlkna á miðstigi grunnskóla, Stelpur kóða. Átak sem þetta og önnur af svipuðum toga hafa vissulega borið árangur og skil- að sér í aukinni aðsókn allra kynja í iðn- og tæknigreinar. Ísland er þó enn eftirbátur annarra landa í þessum efnum. En í sömu grein var því spáð að tíu árum liðnum yrði starf líf- eindafræðingsins það allra mikilvægasta í heiminum. Síðan eru liðin nærri 10 ár og spár um mikilvægi líf- eindafræðinga hafa reynst réttar. Á fulla ferð áfram inn í 4. iðnbylt- inguna – stefnulaus Svíar gera ráð fyrir að störfum í landbúnaði muni fjölga um 2% á hverju ári fram til ársins 2030, sem gera um 41.900 ný, bein og afleidd störf tengd landbúnaði. Á íslenskan mælikvarða gætu það verið 1.500 störf í landbúnaði á Íslandi. Álíka greining hefur ekki farið fram hér á landi en Samtök iðnaðar- ins hafa aftur á móti spáð því að árið 2050 verði um 250 þús. manns starf- andi á vinnumarkaði hér á landi. Það þýðir að við þurfum að skapa 60.000 ný störf fram að þeim tíma eða 40 ný störf í hverri einustu viku næstu 30 árin! – Og hvar ætlar land- búnaðurinn að marka sér stöðu? Góð aðsókn er í Landbúnaðarhá- skóla Íslands næsta haust og sóttu yfir 200 framtíðarnemar um nám á háskólabrautum eða í búfræði. Flestar umsóknir bárust í BSc-nám í búvísindum og næstflestar í lands- lagsarkitektúr, auk þess sem mikil aðsókn var í búfræðinám. Þessi mikla ásókn kann að skýrast af áherslum stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum. Þá hafa ný hug- tök eins og „fæðuöryggi“ og „fæðu- sjálfstæði“, rutt sér til rúms í orða- forða landans í kjölfar heimsfaraldurs, því margir trúa því að við eigum að vera „sjálfum okkur nóg með fæðu“. En þýðir það að við eigum að rækta allt sjálf? Höfðum til skynsemi einstaklingsins Engir draumar eru of stórir og áherslan til framtíðar á að vera á nýsköpun til eflingar atvinnu á Ís- landi. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir landbúnað á Íslandi? Nýsköpun byggir nefnilega ekki eingöngu á því að gera eitthvað nýtt. Nýsköpun í framleiðslugrein eins og til dæmis landbúnaði gæti falist í því að innleiða og aðlaga nýj- ar aðferðir og tækni að íslenskum aðstæðum. Ég tel að höfða þurfi til skynsem- innar – tryggja að einstaklingurinn hafi valið en jafnframt að við göng- um úr skugga um að ekki verði við- varandi skortur á fólki með ákveðna fagþekkingu þannig að hætta skap- ist af og fæðuöryggi þjóðarinnar verði ógnað – t.a.m. eins og staðan er núna með skort á dýralæknum á landsbyggðinni. Væri ekki tilefni að tryggja samlegð innan há- skólabrauta? Fáir lögfræðingar eru t.d. sérfræðingar í málefnum land- búnaðarins og sjávarútvegs. Gera þarf fleirum kleift að sérhæfa sig í hinum ýmsu greinum – þvert á fræðasvið. Væri ekki áhugavert að vera útskrifaður búfræðingur með nokkra þekkingu í hollustuháttalög- gjöf og umhverfisrétti? Eftir Vigdísi Häsler Vigdís Häsler » Væri ekki áhugavert að vera útskrifaður búfræðingur með nokkra þekkingu í hollustuháttalöggjöf og umhverfisrétti? Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Stefnulaus á stefnumóti við framtíðina Nú hefur þorri þjóðarinnar verið bólusettur gegn Co- vid-19. Ég held þó að fæstir hafi fengið þau skilaboð að þetta væri þátttaka í bóluefnatil- raun. Fólk hefur bara bitið á jaxlinn og vilj- að klára þetta „hel- víti“, opna samfélagið aftur og komast til útlanda án vandræða. Það er búið að gefa út markaðs- leyfi fyrir Pfizer til þess að bólu- setja börn frá 12 ára aldri hér á landi. Þótt ekki hafi komið tilmæli sóttvarnayfirvalda um slíkt enn. Það er samt boðað að opnað verði fyrir bólusetningar eftir sumarfrí. Það virðist því vera stefnan að bólusetja börnin sama hvað hver segir. Ég hef ekki heyrt nein við- vörunarorð frá hérlendum vís- indamönnum eða læknum varðandi Covid-19-tilraunabólusetningar barna svo ég leyfi mér að þýða orð kanadísks vísindamanns, doktors Byrams Bridle sem er prófessor við Háskólann í Guelph. Sérsvið hans er ónæmiskerfið og bólusetn- ingar svo hann ætti að hafa sitt- hvað til síns máls og óþarfi að taka það fram að hann er enginn andbóluefnasinni. Þessi orð hans eru fengin úr leiðbeiningarbækl- ingi sem hann samdi fyrir foreldra og sendi kanadískum yfirvöldum: Það er ekki við hæfi að nota „til- rauna“-bóluefni á mannfjöldahóp nema gagnsemi bólusetning- arinnar yfirstígi hættuna við bólu- setninguna í mannfjöldahópnum. Hættan á alvarlegu Covid-19 í börnum, unglingum og ungu fólki á barneignaraldri er nú þegar svo lítil, að gagnsemi þess að bólusetja þessa hópa með bóluefni með óþekktri langtímaverkun getur ekki yfirstigið hættuna sem fylgir bólusetningunni. Með öðrum orð- um, hættan á alvarlegu Covid-19 er svo lítil í börnum, unglingum og ungu fólki á barneignaraldri að krafa um öryggi verður að vera mun hærri fyrir þau en fyrir aðra hópa. [1] Sama viðhorf kem- ur fram í opnu bréfi 40 lækna í Bretlandi sem telja slíkar bólu- setningar barna bein- línis siðferðilega rang- ar. [2]Um allan heim má sjá sama ákall lækna og vísinda- manna. Klappstýr- urnar öflugu fyrir bólusetningu barna og jafnvel fyrir þriðja skammti hinna full- bólusettu hafa þó ekki gefist upp. Það eru nefnilega sumir sem græða svakalega mikið á þessu trúboði. Bóluefni sem eru unnin með hraði ættu að vekja varkárni okkar. Skaði af bóluefnunum er þegar viðurkenndur í samfélaginu. Það er jafnvel kominn sérstakur dálkur á heimasíðu Sjúkratrygg- inga Íslands þar sem fram kemur að Sjúkratryggingar bæti „tjón þeirra sem fá bólusetningu á Ís- landi gegn Covid-19-sjúkdómnum á árunum 2020-2023 með bóluefni frá íslenskum heilbrigðisyf- irvöldum.“ [3] Dapurlegar sögur fólks sem hefur fundið fyrir skað- vænlegum aukaverkunum eru fjöl- margar. [4] Nú þegar þetta er skrifað eru tilkynntar 147 alvar- legar aukaverkanir vegna bólu- setninga til Lyfjastofnunar Ís- lands. [5] Fordæmi um takmarkalausa græðgi Við þurfum að gera okkur ljóst að bóluefnin færa lyfjaiðnaðinum óþekktan billjónagróða. Þegar beinharðir peningahagsmunir eru í boði er stundum skautað yfir hættumerkin. Það ættum við að hafa í huga þegar heilsa og fjör barna er í húfi. Sérfræðingum og læknum og vísindamönnum getur skjátlast, þeir eru mannlegir og geta látið undan þrýstingi mark- aðsaflanna og gert mistök. Hægt er að minna á skaðann af töflunum „góðu og hættulausu“ sem voru m.a. markaðsettar fyrir ógleði kvenna á meðgöngu fyrir 60 árum. Þar var lyfinu talídómíð framvísað í ofurtrú á visku „sérfræðinganna“ sem þar stóðu að baki. Afleiðing- arnar voru hörmulegar, fósturlát og börn sem fæddust með mikla vansköpun. Annað dæmi sem stendur okkur nær í tíma er ávís- un á sterkum verkjalyfjum til fólks, svokölluðum ópíóðum. Lyfja- fyrirtækið markaðssetti þessa vöru af harðfylgi og margir heim- ilislæknar ávísuðu þessum lyfjum til ungra sem aldinna, vitanlega í þeirri trú að „sérfræðingarnir“ væru traustsins verðir. Afleiðing- arnar hafa verið blóðugar, árlega leggja þessi lyf fjölda manns í gröfina. Látum ekki afvegaleiðast af markaðsherferð lyfjaiðnaðarins. Hlustum á óháða sérfræðinga og vísindamenn sem telja Covid-19- bólusetningar barna óþarfar og siðferðilega rangar. Tökum þá góðu og upplýstu ákvörðun að af- þakka tilraunabólusetningar barna. [1] https://www.canadiancovidc- arealliance.org/wp-content/uploads/2021/ 06/2021-06-15-children_and_co- vid-19_vaccines_full_guide.pdf [2] https://www.hartgroup.org/open- letter-child-vaccination/ [3] Bætur vegna bólusetningar gegn Co- vid-19-sjúkdómnum – Bætur vegna Co- vid-19-bólusetningar – Sjúkratryggingar Íslands – Icelandic Health Insurance (sjukra.is) [4] Allmikið safn af slíkum sögum er að finna á bloggi Þórdísar Bjarkar Sig- urþórsdóttur „Var sjaldan veik, en eftir sprautuna fæ ég allar pestir “ … – thor- disb.blog.is [5]Fjöldi aukaverkanatilkynninga vegna Covid-19-bóluefna – Lyfjastofnun Börn sem tilraunadýr – hugsum okkur um Eftir Auði Ingvarsdóttur »Hér er fjallað um boðaðar tilrauna- bólusetningar barna gegn Covid-19. Fólk þarf að vera upplýst um mögulegar og hættu- legar aukaverkanir sem þegar hafa verið skráð- ar og staðfestar. Auður Ingvarsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.