Morgunblaðið - 27.07.2021, Síða 17
Elsku elsku
mamma. Ég er enn
að meðtaka þá stað-
reynd að þú sért far-
in og tilhugsunin er
ótrúlega sár. Lífið getur svo sann-
arlega kippt undan manni fótun-
um; ég var ekki bara að missa
mömmu mína, heldur mína bestu
vinkonu.
Alveg síðan ég var unglingur
hefur það stundum hvarflað að
mér að við fengjum ekki að hafa
þig hjá okkur þar til þú yrðir göm-
ul. Nú óska ég þess að ég hefði
hlustað betur á innsæið, eins og
þú varst alltaf að hvetja mig til að
gera. Kannski hefði ég nýtt tím-
ann betur, nýtt meira af honum
með þér og verið þakklátari, tekið
betur eftir og lært meira.
Ég er strax farin að sakna
gönguferðanna, samtalanna og
fíflalátanna. Ég sakna þess að þú
munir hitta börnin mín og að þú
verðir á kantinum í svo mörgu
öðru sem ég á eftir að upplifa. Ég
sakna þess að geta tekið upp sím-
ann og heyrt í þér, bara til þess að
spjalla um ekki neitt. Við vorum
sérfræðingar í því. Mest sakna ég
þó samverunnar og hlátursins. Þú
kenndir mér að hláturinn er mik-
ilvægur því við fæðumst ekki á
þessa jörð til þess að hafa leið-
inlegt. Og við vorum góðar í því að
hafa gaman.
En elsku mamma, þú hefðir
ekki viljað að ég velti mér upp úr
því sem getur ekki orðið. Í staðinn
hefðir þú viljað að ég væri þakklát
fyrir góðar minningar og þann
tíma sem við fengum. Því það var
vissulega góður tími og það er
auðvelt að finna fyrir þakklæti í
þinn garð. Þú varst minn dyggasti
stuðningsmaður og ég mun sakna
þín gífurlega.
Það er þakklát og stolt dóttir
sem kveður þig í dag. Takk fyrir
allt.
Ástarkveðja,
Kristjana Louise.
Það var í september 1980 að ég
gekk upp stigann á Grundarstíg
10 í Reykjavík til að hefja nám í 3.
bekk D í Versló. Ég sá laust borð
hjá Þórunni og spurði ég hvort ég
mætti setjast við hliðina á henni.
Þórunn var sessunautur minn í
tvö ár. Við áttum það sameigin-
legt að hlæja mikið og gera grín
að okkur sjálfum.
Í 4. bekk var kennslustofan
okkar í „Nýja skólanum“, við
Þingholtsstræti 37 með útsýni yf-
ir Tjörnina. Við sessunautarnir
vorum við gluggann. Skólinn var
tvísetinn og vorum við eftir há-
degi í skólanum bæði í 3. og 4.
bekk. Þórunn var kosin í nefnd
Málfundafélagsins í 4. bekk og
var hún formaður þess í 6. bekk.
Hún hvatti mig til að koma á mál-
fundanámskeið en aldrei lét ég
verða af því.
Í 4. bekk vorum við í leikfimi í
Ármannsheimilinu við Sigtún. Ég
er rúmlega mánuði yngri en Þór-
unn og þegar Þórunn fékk bílpróf
fékk hún lánaðan hjá mömmu
sinni Trabant og fékk ég alltaf að
vera í framsætinu. Það var mikið
líf og fjör um borð og mikið hlegið.
Með okkur í leikfimi voru stelpur
úr 3. bekk. Það átti að vera körfu-
boltamót í Versló og var einn
bekkjarfélagi okkar sem sá um
skráninguna. Einn daginn koma
tvær stelpur inn í kennslustofuna
og segjast þær vera að skrá sinn
bekk á mótið. Ég lít á Þórunni og
segi: „Ef þær taka þátt í mótinu
þá tökum við líka þátt.“ Þetta var
einróma samþykkt af stelpunum í
✝
Þórunn Egils-
dóttir fæddist
23. nóvember 1964.
Hún lést 9. júlí
2021.
Útförin fór fram
24. júlí 2021.
bekknum. Engin
okkar æfði körfu-
bolta og kunnum við
ekki reglurnar vel.
En við mættum í
Íþróttahús Haga-
skóla. Ein okkar
notaði þá aðferð til
að stöðva andstæð-
ingana að halda í bol
þeirra. Leikurinn
var stöðvaður og
andstæðingum okk-
ar dæmdur sigur. Við vorum allar
ánægðar með að hafa tekið þátt í
þessu móti og héldum við upp á
þetta með því að fá okkur ís í Ís-
búð Vesturbæjar. Þegar við
mættum í skólann hafði frést
hvernig við höfðum komið fram
en toppurinn á þessu var að það
var skrifuð grein um okkur í
skólablaðið Viljann og skrifað að
við hefðum tekið ólympíuandann
okkur til fyrirmyndar.
Við Þórunn fórum hvor í sinn
máladeildarbekkinn. Eftir stúd-
entspróf hafði ég ákveðið að fara
til Flórens á Ítalíu í 6 mánuði til að
læra ítölsku. Ég frétti svo að Þór-
unn væri orðin kennari á Vopna-
firði. Við báðar ílengdumst, ég á
Ítalíu og hún fyrir austan.
Með tilkomu samfélagsmiðl-
anna varð mikil breyting og þá
auðveldara að vera í sambandi og
fylgjast með gömlum skólafélög-
um. Síðast sátum við saman í apríl
2015 þegar við níu skólasystur fór-
um saman út að borða í Reykjavík.
Yndisleg kvöldstund og mun ég
ylja mér við þær minningar.
Þegar við vorum í 4. bekk segir
Þórunn við mig: „Begga, þegar ég
dey þá áttu að skrifa minningar-
grein um mig, þú átt ekki bara að
skrifa það jákvæða um mig heldur
líka það neikvæða.“ Mér fannst
þetta vera eitthvað sem væri svo
fjarlægt en því miður er þessi
stund runnin upp. Ég get ekki
orðið við ósk hennar um að skrifa
eitthvað neikvætt um hana.
Mig dreymdi Þórunni aðfara-
nótt 11. júlí sl. Hún var í fallegu,
hvítu, nýju eldhúsi með fullt af
skápum.
Fjölskyldu hennar, foreldrum
og bróður sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín
Bergljót Leifsdóttir Mensuali.
Eðalvinkona er fallin frá.
Það fyrsta sem ég heyrði um
konuna var að fjögurra ára frændi
minn sem þá bjó á Vopnafirði bað
hana að giftast sér fljótlega eftir
að hún flutti þangað tvítug að
aldri, hann sá kosti hennar þótt
ungur væri. Ekki varð af þeim
ráðahag enda hafði hún þá þegar
fundið Haukinn sinn.
Síðan liðu hátt í 30 ár, þangað
til ég varð svo heppin að kynnast
Þórunni Egilsdóttur, verða sam-
starfskona hennar og fá fljótt að
kalla hana vinkonu mína.
Við kynntumst fyrst þegar við
tókum báðar sæti á framboðslista
fyrir þingkosningarnar árið 2013
og áttum upp frá því einstakt
samstarf, hlið við hlið, í þeim
verkefnum sem urðu á vegi okkar.
Við urðum líka alvöru vinkonur og
gátum treyst á hvor aðra. Það var
alltaf gaman á okkar ferðum,
hvort sem við ferðuðumst í skaf-
renningi á öræfunum, í logni og
blíðu við ysta haf eða spjölluðum
við fólk á þéttbýlli svæðum. Sím-
tölin voru að jafnaði nokkur á
viku, ef við vorum ekki við störf á
sama stað, og í þeim var fátt und-
anskilið.
Þórunn var baráttukona, ósér-
hlífin, æðrulaus og alltaf tilbúin til
að takast á við þau verkefni sem á
vegi hennar urðu hvort sem hún
valdi þau sjálf eða fékk þau í
hendurnar óumbeðið. Hún var
útivistarmanneskja frá blautu
barnsbeini, keppti á skíðum og
var í sveit sem unglingur. Hún
nýtti sína hæfileika og reynslu vel
í öllum sínum verkefnum hvort
sem þau tengdust bústörfum,
kennslu eða stjórnmálum. Að
kunna að búa til skyr eða hlúa að
lömbum og trjáplöntum má yfir-
færa á margt annað.
Í gegnum Þórunni kynntist ég
hennar fólki, fjölskyldunni og
þeim sem hún kaus að hafa í
kringum sig. Það hefur gert mig
ríkari.
Hún var svo innilega þakklát
foreldrum sínum fyrir veganestið,
fróðleikinn um landið, útivistina,
skíðafærnina og lífsviðhorfið, því
eins og margir vita voru þau feðg-
in alltaf „heppin með veður“, hvað
svo sem ferðafélögunum fannst.
Þá var ekki síður gott að kynnast
því gagnkvæma trausti sem þau
Haukur báru hvort til annars og
hversu samhent þau voru í að
vaka yfir fjölskyldunni, börnun-
um þremur og barnabörnum, án
óþarfa afskipta af þeirra högum.
Eins var samheldni allrar fjöl-
skyldunnar í verkefnum síðustu
mánaða eftirtektarverð. Þórunni
var eðlislægt að miðla og hvetja
þá sem hún umgekkst hverju
sinni og hún fylgdist stolt með
fólkinu sínu hvort sem það voru
„heimalningarnir“ sem höfðu
dvalist á heimili þeirra Hauks,
fyrrum nemendur, ættingjar eða
vinir, svo ekki sé nú talað um
bróðurinn sem haslaði sér völl í
annarri heimsálfu. Ég sendi fjöl-
skyldu Þórunnar og öllu hennar
fólki innilegar samúðarkveðjur og
blessunaróskir á þessum erfiðu
tímum.
Takk Þórunn, fyrir jákvæðn-
ina, stuðninginn og gleðina.
Líneik Anna Sævarsdóttir.
Það er með miklum söknuði og
eftirsjá sem við þingmenn og
starfsfólk Alþingis nú kveðjum fé-
laga og vin úr hópnum, Þórunni
Egilsdóttur. Það er ekki ofmælt
að Þórunn var sérlega vinsæl og
vel liðin enda glaðleg í viðmóti og
vönduð samstarfsmanneskja.
Meirihluta yfirstandandi kjör-
tímabils og meðan heilsan leyfði
gegndi Þórunn bæði formennsku í
þingflokki Framsóknarflokksins
og var fulltrúi hans í forsætis-
nefnd. Sem slík sat hún því alla
fundi bæði forsætisnefndar og
fundi forseta með formönnum
þingflokka. Hún var því við borðið
jafnt þar sem stjórnsýsla Alþingis
sem og öll skipulagning þingstarf-
anna og pólitískt samráð fer fram.
Við allt þetta nutu kostir hennar
sín vel. Þórunn var orðvör og
vönduð manneskja með hlýlegt
viðmót og góða nærveru.
Fyrir hönd okkar sem unnum
náið með henni í þessum verkefn-
um þakka ég hennar góða framlag
og veit að ég mæli það fyrir okkar
allra hönd að leitun var að betri
félaga.
Sama get ég sagt um samstarf
við hana í hópi okkar þingmanna
Norðausturkjördæmis. Það naut
hún reynslu sinnar úr sveitar-
stjórnarmálum og öðrum fyrri
störfum og landbúnaðurinn og
dreifbýlið átti í henni öflugan liðs-
mann.
En fyrst og fremst er söknuður
manns bundin við manneskjuna
sjálfa, þessa öflugu og sjálfstæðu
konu sem gaman var að kynnast,
vinna og ferðast með. Það er
þungbært til þess að hugsa að hún
hafi nú verið hrifsuð frá okkur á
besta aldri.
Mestur er að sjálfsögðu missir
eiginmanns, barna og annarra ná-
kominna. Ég votta þeim innilega
samúð mína og fjölskyldu minnar
og kveð Þórunni Egilsdóttur með
allt í senn í huga, söknuð og eft-
irsjá en einnig þakklæti fyrir góð
kynni.
Steingrímur J. Sigfússon.
Það var okkur í þingflokki
Samfylkingarinnar harmafregn
þegar við fengum að vita af and-
láti Þórunnar Egilsdóttur.
Hún var hjartahlýr mannvinur.
Það lýsir henni ágætlega að þegar
hún var í veikindaleyfi, farin í
stríðið við krabbameinið eins og
hún orðaði það sjálf, gaf hún sér
tíma til að hafa samband við þing-
flokksformann Samfylkingarinn-
ar til að kanna líðan okkar í þing-
flokknum í hinum pólitíska
ólgusjó.
Þórunn var þeim eiginleikum
gædd að geta með hæglætislegri
glettni og orðheppni létt spennu-
þrungið andrúmsloft. Það kom
sér oft vel á fundum þingflokks-
formanna með forseta Alþingis
þar sem meðal annars er samið
um dagskrá þingsins og lyktir
mála. Og jafnvel þó að oft væri
tekist á og Þórunni fyndist stund-
um augljóslega að fulltrúar
stjórnarandstöðu væru óbilgjarn-
ir þá gætti hún þess ávallt að
halda talsambandinu við okkur
opnu. Á það lagði hún áherslu sem
þingflokksformaður enda sann-
færð um að aðeins með þeim
hætti væri hægt að ná ásættan-
legri niðurstöðu á milli stjórnar
og stjórnarandstöðu.
Fyrir okkar persónulega sam-
band vil ég þakka. Aldrei sló í
brýnu okkar á milli en gagnkvæm
virðing ríkti fyrir mismunandi
sjónarmiðum.
Þórunn var afbragðs þingmað-
ur og gat verið hrókur alls fagn-
aðar á góðri stund, ekki síst með
fljúgandi hagmælsku sinni eins og
vel kom í ljós í þingveislum.
Við í þingflokki Samfylkingar-
innar og starfsfólk þingflokksins
minnumst Þórunnar Egilsdóttur
með þakklæti og virðingu og send-
um fjölskyldu og ástvinum hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Minningin um góða konu lifir.
Oddný G. Harðardóttir,
þingflokksformaður
Samfylkingarinnar.
Mér finnst sem ég hafi alltaf
þekkt Þórunni. Það lætur í sjálfu
sér nærri, ég var bara fjögurra
ára þegar ég kynntist henni fyrst.
Eftir að hún flutti fyrst til Vopna-
fjarðar varð hún heimilisvinur hjá
okkur fjölskyldunni á Lónabraut
21 og við urðum sérstaklega góðir
vinir. Svo góðir vinir raunar að ég
ákvað að henni skyldi ég giftast
og fannst sextán ára aldursmunur
þar engin fyrirstaða. Þórunn tók
þessari málaleitan minni vel og
var þetta frágengið okkar á milli
uns henni snerist hugur eftir að
hafa kynnst Hauki sínum. Ég erfi
það ekkert við hann, þau voru
heppin að finna hvort annað.
Þó að langt sé síðan á ég minn-
ingar frá því að hafa farið með
Þórunni í pössun að Refstað þar
sem hún bjó þá. Þangað fórum við
á forláta Trabant, miklu öndveg-
isfarartæki sem bar nafnið Júlíus
Túrbó, og þótti okkur malarveg-
irnir ráðast illilega að undirvagni
Júlíusar. Þegar komið var að
heimreiðinni var ég sendur út til
að opna hliðið en mér reyndist um
megn að loka því og lokaði sjálfan
mig alltaf úti þar til ég fór að
gráta. Þá kom Þórunn hlaupandi
til bjargar, eins og svo oft var
hennar hlutskipti.
Þórunn var góð kona út í gegn,
heil og sönn. Það skildi ég fjög-
urra ára og þess átti ég eftir að
njóta þegar leiðir okkar lágu sam-
an á stjórnmálasviðinu, í sveitar-
stjórnarstörfum á Austurlandi og
sem samherjar í Framsóknar-
flokknum. Þórunn var fremst
meðal jafningja í því starfi. Hug-
rökk, sönn og heiðarleg. Hún
hafði lag á að gera baráttuna og
erfiðleikana þess virði, sannur
leiðtogi sem ég hefði viljað fylgja
svo mikið lengur en örlögin
leyfðu. Ég sakna vinkonu, félaga
og foringja. Án hennar verður
ekkert eins, en hún skóp sér arf-
leifð sem lifir áfram í góðum verk-
um og dugandi afkomendum.
Þá er á bænum auður sess,
er átti höndin virk,
sem heimilisins gætti gulls
og gaf því yl og styrk.
Nú er þar yfir blæja breidd,
sem er bæði þung og myrk.
(Stefán J. Benediktsson)
Sárastur harmur er kveðinn að
fjölskyldunni á Hauksstöðum og
ég votta henni innilega samúð
mína.
Stefán Bogi Sveinsson.
Þórunn Egilsdóttir var einstök
kona sem gleymist engum sem
kynntust henni. Hún hafði hríf-
andi nærveru og mannkostir
hennar voru miklir. Rík réttlæt-
iskennd einkenndi hana og Þór-
unn var ávallt hún sjálf. Hún um-
gekkst fólk af virðingu og kom
fram við alla sem jafningja. Samt
stóð hún einhvern veginn upp úr.
Persónuleikinn var sterkur,
vitsmunir miklir, umhyggja og
kærleikur voru alltumlykjandi.
Og ekki síst húmorinn. Gat verið
beittur en létti ávallt stundina.
Við kynntumst þegar hún var
þingmaður en best kynntumst við
þegar hún varð formaður sam-
gönguráðs. Þar, sem annars stað-
ar, markaði hún djúp spor og náði
góðum árangri. Það munaði um
hana. Hún skynjaði mikilvægi
samgangna fyrir stórt og strjál-
býlt land og fannst brýnt að
hlusta á þjóðina og hennar þarfir.
Við starfsmenn samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins
minnumst hennar með þakklæti,
hlýhug og virðingu.
Hún var í stjórnmálum af því
hún hafði brennandi áhuga á að
auka lífsgæði þjóðarinnar og
jafna búsetuskilyrði fyrir alla
landsmenn. Jöfnun og samkennd
voru henni sérstaklega hugleikin.
Henni var ekki sama um örlög
fólks og þoldi ekki óréttlæti. Og
hún lét verkin tala. Borgarstúlkan
sem flutti langt frá borginni,
borgarbarn og sveitakona. Hún
var í senn náttúrubarn, hugsjóna-
rkona og höfðingi. Mannvinur.
Hún var kona sem sannarlega
breytti lífi samferðamanna sinna.
Það er sorglegt að henni hafi ekki
auðnast lengra líf. Við þökkum af
alhug fyrir Þórunni Egilsdóttur
og vottum foreldrum hennar, eig-
inmanni, börnum og öllum sem
henni unnu einlæga samúð.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Glæsileg, heilsteypt og jákvæð
forystukona er fallin frá í blóma
lífsins. Sár er söknuður fjöl-
skyldu, vina og flokksfélaga.
Þórunn Egilsdóttir vakti at-
hygli hvar sem hún kom og ekki í
síst þingsal. Hún bar sig með
reisn og klæddist vönduðum föt-
um og skartgripum, sem gjarnan
voru íslensk hönnun. Við setningu
Alþingis skartaði hún íslenskum
búningi.
Þingflokkur Framsóknar-
manna sem kom saman á vordög-
um 2013 var fjölbreyttur bæði
hvað varðaði bakgrunn og aldurs-
amsetningu. Þórunn var ómetan-
legur liðsmaður þessa hóps, enda
þingmaður sem trúði á samkennd
og gleði í mannlegum samskipt-
um. Ekki að undra að nærum-
hverfi hennar fyrir austan valdi
hana unga að árum til margvís-
legra trúnaðarstarfa. Hún var
oddviti sinnar sveitar, skólastjóri,
bóndi og kvenfélagsformaður.
Dýrmæta reynslu bar hún því
með sér í farteskinu, þegar hún
settist á þing. Samvinna og sam-
hugur voru lykilatriði í hennar
huga til að ná settum markmið-
um. Það er margs að minnast frá
árunum okkar saman í þing-
flokksherbergi Framsóknar-
manna og þar var oft glatt á
hjalla, þó að eðli máls samkvæmt
þyrfti að fjalla um snúin og erfið
mál. Gleði var aldrei langt undan
þar sem Þórunn var. Það var mér
ómetanlegt að hafa Þórunni mér
við hlið við stjórn þingflokksins,
enda tók hún við keflinu sem þing-
flokksformaður.
Alþingi er margslunginn
vinnustaður. Það sætti tíðindum
að í miðjum jólaönnum þingsins
árið 2013 stigu tveir þingmenn í
pontu og boðuðu stofnun hóps já-
kvæðra þingmanna. Þetta voru
stjórnarandstæðingurinn Óttarr
Proppé og stjórnarliðinn Þórunn
Egilsdóttir. Markmiðið var að
skapa betra andrúmsloft á vinnu-
staðnum milli einstaklinga þvert á
flokka. Þessum heiðursþing-
mönnum má þakka þessa við-
leitni, en því miður voru ekki allir
á þessari línu þeirra.
Það var sannarlega ekki sýnd-
armennska hjá nýja þingmannin-
um, Þórunni, sem réð þarna för.
Þetta var hennar einlæga lífstrú,
trúin á gleðina, sem síðan sýndi sig
svo vel í baráttu hennar við hinn
óskammfeilna gest sem gerði sig
heimakominn hjá henni. Karakter
fólks kemur hvað best í ljós þegar
erfiðleikar steðja að, fáir hafa
þann styrk og kjark að geta rætt
jafn einlæglega og opinskátt um
veikindi sín og hún gerði. Hún var
hetja og góð fyrirmynd.
Einkar ánægjulegt var að Þór-
unn ávarpaði þing kvenstjórn-
málaleiðtoga heimsins sl. júní-
mánuð. Meginstef fundarins var
að með fleiri konur við stjórnvöl-
inn gæti heimurinn orðið eðlilegri
og betri.
Ekki er gott að segja hvort það
voru forlög eða tilviljun sem réðu
för sl. júnímánuð er mér auðnað-
ist að hitta Hauksstaðahjónin á
góðum degi á Akureyri, sem ég
þakklát fyrir. Þennan dag var tek-
in skólfustunga að stækkun flug-
stöðvarinnar, framkvæmd sem
Þórunn og félagar okkar höfðu
barist fyrir.
Ég votta Hauki og fjölskyldu
mína dýpstu samúð, en arfleifðin
um jákvæða og einstaka fjöl-
skyldukonu lifir og hjálpar.
Blessuð sé minning kjarnorku-
konunnar Þórunnar Egilsdóttur.
Sigrún Magnúsdóttir.
Í dag er kvödd kær vinkona,
Þórunn Egilsdóttir alþingiskona,
sem ég kynntist þegar við tókum
sæti á Alþingi árið 2013.
Ég var stödd fyrir austan þeg-
ar ég frétti að Þórunn væri látin.
Ég var nýbúin að segja við fólkið
mitt að ég þyrfti að renna í
Hauksstaði og fá mér kaffibolla
með Þórunni. Þrátt fyrir að Þór-
unn hafi lengi barist við „boð-
flennuna“, eins og hún kallaði
krabbann, þá voru fréttirnar
óvæntar og sárar.
Þórunn fékk snemma það hlut-
verk að leiða þingflokk Fram-
sóknarflokksins og eins og annað
gerði hún það af festu og einurð.
Hún var heilsteypt í starfi sínu og
ávann sér traust og virðingu okk-
ar sem með henni störfuðu.
Við Þórunn kynntumst enn
betur þegar við fórum saman í
ríkisstjórnarsamstarf, báðar
þingflokksformenn með tilheyr-
andi skyldur og verkefni að leysa.
En við áttum líka margar stundir
þar sem við spjölluðum um lífið og
tilveruna sem ég er afskaplega
þakklát fyrir. Þórunn var með
eindæmum glaðlynd og með frá-
bæran húmor og sagði gjarnan
„við fæddumst ekki á þessa jörð
til að hafa það leiðinlegt“. Þannig
tókst hún líka á við veikindin með
bjartsýni að leiðarljósi enda ekki í
hennar orðabók að gefast upp eða
glata voninni.
Það var afskaplega ljúf og góð
stund þegar Þórunn leit við hjá
okkur í þinginu nú í sumarbyrjun
en hún hafði gert sér bæjarferð til
að flytja ávarp okkar þingkvenna
á heimsþingi kvenleiðtoga. Frá-
bært erindi og verðugt síðasta
verkefni hennar sem þingmaður.
Hún var hress að vanda þegar
ég heyrði í henni síðast. Var í
verkstjórahlutverkinu, sagði hún,
að stýra mannskapnum við ýmsar
framkvæmdir m.a. eldhúsið á
Hauksstöðum enda lét hún engan
bilbug á sér finna og var með
marga góða í verkinu eins og hún
komst að orði.
Í þessari lokakveðju minnist ég
glaðlyndrar og góðrar vinkonu
með mikilli hlýju og þakklæti.
Ég sendi Hauki, Kristjönu,
Guðmundi, Heklu, foreldrum Þór-
unnar og fjölskyldunni allri hlýjar
og góðar kveðjur á þessum erfiðu
tímum. Guð blessi minningu góðr-
ar konu.
Bjarkey Olsen Gunn-
arsdóttir, þingflokks-
formaður Vinstri grænna.
Þórunn
Egilsdóttir
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021