Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 19
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNARSSON, fyrrv. heildsali, Túngötu 39, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Laugarási, aðfaranótt föstudagsins 23. júlí. Dóra Emilsdóttir Reiners Anna Jónsdóttir Friðrik Jónsson Gunnar Jónsson Helga Gígja Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn lífið án þess að á manninn reyndi? Ég kemst hins vegar í vandræði ef ég reyni að ímynda mér hvað hefði þurft til að brjóta á bak aftur þína ljósu lund, elsku afi. Jafnvel þegar þú bölsótaðist yfir einhverju var glettni í augunum og það mót- aði fyrir brosi. Þið amma hafið alltaf gætt þess að halda bænum snyrti- legum, raunar til fyrirmyndar. Þið tókuð á móti öllum gestum, oft óvæntum og í mismunandi ástandi, en þið gerðuð það alltaf af virðingu, buðuð upp á kaffi og helst pönnukökur með. Afi, ég mun alltaf sjá þig fyrir mér, þar sem þú situr við eldhús- borðið, horfir yfir túnin, á hest- ana sem veittu þér gleði og upp í Skarðsheiðina, sem gnæfir yfir og skiptir litum. Hún hefur not- ið þeirra ómældu forréttinda að fylgjast með lífsins litbrigðum í lífi ykkar hjóna, Sigurðar Björnssonar og Sólveigar Sig- urðardóttur. Takk, elsku besti afi minn, fyrir öll árin og stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir öll skiptin sem ég fékk að gista hjá ykkur, fékk að aðstoða þig við bústörfin og finna hjartað slá í takt með ykkur ömmu, skepn- unum og landinu. Takk fyrir að vera öruggt athvarf, sem ég leitaði oft í án þess að láta þess getið. Þetta eru mín stóru for- réttindi. Ég á mér lítið leyndarmál, sem ég sagði þér aldrei frá, elsku vinur minn. Þegar ég þarf að róa hugann eða langar að finna til gleði í erfiðum aðstæð- um, þá birtist ég í túnfætinum við Stóra-Lambhaga III, hjá þér og ömmu. Þar munum við halda áfram að hittast um ókomna tíð. Hallur Þór Sigurðarson. Fallinn er frá Sigurður Björnsson, sonur Björns Finn- bogasonar og Guðlaugar Lýðs- dóttur, miðjubróðirinn í fimm bræðra hópi, allir fæddir á Felli, Kollafirði í Strandasýslu. Á hverju sumri frá því ég man eftir mér fékk ég að fara í sveitina að Lambhaga til Sigga og Sollu. Siggi Björns á flutn- ingabílnum, keyrandi úr Skil- mannahreppnum til Reykjavík- ur oft í viku og því var einfalt að skreppa upp eftir og koma þess vegna til baka daginn eft- ir. Þá þurfti að aka fyrir Hval- fjörðinn og vegurinn ekkert í líkingu við það sem nú er. Bíll- inn kominn í 10 km hraða í erf- iðustu brekkunum og rykið skelfilegt. Stoppað var á hverj- um bæ og man ég eftir rúmlega sex tíma akstri úr Hvassaleitinu upp á Lambhaga en oft voru þetta 4-5 tíma túrar. Siggi Björns með uppbrettar ermar, „svartur“ á höndum og í andliti (enda varð maður brúnn í gegn- um bílrúður í denn), þekkti allt og alla alls staðar, hvarvetna aufúsugestur, hávær og afskap- lega skemmtilegur. Ég var ekki skemmtilegasti farþeginn, alltaf bílveikur, kastandi upp á u.þ.b. klukkutíma fresti en við vorum yfirleitt ekkert að stoppa fyrir svoleiðis, ég lét bara gossa út um gluggann enda öllu vanur, með bíladellu en bílveikari en allir sem ég hef kynnst. Siggi passaði því alltaf upp á að eiga kók handa mér í bílnum svo ég hefði nú eitthvað til að kasta upp. Ég þekki því „alla“ bæi í Hvalfirði og upp í Melasveit og hverjir voru ábúendur en aldrei fór ég inn á bæ, beið bara bíl- veikur inni í bíl að jafna mig meðan á stoppi stóð. Á Lamb- haga var Siggi Sig., sonur Sollu og Sigga, jafnaldri minn og vin- ur, fordekraður þar til Bjössi bróðir fæddist seint og um síð- ir. Meðan á dvölinni á Lamb- haga stóð höfðum við Siggi Sig. lítið af pabba hans að segja, við vorum sjálfala og Solla sá um að fæða okkur og það var ekki fyrr en löngu seinna að við fór- um að létta undir með aflestun á áburði og slíku eftir að öxlin fór verulega að plaga Sigga Björns. Mér er til efs að Siggi Björns hafi eignast óvini um ævina sem nær að spanna hátt í hundrað árin, alla tíð frískur, hress og með á nótunum. Skaplaus var hann ekki en hann var þannig af guði gerður að manni gat ekki annað en líkað við hann. Það er með mikilli hlýju sem ég kveð þennan síðasta föður- bróður minn og við Klara vott- um Sollu og sonunum og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Þröstur Lýðsson. 20 ásamt hópi ungs fólks með svipaðar fatlanir. Baldur talar alltaf fallega um tíma Bjarka á Kópavogshæli og segir mér að honum hafi verið sinnt þar af al- úð og elsku. Það var hins vegar þröng á þingi og í minningunni var þar líf og fjör, stundum í meira lagi og ég hafði strax á til- finningunni að Bjarka þætti á stundum nóg um. Já, ég segi „á tilfinningunni“ því oft fannst manni erfitt að eiga venjuleg samskipti við Bjarka. Fötlun hans gerði það að verkum að erf- itt var að skilja tjáningu hans og stundum vissi maður ekki hvað hann sá eða heyrði. Á þeim tíma var hann oft með hjálm á höfðinu því hann sló sig ítrekað í höfuðið og virtist ekki ráða við þá hreyf- ingu. Annað átti þó eftir að koma í ljós þegar hann flutti í Berjahlíð í Hafnarfirði árið 1999. Hann fékk eigið herbergi í þessu fal- lega húsi. Hann hætti að slá sig og hjálmurinn hvarf. Kannski var hann bara að mótmæla lát- unum og vildi komast í sinn frið og ró? Í Berjahlíð bjó hann síðari 22 ár ævi sinnar. Það tók mig mörg ár að skilja að Bjarki gat tjáð sig og Bjarki sá og heyrði miklu meira en maður vissi. Sorg hans þegar Obba, móðir þeirra systkina féll frá árið 2013, var sönnun þess. Líka hve hann gladdist þegar hann sá eða hitti systkini sín, Baldur og Ólöfu. Stundum vildi ég að maður hefði gefið sér meiri tíma til að sitja hjá honum, rabba, hlusta og læra. Lífsgæði hans bötnuðu stöðugt í Berjahlíð og hann naut þess að synda, hlusta á tónlist, fá nudd, leika með iPad, borða góð- an mat og ferðast til heitari landa, en það var það skemmti- legasta sem hann vissi. Hann mótmælti alltaf þegar hann var rakaður og að lokum fékk hann sitt fram og skartaði fallegu skeggi síðustu árin. Enginn hafði fallegra skegg en Bjarki. Starfsfólkið í Berjahlíð, sem var eins og önnur fjölskylda hans, gerði svo margt skemmti- legt með heimilisfólkinu og oftar en ekki dúkkaði Bjarki upp með Þóri Bjarka, vini sínum, þar sem ég var að skemmta eða syngja. Hann kom í jólaþorpið í Hafn- arfirði, á tónleika í Grafarvogs- kirkju og á Hinsegin daga í mið- borg Reykjavíkur. Hann kom líka í jólaboðin okkar á Túns- bergi og það voru mikilvægustu stundir ársins að bera Bjarka, fínan og strokinn, inn í hús. Hann var andaktugur, dálítið feiminn en svo hjartanlega vel- kominn. Ég held að hann hafi vit- að það og fundið. Heilsu Bjarka hrakaði undanfarin ár og að lok- um varð dauðinn ekki umflúinn. Hann varð 44 ára og kvaddi með pabba sinn, Ólöfu og Álfrúnu Perlu við hlið sér. Ég er svo þakklátur fyrir tímann með Bjarka, fyrir það sem hann kenndi okkur öllum. Hann sýndi æðruleysi í erfiðum aðstæðum og snerti með lífi sínu fjölmargar manneskjur sem elskuðu hann, gráta og sakna. Minning Bjarka lifir í ljósinu og lifir í hjartanu. Felix Bergsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 ✝ Guðjón Heiðar Gunnbjörns- son var fæddur á Sólvangi í Hafnar- firði 20. júlí 1964 og ólst upp þar í bæ. Hann lést á heimili sínu 13. júlí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- björn Jónsson sjó- maður, frá Bolungarvík, f. 13. mars 1931, d. 2. október 2005, og Guð- björg María Sigfúsdóttir frá Stóru Hvalsá í Hrútafirði, f. 5. júní 1929, d. 13. janúar 2004. Guðjón Heiðar var yngstur sex systkina en þau eru Krist- ín Gróa Gunnbjörnsdóttir, f. 12. júlí 1952, d. 11. febrúar 2017, Sigfús Brynjar Gunn- björnsson, f. 25. október 1954, Jón Valdimar Gunnbjörnsson, f. 31. mars 1957, Sólbjörg janúar 1989. Barn þeirra, Þór- ey Elísabet Elíasdóttir, f. 25. júní 2019. 2) Hafsteinn Örn Guðjónsson læknanemi, f. 24. apríl 1996, og 3) Ragnheiður Elín Guðjónsdóttir nemi, f. 5. júlí 2002. Guðjón Heiðar gekk í barnaskóla í Hafnarfirði og lauk síðar námi í húsasmíði frá Iðnskólanum. Fékk rétt- indi sem húsasmíðameistari 1999. Fyrstu ár starfsævinnar vann hann hjá BÓ og síðar Byggðaverki en stofnaði árið 1993 Deka ehf. ásamt fleirum og vann þar allar götur síðan, lengst af með félaga sínum, Sveini M. Einarssyni. Verk- efnin voru margvísleg en við- hald og endurbætur á eldri húsum voru þar stór þáttur og má þar nefna Hannesarholt, gamla Borgarbókasafnið, Reynivallakirkju, Fríkirkjuna í Reykjavík o.fl. Hann var ósér- hlífinn, vandvirkur og hafði gaman af vinnu sinni og stundaði hana lengst af þrátt fyrir erfið veikindi. Útför Guðjóns Heiðars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 27. júlí 2021, klukkan 13. Gunnbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1959, og Kristbjörg Gunn- björnsdóttir, f. 12. mars 1961. Guðjón Heiðar kvæntist 15. ágúst 1994 Elínborgu Sigvaldadóttur, f. 23. apríl 1962, og bjuggu þau í Kópavogi þar sem hann byggði fjöl- skyldunni sitt hús. Foreldrar Elínborgar eru Sigvaldi Fjeld- sted, f. 16. nóvember 1935, fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni í Búðardal, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 16. september 1939, sjúkraliði. Börn Guðjóns Heiðars og Elín- borgar eru 1) Guðrún María Guðjónsdóttir verkfræðingur, f. 13. ágúst 1990, í sambúð með Elíasi Mikael Vagni Sig- geirssyni verkfræðingi, f. 23. Elsku hjartans vinur Æðruleysi og þrautseigja voru eiginleikar sem einkenndu þig alla tíð og ekki hvað síst í erfiðum veik- indum allt fram á síðasta dag. Og nú þegar þú ert farinn sitja eftir dýrmætar minningar og þakklæti, ekki hvað síst, fyrir börnin okkar og afabarn sem þú varst svo stolt- ur af. Í huganum sé ég þig nú í Sumarlandinu frískan og glaðan, kannski kominn með hamarinn í hönd tilbúinn til nýrra verka. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin, sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú finnur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (Hannes Hafstein) Þín Elínborg. Það var einstök gæfa að kynn- ast Guðjóni Heiðari Gunnbjörns- syni, húsasmíðameistara í Deka. Við fjölskyldan kynntumst Guð- jóni þegar hann var fenginn til að stýra endurgerð og uppbyggingu á húsinu að Grundarstíg 10 í Reykjavík, sem nú er Hannesar- holt. Húsið fékk viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir endur- gerð á gömlu húsi og gestir dásama fallegt handverk sem skín í gegn í hverju horni. Guðjón fór fyrir vaskri sveit fagmanna og tókst að skapa andrúmsloft sam- heldni og heilinda og ekki spillti pönnuköku- og vöfflubaksturinn sem Guðjón stóð fyrir í lok hverr- ar vinnuviku á föstudögum í fram- reiðslueldhúsinu á jarðhæðinni. Við göntuðumst með það að þar hefði Guðjón plantað fyrsta fræinu að veitingarekstri í Hann- esarholti. Hópurinn vann saman eins og einn maður líkt og hann hefði aldrei gert annað, eins og Guðjón hafði sjálfur á orði, og við vöndumst því að tala um heimilis- fólkið í Hannesarholti. Slíkur var samtakamátturinn og einingin sem skapaðist milli allra sem að Hannesarholti komu á þessum undirbúningsárum og hefur hald- ist æ síðan. Þessi eining og já- kvæðni gerði gæfumuninn til að við aðstandendur hússins gáfumst ekki upp fyrir mótlæti sem varð á vegi okkar á þessum árum og kláruðum verkefnið. Virðing og væntumþykja óx upp af þessum samskiptum við Guðjón, sem smitaðist yfir á El- ínborgu konu hans, en þau voru einstaklega samstiga og falleg hjón. Mikil var gleði okkar þegar Jón Ágúst sonur okkar hafði feng- ið smíðabakteríuna og komst á samning hjá Guðjóni og hefur í samfélagi þeirra eðalsmiða í Deka kynnst listinni á bak við smíðina. Hann syrgir nú kæran meistara með nýfæddan son í fanginu og síðustu skilaboðin milli þeirra voru árnaðaróskir vegna sonarins. Það hefur verið nístandi fyrir alla ástvini að fylgjast með sjúk- dómnum ræna kröftum og lífs- neista Guðjóns, sem barðist á móti til hinstu stundar. Við sem urðum honum samferða erum ríkari fyrir vikið og eigum ævarandi minn- ingu um mætan mann. Fyrir hönd fjölskyldu okkar og heimilisfólks- ins í Hannesarholti sendum við Elínborgu og fjölskyldu og sam- starfsmönnum Guðjóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Arnór Víkingsson. Það liggur sérstakur ilmur í loftinu þegar komið er inn í húsið um morguninn, ilmur sem smeyg- ir sér í gegnum steypurykið og timburlyktina sem annars ein- kennir byggingarstaðinn. Það er meira að segja hljótt, hamars- höggin þögnuð og búið að slökkva á loftpressunni. Það er vöfflukaffi í kjallaranum í Hannesarholti. Guð- jón smiður er að steikja vöfflur of- an í mannskapinn, alla þá sem voru á staðnum og hina sem þurftu e.t.v. að vera annars staðar en skruppu frá, arkitektar og verkfræðingar höfðu líka fengið boð. Þegar kaffið er komið í boll- ana og vöfflurnar hverfa jafnóðum og þær eru tilbúnar tekur skvaldr- ið við sér og þetta verður það sem stefnt var að, samverustund manna sem vinna að sama marki í sama húsi. Stundum er talað um anda staðarins og þá er oftast átt við sögulegt umhverfi, menningar- sögulega arfleifð í umhverfinu eða einhver slík einkenni sem skipta máli, beri að varðveita og hlúa að. Snúi maður orðunum við og tali um staðaranda nálgast það að vera lýsing á einmitt því sem tókst að móta í fyrrnefndum kaffitíma og ekki bara þar, heldur einnig í öllu hinu daglega amstri á vinnu- staðnum Þetta var reyndar ekki eina húsið þar sem vöfflur höfðu verið steiktar á þriðjudagsmorgnum, í dumbungi eða sól, fokheldum eða einangruðum. Þau voru orðin nokkuð mörg, húsin sem þessi sami hópur hafði unnið að og kom- ið saman í morgunkaffi hjá Guð- jóni, alltaf í þessum sama tilgangi, auk þess að gleðja magann, að setjast saman og fá tækifæri til að láta móðan mása um annað en bara dagsins önn. Kaffitímarnir sem vitnað er til hér að framan voru ekki alla daga, það gat liðið langt á milli, stundum voru þeir tilkynntir með stuttum fyrirvara, stundum af gefnu tilefni, stundum ekki. Þeir voru svona eins og vörð- ur í verkunum, milli vinnudag- anna og verkefnanna eða þegar blása þurfti lífi í staðarandann augnablik. Við félagarnir kynntumst smið- unum Guðjóni og Sveini fyrst um aldamótin síðustu, við kunnum að meta vinnubrögð þeirra og fag- mennsku við smíðar og frágang og þeir kvörtuðu ekki oft undan teikningum okkar og samstarfið varð okkur öllum því lærdómsríkt og skemmtilegt. Þeir lögðu sig eft- ir vandaðri smíði og klassískum og hefðbundnum vinnubrögðum, einkum við eldri byggingar, bæði úr steini og timbri, svo fáir léku þeim eftir og stjórnuðu oftar en ekki þeim verkefnum frá upphafi til loka og það sem sagt hafði verið stóðst. Því er vöfflukaffið í Hannesar- holti nefnt hér í upphafi að sá stað- arandi sem þar skapaðist, sam- band á milli vinnandi manna, sem höfðu gleði af og metnað fyrir vinnu sinni og samstarfi sín á milli, sá staðarandi hélst lengi eftir að verkunum lauk og Hannesarholt stóð áfram opið fyrir verkamönn- um sínum og geymdi anda þeirra. Við þökkum Guðjóni samvinn- una og vináttuna til margra ára og margra verka og vottum ástvinum hans innilega samúð okkar. Grétar Markússon, Gunnar St. Ólafsson, Stefán Örn Stefánsson. Í stað þess að hringja í minn kæra vin Guðjón Heiðar og óska honum til hamingju með afmælið sit ég hér á afmælisdegi hans og skrifa minningargrein um góðan mann sem fallinn er frá allt of snemma, aðeins fimmtíu og sex ára að aldri. Við Heiðar kynntumst í Víði- staðaskóla í 1-Z fyrir um fimmtíu árum og höfum fylgst að síðan, sem bekkjarfélagar, æskuvinir og síðar fjölskylduvinir. Heiðar var traustur og góður vinur og við höf- um brallað mikið saman. Ég minnist heimsóknanna á æskuheimili Heiðars, þar var vel tekið á móti manni hvernig sem stóð á. Við ferðuðumst saman um landið, var þar bæði um að ræða dagsferðir og tjaldferðalög. Oft var Albert sameiginlegur vinur okkar með í för. Við skemmtum okkur einnig mikið saman, Klúbb- urinn, Sigtún og Hallærisplanið voru viðkomustaðir okkar, sem enduðu oft á Stöðinni í heimabæ okkar, Hafnarfirði. Við brugðum þó einu sinni út af vananum og ákváðum að kíkja á Hótel Borg. Það var góð ákvörðun, enda kynntust Heiðar og Elínborg það kvöldið og hafa þau verið óslitið saman síðan. Við erum minnug skemmtilegrar heimsóknar þeirra ásamt börnunum Hafsteini Erni og Ragnheiði til okkar tíl Noregs 2013 þegar þau voru á leið til Guð- rúnar Maríu sem þá var við nám í Gautaborg. Heiðar og Elínborg bjuggu sér gott heimili á Hólahjalla í Kópa- vogi. Þau byggðu hús sitt sjálf, enda Heiðar húsasmíðameistari og öllum hnútum kunnugur. Við aðstoðuðum hvor annan við hús- byggingar á sínum tima. Það var gaman að fylgjast með Heiðari að störfum, hann var laginn með hamarinn, þolinmóður og vand- virkur með afbrigðum og skilaði góðu dagsverki. Heiðar hefur einnig fengist við listræna hönn- un, sem kom nokkuð á óvart. Hann hannaði og smíðaði fata- hengi í skemmtilegum bogadregn- um stíl sem nú prýðir heimili þeirra. Heiðar hefur þurft að berjast við krabbamein í rúm sjö ár, með nokkrum hléum. Á síðasta ári var þó ljóst að hann myndi tapa bar- áttunni, það var bara spurning um tíma. Heiðar var mjög æðrulaus og sterkur í veikindum sínum, hann tók þessu eins og hverju öðru verkefni og stóð uppréttur fram á síðasta dag. Fjölskyldan stóð einnig sterk saman í veikind- um Heiðars. Þar sem ég er búsettur í Dan- mörku ákváðum við vinirnir, Heið- ar og Albert, að hittast á Zoom- fundi og spjalla saman. Við funduð- um vikulega í um hálft ár og spjöll- uðum um heima og geima. Þetta voru góðir vinafundir og nauðsyn- legir okkur öllum. Það var slegið á létta strengi í bland við alvarlegar samræður. Við stefndum að því að hittast í júlí og náðum svo loks að hittast á heimili Heiðars og Elín- borgar degi áður en Heiðar féll frá. Elsku vinur, þín er sárt saknað, ég er þess fullviss að við munum hittast að nýju þótt þú hafir ekki trúað því fyrr en kom að kveðju- stundinni. Minningin um Heiðar mun lengi lifa og ég sakna nú þegar samverustundanna með honum. Við Ingibjörg og börn vottum El- ínborgu, börnum, tengdasyni, barnabarni svo og systkinum Heiðars og mökum þeirra innilega samúð á þessum erfiðu tímamót- um. Bjarni S. Einarsson. Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.