Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa kl. 9-12.30, botsía kl. 10-
11, félagsvist kl. 13-15.45, tálgað í tré kl. 13-15.45, kaffi kl. 14.30-15.20.
Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á skrifstofu Samfélagshúss eða í
síma 411-2701 & 411-2702.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.Töfrasýn-
ing / skemmtun kl. 13. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir
velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista-
smiðja kl. 13-15.30. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30. Gönguhópur frá kl. 10.
Núvitund kl. 11. Listaspírur frá kl. 13. Athugið sóttvarnir og grímu-
skyldu. Félagsvist á miðvikudögum fellur niður fyrst um sinn.
Gjábakki Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla þriðjudaga milli
kl. 13. og 15 í sumar. Jóga fyrir alla eldri borgara kl. 10. Opin vinnu-
stofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl.
13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.Tækni-
aðstoð kl. 10.30-11.30. Gönguferð kl. 13.30.
Korpúlfar Botsía kl. 10 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum.
Spjallhópur kl. 13 í listasmiðju. Endilega komið og njótið.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hópþjálfun
með hreyfiteyminu okkar kl.10.30 og svo verður haldið í gönguferð í
verslun kl. 13. Kl. 14.15 verða svo tveir þættir af Kötlu á dagskrá, en
Katla er ný æsispennandi þáttaröð úr smiðju Baltasar Kormáks.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Sundlaug Seltjarnarness er lokuð í dag, kaffispjall í
króknum frá kl. 9, pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30, því miður
þurfum við að fresta ferðinni okkar í Hellisgerði, við munum auglýsa
nýja dagsetningu þegar nær dregur.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝
Pálmi Stefáns-
son fæddist á
Litlu-Hámundar-
stöðum á Árskógs-
strönd þann 3. sept-
ember 1936. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 15. júlí
2021.
Pálmi var sonur
hjónanna Stefáns
Einarssonar, f.
1902, d. 1958, og
Önnu Þorsteinsdóttur, f. 1909, d.
1994. Pálmi var þriðji í röð sjö
systkina. Þau eru Rósa, f. 1930,
d. 2014, Valgeir Þór, f. 1934,
Anna Lilja, f. 1938, Svandís f.
1943, d. 2012, Steingrímur, f.
1946, d. 2002, og Stefán Páll, f.
1948, d. 1987.
Pálmi kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Soffíu Kristínu
Jónsdóttur, f. 17.7. 1947, þann
10.12. 1967. Börn
þeirra þrjú eru: 1)
Haukur, f. 1968,
kvæntur Sigur-
björgu Ósk
Sigurðardóttur, f.
1976. Þau eiga Stef-
án Elí, f. 2000, Ástu
Sóleyju, f. 2005, og
Neó Tý, f. 2007. 2)
Björk, f. 1969, gift
G. Ómari Péturs-
syni, f. 1964. Þau
eiga Helgu Sigrúnu, f. 1989,
Kristófer Leó, f. 1994, Ívan Geir,
f. 1996, Aþenu Björk, f. 2004, og
Elenu Soffíu, f. 2007. 3) Anna
Berglind, f. 1979, gift Helga
Rúnari Pálssyni, f. 1979. Þau eiga
Arnór Inga, f. 2000, Pálma Þór, f.
2008, og Helgu Maren, f. 2011.
Útförin fer fram í Glerár-
kirkju í dag, 27. júlí 2021,
klukkan 11.
Komið er að kveðjustund
Pálma, frænda okkar hjóna.
Margar góðar minningar rifjast
upp. Við Pálmi vorum systkina-
börn og á æskuheimili hans,
Litlu-Hámundarstöðum, var ég
tíðum heimagangur sem barn og
unglingur og þessi fjölskylda ná-
tengd minni og mikil samskipti
milli bæjanna. Pálmi var með
talsverða sjónskerðingu allt frá
barnsaldri, en það var undravert
hvað honum tókst að vinna úr því
og aldrei varð maður var við það,
að hann sæi ekki eins vel og aðrir.
Pálmi eignaðist strax á unglings-
aldri harmóníku og varð það til
þess að það hljóðfæri fylgdi hon-
um til æviloka. Reyndar búinn að
eiga margar slíkar. Hans ævistarf
snerist að mestu leyti um músík.
Hann spilaði fyrir dansi á mörg-
um stöðum, allt frá því að spila
einn, við annan mann eða í hljóm-
sveitum. Gömlu dansarnir voru í
uppáhaldi hjá okkur báðum og
sennilega höfum við hjónin oftast
dansað á dansleikjum þar sem
Pálmi spilaði fyrir dansinum. Við
Pálmi höfum unnið saman að
verkefnum í sambandi við gömlu
dansana. Pálmi var alltaf tilbúinn
að koma út á Strönd og spila fyrir
okkur, hvort sem það var á al-
mennum dansleik eða fyrir félög-
in eða kirkjukórinn í sveitinni.
Pálmi var alltaf tilbúinn. Takk
fyrir það. Það vill svo til að mað-
urinn minn, Sveinn Jónsson, er
jafn mikið skyldur Pálma og ég.
Þeir eru bræðrasynir og hafa átt
góðar stundir saman. Eitt sinn
stunduðu þeir sögulega grá-
sleppuútgerð ásamt Þorsteini,
bróður mínum. Það er stundum
rifjað upp og haft gaman af. Með
öðrum bróður mínum, Birgi, var
hins vegar samstarf í músíkinni,
báðir höfðu gaman af að spila á
hljóðfæri og að spila fyrir dansi
hér og þar. Pálmi flutti ungur úr
sveitinni til Akureyrar og þar á
hann yndislega konu og þrjú börn
sem öll eru með fjölskyldur.
Soffía hefur oft verið bílstjórinn á
ferðum þeirra, þar sem Pálma var
meinað að taka bílpróf, og aldrei á
henni að heyra að það væri neitt
annað en sjálfsagt og gaman. Við
Sveinn viljum þakka fyrir alla
samfylgd við frænda okkar og
fjölskyldu hans og sendum þeim
öllum ásamt öðrum ættingjum og
vinum hans samúðarkveðjur.
Við kveðjum öll, en hvenær? Ekkert
svar.
Hverju verður næsta veröld prýdd?
Verður kannski bjart að búa þar?
Við bara flytjum næst í aðra vídd.
(Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson)
Hvíl þú í friði.
Ása Marinósdóttir.
Föðurbróðir minn og lærifaðir,
Pálmi Stefánsson, er látinn. Ég á
honum mjög mikið að þakka.
Hann var algjör erkisnillingur.
Um miðjan sjöunda áratug síð-
ustu aldar stofnaði hann og stýrði
hljómsveitinni Póló, sem var um
skeið vinsælasta hljómsveit
landsins og sum lög sveitarinnar
lifa enn með landanum - Glókoll-
ur, Á heimleið og Lóan er komin
eru þar á meðal.
Pálmi stofnaði hljóðfæra- og
plötuverslun, Tónabúðina, á Ak-
ureyri á svipuðum tíma og Póló
fór í gang. Erfiðlega gekk að fá ís-
lenskar plötur til sölu, þar sem
einhverjir útgefendur höfðu gert
einkasölusamning við aðra versl-
un á Akureyri. Þá stofnaði hann
Tónaútgáfuna og gaf út plötur
með Póló, Geirmundi Valtýssyni,
Ævintýri, Flowers, Ingimari Ey-
dal, Kristínu Ólafsdóttur, Örvari
Kristjánssyni og mörgum fleir-
um.
Tónaútgáfan gaf t.d. út fyrstu
plötu Björgvins Halldórssonar og
Lifun með Trúbroti, svo eitthvað
sé talið, og setti síðar upp hljóð-
ver á Akureyri.
Pálmi kvæntist úrvalskonunni
Soffíu (Ossa frænka oftast köll-
uð), sem lifir mann sinn. Börn
þeirra og barnabörn hafa heldur
betur markað spor sín í menn-
ingu, listum, íþróttum og við-
skiptum á Akureyri og víðar -
enda ljómaði Pálmi af stolti í
hvert sinn er hann talaði um
börnin og barnabörnin.
Pálmi réð mig í afleysingar í
Tónabúðinni á Akureyri fyrir
tæpum 30 árum, en á þeim tíma
var ég í hljómsveit með Hauki
syni hans. Pálmi hóf þá aðeins að
siða mig til og kenna og alltaf
báru viðskiptavinirnir mikla virð-
ingu fyrir honum. Tónabúðin setti
svo upp útibú í Reykjavík 1994 og
þar starfaði ég lengi, fyrst í af-
leysingum og svo í fullu starfi þar
til verslunin var seld 2007. Lær-
dómsríkur og gríðarskemmtileg-
ur tími með bráðskemmtilegum
vinnufélögum og viðskiptavinum.
Blessuð sé minning Pálma,
hann var úrvalsmaður og ég á eft-
ir að sakna hans mikið.
Ingvar Valgeirsson.
Kveðja frá Kiwanis-
klúbbnum Kaldbaki
Við Kaldbaksfélagar kveðjum
nú einn af máttarstólpum klúbbs-
ins okkar, Pálma Stefánsson.
Pálmi hefur verið félagi í Kald-
baki lengur en nokkur annar eða í
um 50 ár, alltaf með mjög góða
mætingu og þurfti mikið að ganga
á svo hann kæmi ekki á fundi eða
aðrar samkomur hjá klúbbnum.
Hann var forseti Kaldbaks starfs-
árið 1986–87 og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum í gegnum tíðina
eins og gengur og var nokkurs
konar akkeri fyrir þá sem vildu
fara svolítið fram úr sér með alls
konar hugmyndir í klúbbstarfinu.
Þá kom hann fram með sínar
skoðanir, á sinn rólega og yfirveg-
aða hátt sem allir tóku tillit til.
Þær voru ófáar samkomurnar
sem Pálmi mætti á með nikkuna,
hvort það voru jólafundir, jóla-
trésfagnaðir eða skemmtikvöld.
Fyrir síðasta jólatrésfagnað okk-
ar hafði hann veikst mikið nokkru
áður og töldum við ólíklegt að
hann gæti spilað en þegar við
færðum það í tal við hann, hvort
hann treysti sér til þess, þá hélt
hann það nú, hann færi ekkert að
bregða út af vananum. Svona var
hann, skilaði alltaf sínu. Pálmi var
gegnheill Kiwanismaður og hann
sagði okkur að eitt sinn hefði
hann verið spurður af hverju
hann væri búinn að vera svona
lengi í Kiwanis, þá svaraði hann
því til að hann hefði aldrei tímt að
hætta, þetta væri svo góður fé-
lagsskapur. Við teljum þetta orð
að sönnu. Að leiðarlokum þökkum
við Kaldbaksfélagar Pálma fyrir
samfylgdina á liðnum árum og
sendum fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. Kiwanisklúbbsins Kald-
baks
Kristinn Örn Jónsson forseti.
Ég kynntist Pálma fyrir rúm-
um 60 árum síðan þegar sameig-
inlegur vinur okkar leiddi okkur
saman í hljómsveit, en það var
Birgir Marinósson en hann var þá
búinn að fá Gunnar Tryggvason
til liðs við sig og þessi hljómsveit
hóf að spila 28. okt. 1961 í Víðihlíð
í Húnavatnssýslu og spilaði til 29.
sept. 1962 á Hótel Höfn á Siglu-
firði eða alls á 61 dansleik. Pálmi
kom frá Árskógsströnd og var þá
nýfluttur til Akureyrar og samd-
ist okkur svo um að hann gerðist
kostgangari hjá okkur hjónum en
við vorum þá nýbúin að stofna
heimili. Árið 1962 hættir Birgir
með sína hljómsveit og þá tók
Pálmi við og til liðs við okkur
gekk þá Sveinbjörn Vigfússon, en
þessi hljómsveit hóf að spila 6.
okt. 1962 og hennar síðasta ball
var 22. sept. 1963, og þá stofnaði
Pálmi hljómsveitina Póló og ég
hljómsveitina Laxa, en vinátta
okkar hélst alla tíð þó svo að við
værum ekki að spila saman. Til
dæmis tókum við Alþýðuhúsið á
Akureyri á leigu og spiluðum við
þar, báðar hljómsveitir til skiptis
eða hvor sitt kvöldið. Þetta gerð-
um við í tvö sumur á virkum
kvöldum en fórum svo eitthvað úr
bænum um helgar. Einhverju
sinni heyrði Pálmi okkur flytja
lag eftir Grétar Ingvarsson og
texta eftir mig, sem að heitir
Æskuást. Hann var þá að gefa út
plötu með Erlu Stefánsdóttur og
varð þetta lag afar vinsælt. Svo
gaf hann út plötu sem heitir Eitt
með öðru, þar bauð hann mér að
syngja tvö lög. Þegar að við vor-
um að mestu hættir að spila þá
fórum við fara á öldrunarheimilin
hér í bæ, stundum tveir eða þrír
til að spila fyrir heimilisfólk þar.
Hann vildi gera meira úr þessu og
hringdi í mig og sagðist ætla að
stofna alvöru hljómsveit og að ég
ætti að vera í henni. Ég sagði hon-
um að ég væri búinn að selja
trommusettið mitt. „Það er allt í
lagi, þú átt bara að syngja,“ sagði
hann þá og þar með var það
ákveðið, en við gerðum meira en
að spila á öldrunarheimilunum.
Við fórum til Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar og vorum á skemmtunum
í safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju og spiluðum á hafnarfest-
ivali í Óðinsvéum í Danmörku.
Þegar Pálmi fór að missa heilsu
undir það síðasta, þá komst hann
stundum ekki til að spila og eitt
sinn þegar ég heimsótti hann á
sjúkrahúsið og við höfðum verið
að spila daginn áður, þá sagði ég
honum að við hefðum sett nýtt
nafn á bandið; nú héti það Vinir
Pálma. Hann var afar kátur með
það.
Kæri vinur, þín verður sárt
saknað og við félagarnir í Vinum
Pálma kveðjum þig með miklum
söknuði og við vitum að þú verður
kominn með band í sumarlandinu
innan tíðar.
Rafn Sveinsson.
Í dag, þriðjudaginn 27. júlí, er
jarðsunginn frá Glerárkirkju á
Akureyri vinur minn og félagi
Pálmi Stefánsson. Við kynntumst
á sjöunda áratugnum, þá var
hann nýbúinn að stofna Tónabúð-
ina og við báðir í tónlist, hann með
Póló og ég með Flamingó. Miklar
hringingar voru alla tíð á milli
okkar og keypti ég mörg hljóð-
færi af honum. Síðan stofnaði
hann Tónaútgáfuna og þá fóru
hlutirnir að gerast. Þar fór hann
að gefa út hljómplötur með
Björgvini Halldórs, og þá var
hann sá eini sem þorði að gefa út
Trúbrot. Hann hafði mikinn
áhuga á minni tónlist og þar kom
að hann ákvað að gefa út tvær
tveggja laga hljómplötur. Við fór-
um með flugvél suður eitt sunnu-
dagskvöld, hann frá Akureyri og
ég frá Sauðárkróki. Við hittumst
á Reykjavíkurflugvelli og tókum
okkur leigubíl í Sjálfstæðishúsið í
Reykjavík. Þar biðu okkar fé-
lagar úr Trúbrot, engir smá kall-
ar, það voru þeir Gunni Þórðar,
Gunni Jökull og Rúnar Júl. Síðar
komu til liðs við strákana Maggi
Kjartans, Kalli Sighvats og fleiri
sem bættust við. Pálmi hafði
kynnst þessum strákum. Ég var
bara feiminn sveitastrákur en
fljótt tókst á milli okkar góður
kunningsskapur. Við vorum við
upptökur frá sunnudegi til
fimmtudags. Pétur Steingríms-
son tók upp í gömlu tannlækna-
stofunum í Síðumúlanum. Á
föstudag flugum við Pálmi heim,
þetta var í janúar 1972. Síðan kom
önnur platan út í byrjun júlí.
Bíddu við rauk þar strax í fyrsta
sæti og var þar fram í miðjan
september. Pálmi var nú alltaf
jafn rólegur og var ekkert að
hreykja sér þótt gengi vel. Eitt
sinn fyrir fáum árum datt honum
í hug að smala saman í hljómsveit
og æfa lögin mín og ég kom og
söng. Síðan fluttum við lögin í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju
fyrir fullum sal. Við Pálmi áttum
alltaf gott samtal. Við Mína kom-
um síðast í heimsókn til þeirra
Pálma og Sossu í byrjun júlí og
var það mjög skemmtilegt en ekki
datt mér í hug að það yrði í síð-
asta sinn sem ég sæi Pálma. Í
gegnum tíðina höfum við átt
margar góðir stundir saman og
mér er t.d. minnisstæð ferð okkar
hjóna með þeim Pálma og Sossu í
Hrísey þar sem við gengum um
eyna og áttum góð dag saman.
Ég þakka Pálma kærlega fyrir
okkar samleið í gegnum lífið,
þangað til ég kem og þá getum við
farið að spila saman.
Svo að lokum bið ég Guð að
blessa Sossu, börnin og öll barna-
börnin.
Takk fyrir allt Pálmi minn.
Geirmundur Valtýsson.
Pálmi
Stefánsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar