Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 24

Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 60 ÁRA Gunnar fæddist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, en ólst upp í Tunguhlíð í Lýtings- staðahreppi. Eftir grunnskóla- gönguna ákvað hann að læra bif- vélavirkjun og fór í Iðnskólann á Króknum 1977 og hefur búið þar síðan, en þar kynntist hann eig- inkonu sinni, Sigríði. „Þegar for- eldrar mínir ákváðu að bregða búi og flytja hingað á Krókinn, keypti ég jörðina og rek nú búið þar líka.“ Þar er Gunnar með bæði kindur og hross og er í sveitinni allar helgar. „Ég er með hálfgerða landbúnaðardellu.“ Gunnar hefur unnið á KS bif- vélaverkstæði frá 1978 og er þar verkstæðisformaður. „Við erum með stærstu bílaverkstæðum á landinu, því við gerum við allt: vörubíla, traktora, bíla, fjórhjól og svo er hér í húsinu bæði vélaverk- stæði og rafmagnsverkstæði, svo við gerum líka við allar vélar.“ Hann segir að andinn sé léttur og skemmtilegur á verkstæðinu og kemur það ekki á óvart því Gunn- ar er mikill húmoristi. „Það hefur aðeins dregið úr stuðinu út af Co- vid því við tökum þessu mjög al- varlega.“ Það er þó víst að tekið er á móti öllum á verkstæðinu með bros á vör. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars er Sigríður Kristín Jónsdóttir sjúkraliði, f. 13.5. 1963. Börn þeirra eru Anna Dögg Guðnadóttir nálast- ungumeðferðaraðili, f. 1981; Sigurður Birkir Gunnarsson, deildarstjóri í Skagfirðingabúð, f. 1984; Gunnar Þór Gunnarsson bifvélavirkjameistari, f. 1992, og Sylvía Rut Gunnarsdóttir háskólanemi, f. 2001. Barnabörnin eru orðin fjögur og fyrsta barnabarnabarnið er komið. Foreldrar Gunn- ars eru hjónin Valgarð Birkir Guðmundsson bóndi, f. 13.10. 1936, d. 9.7. 1916, og Rut Valdimarsdóttir, húsfreyja og bóndi, f. 20.1. 1940. Þau bjuggu lengst af í Tunguhlíð í Lýtingsstaðahreppi en Rut býr nú á Sauð- árkróki. Gunnar Valgarðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er nauðsynlegt að staldra við öðru hverju og skoða líf sitt gaumgæfilega. Leggðu þig alla/n fram, því þannig muntu ná mestum árangri. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú er þér óhætt að setja markið hátt ef þú gætir þess aðeins að ganga ekki fram af þér. Haltu áfram að hugsa stærra, furðulegar og af dirfsku. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Einhverjir þeir hlutir krauma undir yfirborðinu sem þú verður að gefa þér tíma til þess að hleypa upp og athuga. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum, án tillits til þess hvað hentar þér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að ná frumkvæðinu og halda því svo sigri þínum verði aldrei ógnað. Leyfðu líkamanum og innsæinu að vísa þér veginn. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það eru margar spurningar sem brenna á vörum þínum en þú þarft að sýna þolinmæði þótt svörin birtist þér ekki tafar- laust. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú getur lært margt um sjálfa/n þig með því að skoða hvernig þú talar við aðra og bregst við því sem þeir segja. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Framlög eru góð til síns brúks en maður kemur mestu til leiðar með því að taka þátt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Viðbrögð fólks birtast ekki hvað síst í svipbrigðum og öðru sem ekki liggur í augum uppi. Athygli vinnufélaganna beinist að þér svo notaðu tækifærið þér í hag. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlut- ina. Stór hópur stuðningsmanna er besta leiðin til þess að tryggja að þú missir ekki móðinn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þín sterka hlið er skipulagningin og þú átt að nýta þér það til hins ýtrasta. Leggðu þig og borðaðu mat sem gerir þér gott. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þeir eru ýmsir sem bíða eftir því að heyra frá þér. Vertu viðbúinn því að komast að ýmsu óvæntu. þegar hann fór á Gullfoss. „Það var náttúrlega farþegaskip mestmegnis og þetta voru meiri þrif og maður þurfti alltaf að vera fínn og pússaður. Ég kunni ágætlega við það, en betur þó við að vera í fragtinni.“ Í maí 1970 fór hann á Skógafoss fram að hausti en fór þá í Sjómannaskólann, en þá var hann kominn með kærustu, Kristbjörgu, sem hann kvæntist 30. komast til allra þessara landa.“ Ívar var fjóra mánuði messagutti en hækkaði þá í tign. „Þá varð ég við- vaningur og fór út á dekk og var að vinna þar en ekki í þrifunum. Þegar maður var orðinn háseti var það kall- að að vera orðinn fullgildur og ég var háseti á Dettifossi áður en hann var seldur í mars 1969.“ Þá fór Ívar aftur í sveitina og var þar fram á haust Í var Gunnlaugsson fæddist 27. júlí 1951 í Reykjavík. Hann ólst upp á stóru heim- ili í Laugarnesinu. „Við vor- um sex bræðurnir og það var mikið slegist og mikið hlegið.“ Á veturna gekk Ívar í Laugarnesskóla en svo fór hann mjög ungur í sveit á Þúfu í Kjós. „Ég var á Þúfu frá fjög- urra ára aldri þar til ég varð 12 ára, hjá systkinunum Ástu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni sem voru alveg ynd- islegt fólk.“ Á Þúfu voru bæði kindur og kýr og einnig hestar. „Hestarnir voru aldrei notaðir til reiða heldur bara til að draga plóginn fyrir kart- öflurnar.“ Á Þúfu lærði Ívar að taka til hendinni og hann segir að hann hafi alltaf beðið eftir sveitadvölinni með óþreyju í lok skólaársins. „Það var annar strákur á Þúfu, aðeins eldri en ég, Þorsteinn Veturliðason, og við vorum ágætis vinir. Þótt oft sé nú sól í minningunni man ég samt vel eftir rigningarsumrum þar sem við vorum uppi á háalofti að sauma yfir- breiðslu til að breiða yfir sátur og galta.“ Þegar Ívar var tólf ára fór hann á svokallaða Selfossbæi, Sel- foss 1 og 2. „Bróðir minn hafði verið þar í sveit og það var líka frábært að vera þar og ég lærði enn meira að vinna.“ Nú skyldi einhver ætla að Ívar hefði endað á landsbyggðinni, en það var hafið sem heillaði. „Bræður mín- ir voru búnir að vera á sjó og bróðir mömmu var skipstjóri hjá Eimskip og hann útvegaði mér fyrsta plássið. Ég byrjaði á bát í Stykkishólmi í september 1967, Otri SH70, sem var 115 tonna trébátur. Ég var hræði- lega sjóveikur fyrst en svo rjátlaðist þetta af manni. Við vorum á síld fram í janúar 1968, en þetta var akkúrat um það leyti sem síldin var að hverfa.“ Ívar byrjaði sem þilfars- drengur á gamla Dettifossi sama ár, og hóf þá störf hjá Eimskip sem áttu eftir að vara í hartnær hálfa öld. „Það var mjög skemmtilegt. Ég var messagutti, eins og kallað var, og var að þrífa og vaska upp. Það var siglt út um allt; Rússland, Ameríku, Evr- ópu og inn í Austursjó til Póllands. Þú getur rétt ímyndað þér að sextán ára pungur hafi haft gaman af því að september 1972. Á sumrin sigldi hann á Skógafossi hjá Eimskip og út- skrifaðist úr skólanum 1973 og byrj- aði þá alveg á Skógafossi, fyrst sem 3. stýrimaður, síðan 2. stýrimaður, svo yfirstýrimaður og svo skipstjóri. Ívar byrjaði að leysa af sem skip- stjóri árið 1991 á Dettifossi. „Stýri- menn bera mikla ábyrgð, en það voru samt viðbrigði að taka við skip- stjórninni og bera ábyrgð á öllu.“ Stærstan hluta ferilsins hjá Eim- skip hefur Ívar verið í fragtflutn- ingum, en svo hefur hann farið í ýmis leiguverkefni hjá Eimskip, m.a. nið- ur í Karíbahafið. Árið 2006 fór Ívar frá skipunum á Eimskip og byrjaði að sigla Herjólfi til Eyja og var þar fram í júlí 2012. „Þá fór ég á enn einn Dettifossinn, þennan stóra sem var settur síðar í brotajárn niðri á Ind- landi, og var á honum í sex ár, en fór svo aftur á Herjólf.“ Ívar segir að það hafi verið skemmtilegt að stýra Herjólfi en erfitt í vondum veðrum. „Einhver laug því að mér að þetta væri versta ferjuleið í heimi,“ segir hann hlæjandi og bætir við að fyrstu tvö árin hans á Herjólfi hafi verið Ívar Gunnlaugsson skipstjóri – 70 ára Morgunblaðið/ Stella Andrea Skipstjórinn Ívar við stjórnvölinn á Dettifossi. „Það má velta meðan maður kemst áfram.“ Siglt fyrir Eimskip í hálfa öld Dæturnar Íris, Anna Vilborg og Gunn- hildur Björg á ferðalagi erlendis.. Hjónin Kristbjörg og Ívar á ferða- lagi um landið núna í júní 2021. Til hamingju með daginn sa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.