Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég kýs að kalla þetta „jarm- tónlist“, sem er blanda af minni uppáhaldstónlist; djassi, rokki og impressjónískri tónlist,“ segir gítarleikarinn Mikael Máni Ás- mundsson um tónlistina á nýrri plötu sinni Nostalgia Machine sem kemur út 6. ágúst. „Það er tónlistin sem ég hlustaði mest á á mótunarárunum. Þegar ég var að verða tvítugur hlustaði ég næstum eingöngu á djasstónlist en síðan hef ég verið að fara meira til baka í tónlistina sem ég hlustaði á á mótunarárunum, þegar allt var sérstaklega spennandi því maður hafði ekki heyrt svo mikið. Þá var ég oft að taka tímabil þar sem ég hlustaði bara á eina hljómsveit eða tónlistarmann í níu mánuði, hlust- aði til dæmis bara á Sigur Rós á hverjum degi eða á Debussy.“ Tónlist tengist minningum Mikael segir hugmyndina að baki plötunni hafa orðið til á náttúru- legan hátt, út frá því hvernig hann er vanur upplifa tónlist og semja hana. Hann lýsir því hvernig sum tónlist tengist ákveðnum minn- ingum og minnir mann upp frá því á það augnablik þegar maður skap- aði fyrst þessa tengingu. Sömu til- finningar og maður fann þegar maður heyrði tónlistina fyrst geti vaknað aftur þegar maður heyrir hana síðar. „Maður getur jafnvel haft einhverja íþyngjandi tengingu við glaðlegt lag, til dæmis „Hoppí- polla“ með Sigur Rós, því maður var kannski að ganga í gegnum eitthvað þegar maður var að kynn- ast því. Þegar maður hlustar á lag- ið síðar geta þær tilfinningar komið til baka. Það er alla vega þannig hjá mér þegar ég hlusta á tónlist og ég held þetta sé svona hjá öðr- um líka,“ segir Mikael. „Þetta er líka þannig þegar ég sem tónlist. Jafnvel lög sem eru mjög glaðleg eru kannski með ein- hverja marglaga tengingu fyrir mig sem ég veit ekki hvort kemst til skila og skiptir kannski ekki öllu máli. Maður samdi kannski glaðlegt lag af því manni leið illa yfir einhverju eða eitthvað svoleið- is. Þess vegna heitir platan Nost- algíuvélin. Tónlistin er nostalgíu- vélin sem færir mann til baka á þessi augnablik. Tilfinningaleg tengsl við lög verða mjög flókin og persónuleg og það er nokkuð sem ég upplifði löngu áður en mér tókst að setja það í orð.“ Ólíklegur hópur samankominn Mikael segir tónlistarmennina sem spila með honum á plötunni úr ólíkum áttum. Það eru þau Lilja María Ásmundsdóttir, Sölvi Kol- beinsson, Ingibjörg Elsa Turchi og Magnús Trygvason Elíassen. „Það er gaman hvað þetta er ólíklegur hópur að spila saman. Lilja María, systir mín, kemur úr klassík og til- raunatónlist. Hún er klassískur píanóleikari, gerir þverfaglega list og er í doktorsnámi í Bretlandi. Svo spilar Ingibjörg með mörgum poppböndum og er líka í djassi. Sölvi er bæði í klassík og mjög djúpt í djassi. Magnús spilar svo náttúrlega í öllum hljómsveitum á Íslandi.“ Útgáfunni verður fagnað með tónleikum föstudaginn 13. ágúst í Kaldalóni í Hörpu. Þar mun Mika- el koma fram með þessu „óhefð- bundna fimm manna djasskombói“ eins og hann kallar það, auk þess sem með þeim mun leika strengja- kvartett og í nokkrum lögum verð- ur söngrödd, án texta. „Ég útsetti lög af nýju plötunni og af fyrri plötu minni Bobby fyrir strengja- kvartett. Þetta er nokkuð sem ég leik mér oft að því að gera; að út- setja lögin sem ég sem fyrir strengi, bara til gamans,“ segir tónskáldið sem er ánægt með að geta haft þær útsetningar með á tónleikunum. Skemmtilegt tækifæri Stjórn upptöku var í höndum manns að nafni Matt Pierson og segir Mikael gaman að hafa fengið tækifæri til að vinna með honum. Pierson hafi nefnilega séð um upp- tökustjórn á nokkrum af þeim plötum sem hann lá yfir á mót- unarárunum og nefnir sem dæmi plötuseríuna The Art of the Trio með bandaríska píanóleikaranum og tónskáldinu Brad Mehldau, sem hann hlustaði sérstaklega mikið á. Þegar fyrri plata Mikaels Bobby kom út var það vinur Piersons, Ís- landsvinur nokkur sem kemur allt- af á Airwaves, sem benti honum á að tala við hann. „Pierson sýndi þessu mjög mikinn áhuga. Það voru miklu fleiri, sem eru kannski smærri fiskar, sem sýndu þessu engan áhuga. Það er gaman að fólk sé opið fyrir nýrri tónlist.“ Fíflast á æfingum Í stað þess að Pierson kæmi til landsins og væri viðstaddur æfing- arnar, eins og planið var, unnu þeir Mikael að plötunni saman í gegnum netið enda Covid-farald- urinn í fullum gangi. „Ég held að æfingarnar hefðu verið öðruvísi ef það hefði verið einhver að fylgjast með. Við æfðum rosalega mikið út af Covid – það var svo lítið að gera fyrir þetta annars rosalega upp- tekna tónlistarfólk – og vorum að spjalla mikið og fíflast.“ Fleiri hafa sýnt plötunni áhuga erlendis. Tónlistarkonan Cerys Matthews úr rokkbandinu Catat- onia spilaði titillag plötunnar, „Nostalgia Machine“, í þætti sínum á útvarpsstöðinni Radio 6 hjá BBC. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nostalgía „Tilfinningaleg tengsl við lög verða mjög flókin og persónuleg og það er nokkuð sem ég upplifði löngu áður en mér tókst að setja það í orð,“ segir tónlistarmaðurinn Mikael Máni. „Tónlistin er nostalgíuvél“ - Ný plata Mikaels Mána, Nostalgia Machine, inniheldur blöndu af djassi, rokki og impressjónískri tónlist - Tónlistarfólk úr ólíkum áttum og virtur upptökustjóri - Útgáfutónleikar í Kaldalóni „El Coloso“ (Risinn), eitt þekkt- asta málverk heims, hefur aftur verið eignað spænska meistaran- um Francisco Goya. Þessu greinir Artnet frá. Í frétt tímaritsins er rifjað upp að fyrir 13 árum hafi stjórnendur hjá Museo Nacional del Prado í Madrid fallist á það mat Manuelu Mena, Goya- sérfræðings safnsins, að umrætt verk væri ekki eftir Goya heldur málað af Asensio Julia, sem var lærlingur hjá Goya. Mena hélt því fram að greina mætti upphafsstaf- ina A.J. í einu horni málverksins. Árum saman var talið að Goya hefði málað verkið á tímabilinu frá 1818 til 1825 sem viðbragð við því að Frakkar hernámu Spán 1808 eftir sigur Napóleons í Pýreneaskagastríðinu. Risinn á myndinni var sagður tákna við- leitni Spánverja til að reka her- námsliðið á brott. Málverkið hefur verið í eigu Museo Nacional del Prado frá árinu 1931 þegar dánar- bú Pedros Fernández Duráns gaf það safninu. Í frétt Artnet kemur fram að þegar Josefa Bayeu, eiginkona Goya, lést árið 1812 hafi verið útbúin skrá yfir allar eigur dánar- búsins og þar var talið upp mál- verk sem nefnist „El Gigante“ og er jafnstórt og „El Coloso“. Þrátt fyrir þetta hafa fræðingar deilt um höfund málverksins síðan 1992 þegar forvörslu á því lauk. Þegar Mena fór á eftirlaun 2018 fóru aðrir sérfræðingar hjá Museo Nacional del Prado að skoða verk- ið betur og fullyrða nú að verkið sé í reynd eftir Goya. Máli sínu til stuðnings vísa þeir til systurmál- verksins „Gigante sentad“ (Sitj- andi risi) sem í stíl og efnistökum minni á „El Coloso“, en staðfest er að Goya málaði risann sitjandi. Listsagnfræðingurinn Peio H. Riaño gagnrýnir að safnið breyti skráningunni í skjóli nætur án opinberra skýringa. Risinn aftur eignaður Goya Ljósmynd/Museo Nacional del Prado Risinn Talið er að Francisco Goya hafi málað El Coloso 1818-25. Leikararnir Emily Blunt og Dwayne Johnson stilltu sér upp á rauða dreglinum þegar fjölskyldumyndin Jungle Cruise í leikstjórn Jaumes Collet-Serra var frumsýnd í Disneylandi í Kaliforníu um helgina. Líkt og titillinn gefur til kynna fjallar myndin um ævintýralegt ferða- lag í miðjum frumskógi. Meðal annarra leikara eru Edgar Ramírez og Sulem Calderon. Myndin er tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum á fimmtudag. AFP Á vit ævintýra í frumskógarsiglingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.