Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Qupperneq 2
Hvernig stemningu viljið þið ná fram á tónleik-
unum í Bókabúð máls og menningar á miðvikudag?
Þessi staður bætir svolítið skemmtilegri stemningu í flóruna í
Reykjavík. Það er allt lágstemmt og menningarlegt og saga húss-
ins kallar á ákveðna stemningu. Við höfum spilað nokkrum sinnum
með Þorleifi og búið til lágstemmda útgáfu af bæði eldri lögum og
óútgefnum sem verða gefin út á plötu seinna á árinu. Við not-
uðum tækifærið og nálguðumst mikið af tónlistinni aftur í sinni
einföldustu mynd. Við erum vön að spila allt frá því að vera tvö
upp í 15 með kór og strengjasveit. Okkur finnst þetta vera full-
komin blanda, þessi nálgun og þetta hús. Við erum að smíða
hljómsveitina út frá tónleikastaðnum í raun.
Hvað greinir Bókabúð máls og menningar frá
öðrum tónleikastöðum?
Þetta er hús sem kallar á kyrrð og ró. Það er mikil nánd á milli tón-
leikagesta og hljómsveitarinnar. Það er því mikil tenging. Það hentar
okkur vel því hvert lag hjá okkur er lítil saga og við munum skyggnast á
bak við textana og segja hvernig lögin voru unnin. Svo mun fólk heyra lög
sem það hefur ekki heyrt áður sem verður skemmtilegt.
Eru þessi nýju lög í sama dúr og þau sem þið hafið
gefið út áður?
Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að leika okkur með hugmyndir, senur
og myndir. Okkur hefur tekist ágætlega að fara með hlustandann í ákveðið
ferðalag hvort sem það er í villta vestrið eða til sjöunda og áttunda áratug-
arins. Þessa plötu sem við vinnum núna gerum við með pródúsent sem heitir
Rick Nowels. Hann hefur unnið að mörgum af stærstu plötum áttunda, níunda
og tíunda áratugarins og unnið mikið með Lönu Del Rey til dæmis. Sú plata verð-
ur mjög myndræn, stórar útsetningar og mikið af strengjum. Þannig að á sama
tíma og við vinnum lögin erum við að breyta þeim til að spila á einfaldan hátt.
Er eitthvað fleira á döfinni hjá ykkur á næstunni?
Við erum að spila í Norræna húsinu sem hefur verið draumur hjá mér lengi. Við
spilum á kántríhátíð í Bæjarbíói í ágúst og svo verðum við með stóra tónleika 17.
september í Fríkirkjunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
GUNNAR HILMARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Spila óútgefin lög
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
TILBOÐ Í SÓL
ALBÍR PLAYA HOTEL & SPA 4*
ALBÍR, SPÁNN
FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUHÓTEL MEÐ MORGUNVERÐI
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
08. - 15. JÚLÍ
VERÐ FRÁ: 79.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR, HANDFARANGUR OG INNRITAÐUR FARANGUR
Ég er hugsi yfir tómlæti þjóðarinnar í garð hins merka landnámsmanns
Hámundar heljarskinns Hjörssonar. Öll þekkjum við tvíburabróður
hans, Geirmund heljarskinn, en Hámundur virðist af einhverjum
sorglegum ástæðum hafa lent milli skips og bryggju. Hvers vegna sveiflan
hefur alltaf verið með Geirmundi er ekki gott að segja. Í Landnámu er Há-
mundur sagður ættgöfgastur allra landnámsmanna, sonur Hjörs Hörðakon-
ungs og Ljúfvinu dóttur Bjarmakonungs. Nýfæddir voru þeir bræður dökkir
yfirlitum og húðin öll hrukkótt og voru þeir því kallaðir heljarskinn.
Ég prófaði að fletta okkar manni upp í greinasafni Morgunblaðsins og fékk
ekkert svar. Ekki eitt. Ef marka má
vefinn tímarit.is hefur hans í tvígang
verið getið í fjölmiðlum á þessari öld.
Tómas M. Tómasson bassaleikari
nefndi Hámund á nafn í samtali við
Fréttablaðið árið 2010 en hann var
að eigin sögn afkomandi Hjörs. Sem
skýrir yfirburði Tómasar heitins í ís-
lensku tónlistarlífi. Þar á undan bar
Hámund á góma í Fréttabréfi Ætt-
fræðifélagsins 2001.
Mér varð hugsað til Hámundar
þegar ég var á Akureyri í vikunni en
sem kunnugt er kom hann til lands-
ins með Helga magra, sem var tengdafaðir hans. Hámundur kvæntist ekki
aðeins einni dóttur Helga, heldur tveimur. Þó ekki samtímis. Þegar Þórunn
dó gekk hann að eiga Helgu. Dóttir Hámundar og Helgu var Yngvildur allra-
systir, kona Örnólfs sonar Þórðar slítanda landnámsmanns í Hörgárdal.
Mergjaðri verða viðurnefnin víst ekki – allrasystir.
Í Landnámu segir að Hámundur hafi fyrst numið Árskógsströnd frá
Svarfaðardal og suður að Hörgá og búið á Hámundarstöðum. Síðar fékk
hann land hjá Helga magra, frá Merkigili (nærri Hrafnagili) til Skjálg-
daldsár og bjó á Espihóli. Ungur heyrði ég af Hámundi enda ættaður frá þar-
næsta bæ, Grund, og rennur því blóðið til skyldunnar. Ég lýsi hér með her-
ferð hafna til að gera veg Hámundar heljarskinns í fjölmiðlum sem mestan!
Hámundur heljarskinn
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Hámundur var ekki
aðeins kvæntur einni
dóttur Helga magra,
heldur tveimur. Þó ekki
samtímis.
Szymon Niescier
Ég á engan uppáhalds en vinn á
Aktu taktu svo segjum það bara.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds-
maturinn
þinn?
Eygló Hreiðarsdóttir
Veistu, ég get ekki svarað þessu,
það er svo margt. Ég borða allt.
Trausti Helgason
Besti maturinn var sá sem tengda-
mamma eldaði, lambalæri.
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir
Lax er það fyrsta sem kemur upp í
hugann.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Ingi Pétursson
Hljómsveitin Sycamore Tree, skipuð þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilm-
arssyni, leikur í Bókabúð Máls og menningar á miðvikudag. Þorleifur Gaukur Davíðsson
leikur á gítar, pedal steel og munnhörpu með hljómsveitinni. Miðar fást á tix.is.