Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021 S umarið virtist loksins vera að læðast inn, eins og bæði mátti sjá af auknum straumi út á land, þéttsetnum borðum við Aust- urvöll og því að af máli manna á Laugavegi mátti ekki ráða annað en höfuðborgin væri amerísk. Einn bandarískan ferðamann var þó ekki að finna þar, en hann fannst eftir liðlega sólarhrings leit 4 km norðvestur af gosstöðvunum á Reykjanesskaga, en hann hafði orðið viðskila við göngufélaga sína án helstu lífsnauðsynja, vatns og síma. Gosvirknin í Geldingadölum hefur gengið upp og niður en jókst aftur um liðna helgi. Auknar líkur eru taldar á því að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg, örar en gert var ráð fyrir. Tiltrúin á ferðaþjónustuna er mikil, eins og sást á því að áttföld eftir- spurn var eftir hlutabréfum í flug- félaginu Play, sem lauk fyrir liðna helgi. Um 4.600 skráðu sig fyrir hlutum, bæði almenningur og fag- fjárfestar. Sennilegt er að ferðamanna- straumurinn til landsins aukist mikið á næstu vikum, enda varð Ís- land fyrst Evrópuríkja til þess að af- létta öllum innanlandstakmörkunum fyrri föstudag. Straumurinn er minni úr lónum landsins, enda var veturinn bæði kaldur og vorið úrkomulítið á suður- hluta landsins. Fyrir vikið er vatns- hæðin í Þórisvatni mun lægri en í fyrra, sem gæti orsakað vandræði í afhendingu raforku er líður á. Önnur vandræði í raforkuafhend- ingu komu fram þegar á mánudag, þegar Orka náttúrunnar þurfti að slökkva á 156 götuhleðslustöðvum Orku náttúrunnar vegna þess að Reykjavíkurborg stóð rangt að út- boðinu, sem dótturfyrirtæki þess svo hreppti. Fram eru komnar hugmyndir um friðlýsingu Langaness, sem ætti að vera auðvelt að koma við. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra ansaði loksins ákalli lækna vegna margháttaðra vandræða í heilbrigðiskerfinu. Þar kom í löngu máli fram að leitað yrði nýrra leiða. Í Morgunblaðinu var sögð frétt af langferð fílahjarðar í Kína, sem út af fyrir sig var forvitnileg, en ekki var þó minna merkilegt að þar var í fyrsta sinn birt mynd af þeim marg- umræddu en viðsjálu skepnum, bleikum fílum. . . . Frjósemi í landinu er með því minnsta sem verið hefur miðað við tölur frá 2019, en samkvæmt þeim eignast meðalkonan nú 1,75 barn um dagana. Fæðingartíðnin þarf að vera lítillega yfir 2 til þess að þjóðin standi í stað. Fróðlegt verður að sjá hvort kórónuveiran reynist einhver áhrif hafa á fæðingartíðina. Reykjavíkurborg hefur nýja hjól- reiðastefnu í smíðum, en þar á meðal verður átak til þess að draga úr reiðhjólastuldi, sem hefur ágerst upp á síðkastið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði að borgin hefði víst áhuga á að reisa þjóðarleikvang í Laugardal, en skipting kostnaðar við hann þyrfti að skýrast. Fram kom í viðtali við Bjarna Benediktsson fjármála- ráðherra vikunni á undan að naum svör og fjárráð Reykjavíkurborgar stæðu í vegi fyrir þeim fyrirætlun- um. Verð á jarðefnaeldsneyti hefur hækkað töluvert upp á síðkastið eða um 3-8 kr. á lítra. Ástæðan er aukin eftirspurn á heimsvísu eftir því sem áhrif kórónuveirunnar dvína og hag- kerfi heimsins taka við sér. Hið kalda vor hefur margvísleg áhrif, en þau ekki síst að skordýr klekjast seinna út en endranær. Lít- ið hefur sést af humlu, geitungum eða býi, sem getur haft sín áhrif á garðagróður, en eins hefur ekki frést af lúsmýi nema á einum stað á landinu enn. Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrver- andi skólastjóri Hjúkrunarskólans, lést eftir stutt veikindi, 91 árs að aldri. . . . Sérfræðingar spá nú meiri hagvexti í ár en búist hafði verið við en vöxtur í einkaneyslu er meðal helstu skýr- inga þess. Áður var gert ráð fyrir 2,7% hagvexti, en hann er nú talinn geta farið yfir 3%. Maður með hlaðna skammbyssu var handtekinn við Sæbraut í Reykjavík. Árvökull vegfarandi til- kynnti um átök milli tveggja manna við brautina og að sér virtist sem annar þeirra hefði skammbyssu. Aurskriða varð í Varmahlíð, þar sem tvö hús urðu fyrir tjóni, en enginn slasaðist. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er 20 ára, en tækifærið þegar það var haldið hátíðlegt var notað til þess að stækka verndarsvæði hans um eitt vatn, einn dal og tvö fjöll. Félagsmiðlar loguðu þegar það upp- götvaðist að á götuskilti við Grens- ásveg hefði auka-err sloppið inn í nafn götunnar. Ólafur B. Thors, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra og forseti borgarstjórnar, lést 83 ára að aldri. . . . Flugfélagið Play hefur farið af stað með hvelli, en tugþúsundir sæta hafa selst og þéttbókað fram á haust. Icelandair kvartar ekki held- ur en þar ber mest á bókunum frá Bandaríkjunum fram á haust og inn í veturinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali að hann teldi að jafn- vægi myndi nást í rekstri borgar- innar á 3-5 árum og kenndi kórónu- veirunni um að illa gengi. Nú er sumar og gleðjast gumar, en Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að fylgjast með UV-stuðli á heima- síðu þeirra, sem sýnir styrk út- fjólublás sólarljóss. Hann er yfirleitt ekki ýkja hár hér á landi en hefur síðustu daga farið nærri 6. Mælt er með því að nota sólarvörn fari hann yfir 3. Miðbæjarfélagið færði kaup- mönnum við Laugaveg og Skóla- vörðustíg strákústa að gjöf til þess að auðvelda þeim að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. Samtökin kvarta undan því að Reykjavíkurborg trassi hreinsun á götum og gangstéttum í miðbænum. Skilagjald á drykkjarumbúðum var hækkað úr 16 krónum í 18 til sam- ræmis við verðbólguþróun. Dr. Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri leiddi sögugöngu um Þingvelli, þar sem hann fjallaði um fjármál á söguöld, framfærslu og lánshæfi Gunnars á Hlíðarenda og silfur Eg- ils. Vatnajökulsþjóðgarður var stækk- aður en hann þekur nú um 14% af flatarmáli landsins. Kosningabar- átta vinstri grænna greinilega kom- in á fullt. N1-mótið í fótbolta fór fram á Ak- ureyri en þar voru meira en tvö þús- und keppendur og leikirnir 1.060 talsins. . . . Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra telur að hagþróun á fyrri hluta ársins gefi góðar vonir um hraðari viðsnúning í hagkerfinu en útlit var fyrir. Veitir ekki af, en heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um nær 500 milljarða króna í heims- faraldrinum og miklu skiptir að geta grynnkað hratt á þeim skuldum. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættu- stigi vegna leysinga á Norðaustur- landi. Vegir og brýr hafa skemmst í vatnavöxtunum og brýnt var fyrir fólki að fara að öllu með gát. Hópslys varð á Akureyri þegar svo- nefndur hoppukastali fauk upp með 63 börn inni í sér. Eitt barn slasaðist alvarlega og þurfti að fljúga með það á sjúkrahús í Reykjavík. Sex önnur voru færð til skoðunar á sjúkrahúsi nyrðra. Reykjavíkurborg og olíufélögin hafa kynnt áform um að fækka eldsneyt- isstöðvum í borginni, en þær munu mikið til víkja fyrir aukinni sjálfs- afgreiðslu. Varðskipið Óðinn hefur fengið lang- þráð viðhald, en þar á meðal var sett upp nýtt mastur sem Mirai, japönsk skipasmíðastöð í Kesennuma, gaf í vináttuskyni. Orðið var við lögbannsbeiðni land- eigenda við gosstöðvarnar í Geld- ingadölum, en þyrlulendingar á gos- stöðvunum í óleyfi þeirra eru nú bannaðar. Norðurflug segir hug- myndir landeigenda um lendingar- gjöld of háleitar. Bleikir fílar í fréttum Í Kína hafa allsgáðir ljósmyndarar náð myndum af bleikum fílum, en hjörð þeirra hefur verið á óskiljanlegu ferðalagi yfir hálft landið. Hér sofa þeir vært eftir að hafa skjögrað til svefnstaðar næturinnar, en vanalega sofa fílar standandi. AFP 27.6.-2.7. Andrés Magnússon andres@mbl.is Í BACH OG FYRIR GE IRÞRÚÐUR ANNA GUÐMUNDSDÓTT IR Johann Sebastian Bach • Sex einleikssvítur fyrir selló 11 . JÚL Í , KL . 16 • S V Í TUR 2 , 3 & 6 NORÐURLJÓS í Hörpu 10 . JÚL Í , KL . 1 6 • S V Í TUR 1 , 4 & 5 ÝLIR TÓNLISTARSJÓÐUR HÖRPU FYRIR UNGT FÓLK Miðasala á www.harpa.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.