Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021 Á r og dagur er síðan ég hef komið á Laugar í Reykjadal. Ég tek fyrir vikið upp tólið og þigg smá leið- beiningar þegar ég nálgast stað- inn. „Þú tekur afleggjara til vinstri rétt áður en þú kemur inn í þorpið, ferð síðan yfir einbreiða brú. Eftir það skiptist veg- urinn í tvennt og þá ferðu til vinstri, fram hjá sundlauginni og íþróttahúsinu og meðfram ánni upp að skólanum. Ég er uppi á annarri hæð.“ Gott og vel, þessi leiðarlýsing er ef til vill ekkert svakalega spennandi á prenti en þegar maður er með Sigurbjörn Árna Arngrímsson í símanum að þylja þetta upp hleypur manni óhjákvæmi- lega kapp í kinn. Ég meina, þetta er röddin sem hefur lýst öllum helstu sigrum Usains Bolts í beinni útsendingu í sjónvarpinu – af fölskva- lausri einlægni og ástríðu. Hrífist fólk ekki með þarf ekki að hafa fyrir því að taka á því púlsinn. Það er farið. Eftir þessa greinargóðu lýsingu skila ég mér án vandræða upp á skrifstofu skólameistara Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn tekur glaðbeittur á móti mér og handtakið er þétt, eins og tíðkast til sveita. Maðurinn er alveg jafn blátt áfram í eigin persónu og hann verkar á mann í sjónvarpinu; kumpánlegur, kíminn og hress. Einmitt þess vegna kemur myndin á skrifstofu- hurðinni ekkert endilega á óvart en hún er af skólameistaranum sjálfum með orðin „ég er ekki kominn til að vera skemmtilegur“ letruð á ennið. Hann hlær þegar ég spyr en þetta mun vera bein tilvitnun í Sigurbjörn; orð sem féllu skömmu eftir að hann tók við starfi skóla- meistara árið 2015. Nemendur gripu þau á lofti og létu fjölrita myndina. Sjálfur hafði Sig- urbjörn gaman af uppátækinu og fannst við hæfi að hengja upp eintak í sínu helgasta véi. Gott að geta valið um sæti Skrifstofan er rúmgóð enda hýsti hún áður fjórtán nemendur á heimavist, hver kojan upp af annarri. Það var forveri Sigurbjörns í starfi, Valgerður Gunnarsdóttir, sem lét innrétta skrifstofuna, og Sigurbjörn hefur orð á því að gott sé að hafa fleiri en einn valkost á sætum þegar gesti ber að garði. „Allir nemendur vita að setjist ég í sófann eru þeir ekki í neinum sérstökum vandræðum en setjist ég við skrif- borðið mitt er málið alvarlegra. Það er ígildi þess að taka menn á beinið, eins og þeir tala um í MA,“ segir hann sposkur og vísar mér til sætis á þriðja staðnum, við borð í hinum enda herbergisins. Sigurbjörn býður mér kaffi og hleypir brúnum þegar ég afþakka pent. „Þú veist hvað sagt er um menn sem ekki drekka kaffi?“ Nei. „Að þeim sé ekki treystandi.“ Hann hlær. Ég roðna. Í staðinn fyrir kaffið býður skólameistari upp á dýrindisjarðarberjate og heimabakaðar súkkulaðibitakökur. „Þegar ég er spurður að því hvort ég búi yfir einhverjum duldum hæfi- leika þá svara ég því til að ég baki bestu súkkulaðibitakökur í heimi.“ Látum á það reyna. Hver röndóttur, það er alls ekki fjarri lagi. Sigurbjörn glottir. „Ég sagði þér að þær væru góðar. Þær eru kallaðar Pabbakökur á mínu heimili.“ Sigurbjörn er Mývetningur í húð og hár og lagði sjálfur stund á nám á Laugum frá 1988 til 1993. Römm er sú taug og þegar honum bauðst að taka við starfi skólameistara gat hann ekki skorast undan. Áður var hann yfir íþróttakennaranáminu á Laugarvatni og pró- fessor við Háskóla Íslands. Þegar það nám færðist til Reykjavíkur hafði hann ekki áhuga á að fylgja með; kann betur við sig í sveit en borg. „Framhaldsskólinn á Laugum er eini framhaldsskólinn sem ég hef áhuga á að stjórna; myndi aldrei íhuga að taka við MR, Versló eða einhverju slíku flaggskipi, og ég varð upp með mér þegar tilboðið kom. Það kom líka á góðum tíma af persónulegum ástæðum, foreldrar okkar hjóna beggja voru orðin öldruð og upplagt að flytja nálægt heimaslóðunum á ný.“ Strembnara en hann bjóst við Starfið reyndist á hinn bóginn strembnara en hann bjóst við. „Hefði ég vitað út í hvað ég var að fara hefði ég aldrei tekið þetta að mér,“ seg- ir hann blákalt. „Hér var mikið verk að vinna og til að byrja með skreið ég ekki heim fyrr en ellefu á kvöldin en á þeim tíma var Ríkisendur- skoðun að gera úttekt á skólanum, sem gert er annað slagið. Sem betur fer kom fjölskyldan ekki strax norður, hún hefði ekki séð mikið af mér. Þetta hefur lagast með tímanum og áður en ég greindist með krabbameinið var degin- um hjá mér að ljúka um kvöldmatarleytið. Núna eru dagarnir styttri.“ Við komum nánar að veikindum hans hér á eftir. „Ég er galgopi sem er léttur að eðl- isfari og á auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar á tilverunni.“ Þannig lýsir skólameistarinn sjálfum sér. Ljósmynd/Kristinn Ingi Pétursson Berst meðan enn er von! Engan bilbug er að finna á Sigurbirni Árna Arngrímssyni, skólameistara Framhaldsskólans á Laugum, doktor, bónda og íþrótta- lýsanda með meiru, enda þótt hann hafi í byrjun árs greinst með fjórða stigs krabbamein. Hann gerir sér grein fyrir því að lík- urnar á því að hann verði gamall eru ekki með honum en ætlar að nota keppnisskapið til að skora meinið á hólm. Sigurbjörn er á leið á Ólympíuleikana í Tókíó og mun lýsa því sem fyrir augu ber í sjónvarpinu af sinni alkunnu innlifun og ástríðu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Framhaldsskólinn á Laug- um er eini skólinn sem ég hef áhuga á að stjórna; myndi aldrei íhuga að taka við MR, Versló eða einhverju slíku flagg- skipi, og ég varð upp með mér þegar tilboðið kom. Myndin af Sigurbirni á hurð skrifstofu skóla- meistara á Laugum. Alltaf stutt í húmorinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.