Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Qupperneq 17
inn sinn Bush-feðgum vestra, enda væru þeir á hefð- bundnum kanti tilverunnar. Seint verður þó sagt að danski hægri flokkurinn hafi haft gagn af þessari meðferð, því að hann þornaði upp og hefur varla borið sitt barr síðan. Hér á landi eru til þeir stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokki sem telja fínast alls að feta slóð norrænna stjórnmála- manna, sem margir eru sem vasaútgáfur af óáhuga- verðum stjórnmálamönnum sem ESB hefur á sínu bandi og í því. Ólafur Thors gaf engin færi á slíku og fleiri mark- tækir foringjar sama flokks höfðu einnig nokkurn vara á sér. Ekki einhamur Boris Johnson er frumlegur en um leið stundum kvik- ur stjórnmálamaður og því er haldið fram af sumum flokksbræðrum hans í einkasamtölum að hans unga og kraftmikla kona hafi óþægilega mikil áhrif á stefnumörkun flokksforingjans, og gæti það með tíð og tíma skekkt ímynd hans sem leiðtoga. En aðrir benda á að Boris hafi sýnt að hann getur farið sínu fram hvað sem slíkum „áhrifavöldum“ líður. Stanley, faðir Borisar, sem ekki þjáist af fjölmiðlafeimni, og sum systkina hans taka virkan þátt í þjóðmálaumræð- unni og leyndu því hvergi að þau styddu ekki sjónar- mið núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins um að Bret- land skyldi ganga úr ESB. Og vissulega komu nokkur tímabil, bæði fyrir og eftir þjóðaratkvæðið, þar sem Boris sjálfur virtist sveiflast nokkuð til í þeim alvar- legu efnum, þótt hann hafi að lokum komið standandi niður, sem skipti mestu máli. Ný bók og fróðleg um löngu liðna tíð Andrew Roberts, sagnfræðingur og blaðamaður, sendi nýlega frá sér áhugaverða bók um nokkra „stríðsleiðtoga“ (Leadership in war). Höfundurinn undirstrikar, kannski einkum vegna þess að menn eins og Hitler og Stalín eiga þarna kafla, að þótt „leið- toganafnbótin“ virðist hafa jákvæða ímynd, þá sé hún í þessu tilviki algjörlega hlutlaus. Sumir þeirra, sem þarna eru gerð nokkur skil, með hliðsjón af sama efni eru hermenn eins og Eisenhower og Marshall, lýð- kjörnir stjórnmálamenn eins og Churchill, eða hvort tveggja eins og de Gaulle. Fróðleg er myndin sem dregin er upp af Adolf Hit- ler. Óháð öllum hans kunnu voðaverkum þá virðist styrkur hans, þekking og innsæi hafa verið miklu veikara hvernig sem á það er horft og ætla mætti, vegna þess mikla valds og áhrifa sem hann öðlaðist og hélt meira eða minna til hinstu stundar, svo með ólík- indum var. Höfundurinn gefur af sinni hálfu nokkrar skynsamlegar skýringar á því. Prédikarinn Jafnframt gerir hann að umtalsefni að hvort sem Hit- ler sat í Arnarhreiðrinu eða öðrum frægum dvalar- stöðum hafi hann iðulega setið langt inn í nóttina með nánustu mönnum sínum og haldið fyrirlestra yfir þeim eða frekar eintal um stórt og smátt. Sumar fullyrðingar hans hafi verið með ólíkindum en öllu tekið sem óendanlegri speki af gapandi aðdá- endum, sem virtust telja að foringinn opnaði mönnum víðáttugáttir upplýsinga og fróðleiks. Bormann, sem var einn hans nákomnasti maður, tók spekina upp og hélt því til haga og allt sé þetta efni nú til. Gefin eru dæmi úr uppskriftasafni Bormanns um hugleiðingar Hitlers og skilgreiningar hans á kven- fólki, sem eru næsta sérkennilegar. Roberts segir að sama kvöldið og hann gaf sínar einkennilegu skil- greiningar á konum hafi Hitler sagt: „Ég les aldrei skáldsögur. Slík skrif þoli ég alls ekki.“ „Það var ekki aðeins,“ segir Roberts, „að ríkiskanslarinn hefði ekki tóm eða tíma til að lesa skáldsögur, heldur fór heimur skáldskaparins, hið mannlega ímyndunarafl, beinlínis í taugarnar á honum.“ Í beinu framhaldi nefnir Ro- berts þátt sem bréfritari kannast ekki við að hafa heyrt um áður: „Það voru endalausar spásagnir, sem nánast áttu það helst sameiginlegt að þær gengu ekki eftir. Og svo hefur hann beint eftir Hitler: „England og Bandaríkin munu einn daginn hefja stríð gegn hvort öðru og mun það háð af slíku hatri að næstum er ekki hægt að ímynda sér heiftina,“ sagði hann. „Annað hvort ríkið verður að hverfa af jörðinni.“ Og við annað tækifæri sagði Hitler: „Það mun verða þýsk-breskur her sem mun hrekja her Bandaríkjanna frá Íslandi.“ Morgunblaðið/Eggert 4.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.