Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021
LESBÓK
SÚR Okkar besti Íslandsvinur, Bruce Dickinson, söngv-
ari breska málmbandsins Iron Maiden, snupraði stjórn-
völd í Bretlandi í samtali við sjónvarpsstöðina Sky News
í vikunni og hvatti þau til að tryggja að auðveldara verði
fyrir breska listamenn að troða upp í Evrópu, en alls
kyns leyfi þarf nú til þess arna eftir Brexit. Dickinson,
sem sjálfur kaus með Brexit, segir menn þurfa að beita
skynsemi. „Hvaða rugl er það að við getum ekki komið
fram í Evrópu og Evrópubúar ekki hér? Atvinnuleyfi og
kjaftæði. Koma svo, gyrðið ykkur í brók! Ræsið fram-
bærilegan gaur til að koma þessu í lag! Það er auðveld-
ara að spila í Bandaríkjunum en Evrópu í dag,“ segir
Dickinson en uppselt er á tónleikaröð Iron Maiden í Evr-
ópu síðar á árinu. Ef goðin fá þá að koma.
Gyrðið ykkur í brók!
Brúsi gamli ligg-
ur ekki á skoð-
unum sínum.
AFP
ÆVI Frank Bello, bassafanturinn úr Ant-
hrax, er að leggja lokahönd á endurminn-
ingar sínar sem nefnast hvorki meira né
minna en Fathers, Brothers, And Sons: Survi-
ving Anguish, Abandonment, And Anthrax.
Það er málmfræðingurinn Joel McIver sem
heldur um pennann. Í samtali við hlaðvarpið
Making Waves: The ShipRocked Podcast lýs-
ir Bello ánægju sinni með bókina, þetta sé
ekki bara dæmigerð rokk og ról-bók enda
þótt nokkar safaríkar sögur fljóti með. Hann
skrifar m.a. um barnæsku sína sem var erfið
eftir að faðir hans stakk af og skildi móður
hans eftir staurblanka með fjögur börn.
Rokk og ról og erfið barnæska
Frank Bello kann afar vel við sig á sviðinu.
AFP
Sammy Hagar á tónleikum nú í júní.
Eins og þegar
fólk skilur
SKUGGI Sammy Hagar, fyrrver-
andi söngvari Van Halen, baðst á
dögunum velvirðingar á því að hafa
ljóstrað upp um skuggahlið Eddies
heitins Van Halens í endurminn-
ingum sínum árið 2011. Það gerði
hann í brasilíska vefþættinum In-
side With Paulo Baron. Ekki svo að
skilja að hann hafi ekki verið að
segja satt og rétt frá en stundum
má satt kyrrt liggja og hefði Hagar
ritað bókina í dag, að Van Halen
gengnum, hefði hann sleppt þessu
öllu. Mjög kært var með þeim fé-
lögum meðan Hagar var í bandinu
en eftir að hann hvarf á braut súrn-
aði víst sambandið en lagaðist aftur
síðar. „Eins og gerist þegar fólk
skilur, þið skiljið,“ sagði hann.
J
im Morrison, söngvari bandarísku
hljómsveitarinnar Doors, lézt í
París sl. laugardag. Umboðs-
maður hans skýrði frá þessu í gær-
morgun og sagði einnig við það tæki-
færi, að hann hefði beðið með
fregnina, vegna þess að nánustu vin-
ir hans hefðu ekki viljað endurtaka
þann „skrípaleik“, sem hefði fylgt
andlátum Jimi Hendrix og Janis
Joplin. Enn hefur ekki verið skýrt
frá dánarorsökinni, en sagt hefur
verið að Jim hafi dáið eðlilegum
dauðdaga, sennilega af hjartaáfalli
eða lungnabólgu.“
Þessa sorglegu frétt var að finna á
blaðsíðu 17 í Morgunblaðinu laug-
ardaginn 10. júlí 1971, réttri viku
eftir að söngvarinn féll frá, aðeins 27
ára að aldri. Í framhaldinu var gerð
nánari grein fyrir hinum látna enda
ekki sjálfgefið að allir lesendur
blaðsins væru með á nótunum.
„Jim Morrison og hljómsveit
hans, Doors, áttu gífurlegum vin-
sældum að fagna í Bandaríkjunum
og víðar fyrir tveimur-þremur árum.
Þótti Jim sérlega æsandi í sviðs-
framkomu sinni, þar sem hann skók
sig á sviðinu, íklæddur níðþröngum
leðurbuxum og þunnri skyrtu, sem
jafnan var fráhneppt, svo að skein í
loðna bringuna. Voru hljómleikar
hans margir hverjir hinir söguleg-
ustu, eins og t. d. þegar hann æsti
sig fullmikið á hljómleikum í Florída
fyrir tveimur árum og var ákærður
fyrir ósiðlega framkomu og klúrt
orðbragð. Var hann eftir þetta eftir-
lýstur í fjölmörgum ríkjum Banda-
ríkjanna og virtist sem þetta mál
hefði átt mestan þátt í því, hve vin-
sældir hljómsveitarinnar hríðféllu
síðustu tvö árin. Að lokum var hann sýknaður af fyrri ákærunni en hlaut
dóm fyrir ljótt orðbragð og þótti það
vel sloppið. Eftir þau málalok færð-
ist aftur líf í hljómsveitina, en það
var um seinan.“
Sem frægt er fann Pamela Cour-
son, sambýliskona Morrisons, hann
látinn í baðkarinu í íbúð þeirra í 17-
19, Rue Beautreillis í Le Marais,
fjórða hverfi Parísar. Opinber
dánarorsök er „hjartabilun“ en eng-
in krufning fór fram, þar sem þess
er ekki krafist í frönskum lögum.
Fyrir liggur hins vegar að Morrison
hafði um árabil misnotað áfengi og
fíkniefni og fólk sem umgekkst hann
undir það síðasta hefur haldið því
fram að banamein hans hafi í reynd
verið of stór skammtur af heróíni
sem söngvarinn hafi tekið af gáleysi.
Jim Morrison var
fæddur til að skapa list
og standa á sviði.
Flickr.com
Æsilegur dans við dauðann
Hálf öld er um helgina liðin frá sviplegu andláti
Jims Morrisons, hins hæfileikaríka en óstýriláta
söngvara bandaríska rokkbandsins The Doors,
einnar mestu rokkstjörnu sem um getur í sögunni.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
James Douglas Morr-
ison fæddist 8. desem-
ber 1943 í borginni
Melbourne í Flórída.
Faðir hans var aðmír-
áll í bandaríska sjó-
hernum og flæktist
Morrison vítt og
breitt um landið milli
herstöðva á yngri ár-
um ásamt foreldrum
sínum og tveimur
yngri systkinum. Hann fékk ungur áhuga á heimspeki, bók-
menntum, ljóðlist og tónlist. Eftir að hafa lokið BA-prófi í kvik-
myndagerð frá UCLA stofnaði Morrison The Doors ásamt hljóm-
borðsleikaranum Ray Manzarek. Naut sveitin mikillar lýðhylli á
seinni hluta sjöunda áratugarins fyrir lög á borð við Light My Fire,
Touch Me, Break on Through (To the Other Side), People are
Strange og The End, þar sem ljóðskáldið Morrison var í essinu sínu.
Hann var fjórða rokkstjarnan á aðeins tveimur árum sem lést 27
ára gamall; hinar voru Brian Jones úr The Rolling Stones, Jimi
Hendrix og Janis Joplin. Upp frá því er talað um 27 ára-klúbbinn en
af seinni tíma meðlimum má nefna Kurt Cobain og Amy Wine-
house.
Meðlimur í 27 ára-klúbbnum
Morrison ásamt
félögum sínum í
The Doors.
pxhere.com