Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Matarsóun ein og sér veldur meiri gróður- húsa- áhrifum en öll einstök lönd heims að Kína og Banda- ríkjunum undan- skildum. Við þurfum að vinda ofan af áratuga- langri- áherslu á einka- bílinn sem okkar helsta samgöngu- máta. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið „Það er bara geggjað að vera í strætó. Maður fær ógeðslega mikinn tíma og svo er frítt wi-fi. Bara alger læfseifer,“ sagði 11 ára dóttir mín þegar við vorum að ræða fyrirkomulagið á gítartímanum hennar. Hún hefur lært á gítar í tvö ár og í fyrstu skutlaði pabbi hennar henni með tilheyrandi vinnuraski og umhverfisálagi. Frá því í janúar hafa börn 11 ára og yngri fengið frítt í Strætó. Síðan þá hefur hún sjálf séð um að koma sér í og úr gítartímum. Dóttir mín hefur ekki látið staðar numið við gítar- tímana heldur fer hún miklu víðar, stundum ein en oftar í félagsskap vina sinna, til að sinna sínum ýmsu hugðarefnum. Nútímakrakkar eru þaulvanir farsímum og eiga auðvelt með að skipuleggja ferðir sínar og komast þangað sem þau vilja. Hún og aðrir krakkar í kringum hana upplifa því frelsið sem fylgir því að komast ferða sinna sjálf með almennings- samgöngum sem gerir þau vonandi að framtíðar- notendum. Smávægilegar breytingar á þjónustu eða verkefn- um geta orðið til stórra breytinga á umhverfi okkar og hegðun. Ákvörðun Strætó um að niðurgreiða ferðir 11 ára og yngri hefur fjölgað notendum í þeim hópi. Það er mín skoðun að við eigum að niðurgreiða almenningssamgöngur og aðra vistvæna ferðamáta og halda gjaldtöku í lágmarki, ekki síst fyrir þau sem nýta sér þær að staðaldri. Við þurfum að vinda ofan af áratugalangri áherslu á einkabílinn sem okkar helsta samgöngumáta. Hingað til hefur niðurgreiðsla á öllu sem að honum snýr numið milljörðum króna í formi ókeypis bíla- stæða, mislægra gatnamóta, vegaframkvæmda og annarrar þjónustu. Ofan á allan þann kostnað úr almannasjóðum bætist svo annar kostnaður sem bíleigendur greiða úr eigin vasa. Það er pólitísk ákvörðun að niðurgreiða samgöng- ur og morgunljóst að sú niðurgreiðsla á að beinast að almenningssamgöngum, innviðum göngu- og hjólastíga og fjölbreyttari ferðamátum. Sú fjárfesting skilar sér margfalt til umhverfisins og ánægðari íbúa „sem elska að vera í strætó þegar byrjar að dimma“, eins og hún dóttir mín. n Besta leiðin Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem fyrir fram var jafnvel kölluð mikil- vægasta ráðstefna mannkyns, hefur að mörgu leyti ekki staðist væntingar en það er eitt öðru fremur sem vekur fjöl- mörgum undrun: Af öllum þeim mikilvægu mál- efnum sem fengu pláss á þéttskipaðri dagskránni hefur matvælaframleiðsla og -sóun fengið lítið sem ekkert vægi. Við upphaf ráðstefnunnar kepptist efasemda- og úrtölufólkið við að benda á það hvers lags samgöngur fundargestir nýttu sér til að mæta á svæðið. Margir hverjir, og þar með talin íslenska sendinefndin, ferðuðust með flugvél (enda ferjusamgöngur milli Reykjavíkur og Glasgow löngum verið stopular) og þótti ein- hverjum það orka tvímælis. Þó svo að slíkar athugasemdir séu í besta falli yfirklór og í versta falli tilraun til að afvegaleiða umræðuna er vert að benda á að flugsamgöngur eru taldar ábyrgar fyrir um fimm prósentum hnattrænnar hlýnunar. Erfitt er að fullyrða um nákvæmar tölur en ljóst er að matvælafram- leiðsla ber þar mun meiri ábyrgð. Matarsóun ein og sér veldur meiri gróðurhúsaáhrifum en öll einstök lönd heims að Kína og Bandaríkjunum undanskildum. En þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum með tilheyrandi umhverfisáhrifum endar sem úrgangur. Við þurfum að breyta venjum okkar og við þurfum að gera það á víðu sviði. Hvernig við verslum í matinn og hvað við setjum ofan í okkur er þar veigamikið atriði. Sífellt aukin þörf á nýju ræktunarlandi til að mæta þeirri miklu aukningu sem orðið hefur undanfarna áratugi á kjöt- og mjólkurneyslu jarðarbúa er aðkallandi vandi enda þriðjungur ræktunarlands í heim- inum nýttur til ræktunar dýrafóðurs. Nýjar kynslóðir neytenda eru sem betur fer meðvitaðar um áhrif kjötneyslu á umhverfið og velja í stórum stíl að sleppa henni alfarið eða að hluta. Úrval vörutegunda í verslunum sem veit- ingastöðum er jafnframt orðið það mikið að litlu er fórnað með því að sleppa kjöti, eða skera niður neyslu á því. Stærsta áskorunin við að hætta að borða dýraafurðir reynist mörgum, þó undarlega megi hljóma, að hlusta á síendurteknar misgáfu- legar athugasemdir afturhaldsseggjanna sem halda að lífið sé litlaust án blóðugrar steikar. Það er í raun verðugt rannsóknarefni að kanna hversu miklar áhyggjur hinar svokölluðu alætur hafa af meintu næringargildi og fjölbreytileika fæðu þeirra sem valið hafa að skaða jörðina og aðrar lifandi verur sem minnst með fæðuvali sínu. Hvert og eitt okkar getur haft áhrif með minnkandi neyslu dýraafurða – bragðið og gæðin gætu jafnvel komið einhverjum á óvart því gagnstætt sannfæringu margra, þá borða grænkerar ekki bara gras! n Líf án steikar arib@frettabladid.is toti@frettabladid.is Líkamsræktarstyrkur Meira að segja samviskulausustu kapítalistarnir fundu til örlítillar samúðar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar hún lýsti ástandinu innan Eflingar þar sem hún hugðist virkja skrif- stofufólk til byltingar á stað þar sem gegnumflæði peninga er stöðugt og þétt. Kom þá í ljós að lítil stemning var fyrir að yfirgefa vöfflujárnið til þess að standa úti í rigningunni með skilti og gjallarhorn. Mun meiri áhugi var fyrir því að fara yfir beiðnir um líkamsræktarstyrki. Næsta skrefið er pólitík, sem eftir á að hyggja átti að vera fyrsta skrefið. Sundstuðningur Heitir pottar sundlauganna og vitringarnir sem þar hanga hafa löngum þótt ágæt vísbending um hvernig vindar blása í sam- félaginu. Óformleg könnun Illuga Jökulssonar í slíkum potti meðal fjögurra stútungskalla á ýmsum aldri bendir eindregið til þess að straumurinn sé með Sólveigu Önnu. „Ég bjóst við að að minnsta kosti sumir þeirra myndu finna til samstöðu með Guðmundi Baldurssyni, en niðurstaðan var skýr: Ef þetta hefði verið fótboltaleikur hefði staðan verið 4-0 fyrir Sólveigu Önnu. Svo bættist kona í pottinn og þá varð staðan 5-0,“ sagði Illugi í rannsóknarskýrslu sinni sem hann birti á Facebook. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.