Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Nú þegar kólna tekur í veðri og vindurinn gnauðar á gluggum langar mann helst að skríða snemma upp í rúm og þá er ekkert betra en mjúk og þægileg rúmföt. Fólk grínast líka stundum með það þegar það kaupir sér rúmföt hjá okkur að nú verði ómögulegt að fara fram úr á morgnana, því þau eru svo mjúk og yndisleg,“ segir Hildur Þórðardóttir hjá Rúmföt.is. „En þá er einmitt kjörið að velja sér falleg og uppörvandi mynstur og liti til að létta lundina í skammdeg- inu. Það gerir gæfumuninn að það fyrsta sem við sjáum á morgnana sé eitthvað fallegt og sérstaklega ef við gefum okkur tíma til að dást að því. Þar með fyllum við okkur af góðri orku og jákvæðni fyrir daginn.“ Hildur segir að það sé alltaf jafn gaman að fá fólk í búðina sem er að kaupa sér ný sparisængurföt. „Þá vill það oftast það fínasta, sem er að sjálfsögðu silkidamaskið. Fyrst ber að nefna rúmfötin frá ítalska lúxusmerkinu Quagliotti. Það hefur starfað frá árinu 1933 og er eitt af fáum fjölskyldufyrir- tækjum sem eru eftir í bransan- um,“ segir hún. „Ef sængurföt væru konfekt þá væru þau frá súkkulaði- meistara sem handgerir hvern ein- asta mola og leggur sálina í verkið. Verin eru hvert öðru fallegra og úr dásamlegu silkidamaski. Maður fær alveg hamingjutilfinningu í fingurna bara við að snerta efnin og þeir sem þekkja Quagliotti vilja ekkert annað. Ein af nýjungunum hjá okkur í ár eru 1.400 þráða lúxusrúmföt frá öðru ítölsku fyrirtæki, en bómullin í þessum rúmfötum er sérvalið Giza-afbrigði frá Egyptalandi,“ útskýrir Hildur. „Um er að ræða eina sjaldgæfustu bómull í heimi og einnig þá bestu. Ef Quagliotti- rúmfötin eru handgerðir konfekt- molar þá eru þessi 1.400 þráða rúmföt heimsókn í himnaríki. Síðan er gaman að nefna Bauer- sængurfötin, sem væru þá eins og framúrstefnulegir konfektmolar. Röndótta silkidamaskið er með breiðari röndum en venjulega, sem gerir þau nútímalegri og meira að segja eru til svört og dökkgrá rönd- ótt fyrir þá sem vilja sofa með mjög dökkt. En auðvitað eru líka til bleik, blá, grá, hvít og drapplituð. Þá komu líka svaka flott rúmföt með gylltu eða silfruðu mynstri, sem smellpassar inn í áramóta- tískuna,“ segir Hildur. Íslensk framleiðsla „Ekki má síðan gleyma öllum rúm- fötunum sem hún Margrét okkar saumar fyrir hver jól. Þau eru alveg æðislega flott og bara gerð úr þessum geggjuðu ítölsku efnum sem fólk elskar,“ segir Hildur. Margrét Guðlaugsdóttir, eða Magga saumakona eins og hún er oftast kölluð, er konan á bak við rúmfötin. „Hún er reynslunni ríkari þegar kemur að saumaskap og rúmfötin sem hún saumar eru hreinlega listaverk,“ segir Hildur. „Magga hefur gríðarlega reynslu af því að sauma rúmföt. Hún saumaði meðal annars fyrir Verið á sínum tíma en einnig fyrir búðirnar Höfnina, Erlu við Snorrabraut og Kristínu, en þær eru allar löngu farnar. Síðast fór Fatabúðin og var mikil eftirsjá að henni. Það má því með sanni segja að ansi margir Íslendingar hafi sofið undir rúm- fötunum sem hún Magga saumar af sinni einskæru list.“ Magga segir það mikla nákvæmnisvinnu að sauma rúmföt. „Maður skyldi nú halda að eftir tæplega 60 ára starfsreynslu ætti ég að vera löngu búin að fá nóg af þessu. En mér hefur alla tíð þótt Rúmfötin frá ítalska lúxusmerkinu Quagliotti eru fínustu sparisængurföt sem hægt er að fá og þeir sem þekkja Quag- liotti vilja ekkert annað. Þau eru úr dásamlegu silkidamaski og hvert öðru fallegra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Margrét Guð- laugsdóttir, eða Magga sauma- kona eins og hún er oftast kölluð, hefur tæplega 60 ára reynslu og saumar rúmföt fyrir Rúmföt. is fyrir hver jól. MYND/AÐSEND Fólk grínast stund- um með það þegar það kaupir sér rúmföt hjá okkur að nú verði ómögulegt að fara fram úr á morgnana, því þau eru svo mjúk og yndis- leg. Hildur Þórðardóttir Rúmföt.is er líka með yndislega mjúk 300 þráða efni í alls kyns skemmti- legum og fjölbreyttum mynstrum fyrir bæði börn og fullorðna. Fallegir litir geta létt lundina. Sumir vilja mjög dökk rúmföt. Rúmföt.is selur einstakar hágæða vörur á sanngjörnu verði. Þeir sem vilja alvöru gæði í sængurfötum finna það sem þeir vilja hjá Rúmföt.is. gaman að sauma og þykir það enn þá. Þegar það kemur nýtt efni í búðina frá Ítalíu þá renni ég hönd- unum um það og hugsa með mér „noh, hvað það verður gaman að sauma úr þessu“,“ segir hún. „Langstærsti hluti viðskipta- vina okkar er fólk sem er komið yfir fimmtugt og vill alvöru gæði í sængurfötum. Flestir sem voru viðskiptavinir Fatabúðarinnar eða Versins í gamla daga þekkja handbragð Möggu saumakonu og eru alsælir með að hafa upp- götvað okkur eftir langþráða bið eftir nýjum arftaka,“ segir Hildur. „Nokkrum sinnum hefur það líka gerst að ungir foreldrar koma til okkar og segja að amman hafi gefið barnabörnunum svo meiriháttar góð sængurföt, sem séu svo ótrú- lega mjúk og góð og koma svo flott úr þvottinum, að nú vilji þau fá eins. Svo var einn lítill sem fékk að gista hjá ömmu og sagði eftir þá heimsókn að hann vildi fá eins sængurföt og amma átti,“ segir Hildur. „Þannig að amman kom í búðina og keypti handa honum hvítt silkidamask. En yngsta kynslóðin þarf ekki öll að fá hvítt silkidamask, því við erum líka með 300 þráða yndislega mjúk efni í alls kyns barnamynstr- um. Mýs að fljúga flugvélum, keyra traktora og kappakstursbíla eða kanínur og bangsar í sveit. Þá er Pokémon á appelsínugulum bakgrunni ótrúlega vinsæll, sem og kattarúmföt fyrir kattafólk á öllum aldri. Við eigum svo líka rúmföt með hundum, fiskum og risaeðlum,“ segir Hildur. „Fyrir þau aðeins eldri eigum við stjörnu- merkin, stafamynstur, skeljaþema og skíðarúmföt fyrir skíðafólkið. Við eigum meira að segja til barna- rúmföt í hlýjum gráleitum tónum sem er svo mikið í tísku núna.“ Dúnsængur og silkikoddaver „Við vorum að fá Mulberry-silki- koddaver í nokkrum litum en þau hafa verið mjög vinsæl og kosta aðeins 6.900 krónur án kants,“ upplýsir Hildur. „Kostirnir við að sofa á silkikoddaveri, fyrir utan hvað það er dásamlegt, er að hárið verður minna úfið á morgnana. Dúnsængurnar okkar eru líka virkilega flottar. Við bjóðum upp á nokkrar gerðir, meðal annars 770 gramma gæsadúnsæng sem er mátulega þykk án þess að vera of heit, en auk þess er ytra byrðið 550 þráða microsatín sem skrjáfar nánast ekkert í, en margar sængur á markaðnum eru með gróft áklæði sem skrjáfar í,“ segir Hildur. „Það eru svona hlutir sem sumir kaupmenn eru ekkert að spá í en skipta máli ef maður vill bara það besta.“ n Rúmföt.is á Nýbýlavegi 28 er opin milli 12-17.30 virka daga og 11-15 laugardaga. Sími: 565 1025, rumfot.is. 2 kynningarblað A L LT 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.