Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 22
Reykjanesbær auglýsir til sölu byggingar og lóðarréttindi á þróunarreit sem er staðsettur við norðurenda Hafnargötu. Óskað er eftir tilboðum í eignir sem standa á reitnum auk hugmynda um nýtingu reitsins. Þróunarreitur staðsettur við miðbæinn og aðeins í sex mínútna akstursvegalengd frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar Spennandi tækifæri í hjarta Reykjanesbæjar Um er að ræða 1.512 m² atvinnuhúsnæði sem er víkjandi samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi en í því er heimild til að byggja alls 9.185 m² á 8.165 m² reit. Óskað er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda um nýtingu reitsins. Horft verður til samspils áætlana við uppbyggingu umliggjandi svæða en einnig gagnvart framþróun menningar- og ferðaþjónustu. Þróunarreiturinn stendur við smábátahöfnina í Gróf og er aðeins í sex mínútna akstursvegalengd frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sunnan við reitinn er Keflavíkurtún og þar fyrir framan standa Duus menningar-og safnahús, þar sem sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar er að finna auk gestastofu Reykjanes Geopark. Tilboð þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 13. desember. Mikilvægt er að kynna sér skilmála og frekari upplýsingar um tilboðsgerð og forsendur. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu Reykjanesbæjar með því að skanna QR kóðann hér til vinstri eða fara inn á www.reykjanesbaer.is/throunarreitir Duus Safnahús Keflavíkurtún Miðbær Grófin 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.