Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 30
Við fyrstu sýn finnst fólki þær skrýtnar en verður svo stórhrifið. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 22. nóvember 2021. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Hjörtur Matthías Skúlason sýnir verk sín í Vín. Mjúkir saumaðir skúlptúrar og prentverk. Hjörtur Matthías lærði vöruhönnun og starfar sem hönnuður en hefur á síðustu árum sinnt myndlist í auknum mæli. „Ég lauk fornámi við Myndlistarskólann. Þegar ég sótti síðan um í Listaháskólanum sótti ég bæði um á myndlistar- og vöru- hönnunarsviði og komst inn í báðar deildir. Kennarar mínir úr mynd- listarskólanum sögðu að ég væri of skipulagður til að fara í myndlist og ráðlögðu mér að fara í vöruhönnun. Það var mjög praktískt, auk þess að vera skemmtilegt og ég sé ekkert eftir því. Fyrir tveimur árum fór ég að vinna að myndlist. Við Hulda Vil- hjálmsdóttir erum góðir vinir og sýndum saman í Gallery Port. Þá fór boltinn að rúlla varðandi mynd- listina,“ segir Hjörtur Matthías sem deilir vinnustofu með Huldu vin- konu sinni úti á Granda. Um fyrirhugaða sýningu sína í Vín segir hann: „Ég á góðan vin sem er fatahönnuður í Vín. Hann rekur verslun og er þar með listrænt rými og þar eru gjörningar, myndlistar- menn mæta með verk sín og vöru- Útlimir skapa hreyfingu Hjörtur Matthías starfar sem hönnuður en sinnir einnig myndlistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eitt þeirra verka sem Hjörtur Matthías sýnir í Vín. hönnuðir sýna. Hann bauð mér að halda sýningu sem verður opnuð 11. nóvember og stendur í nokkra mánuði.“ Á sýningunni í Vín sýnir hann mjúka, saumaða skúlptúra og prent- verk sem hann hefur gert af þeim. „Skúlptúrarnir sýna mannslíkam- ann þar sem útlimir skapa hreyf- ingu sem minnir á dans. Verkin eru ekki alltaf raunsæ, ég leyfi þeim að vera svolítið abstrakt og set kannski átta hendur á bolinn til að sýna hreyfingarnar. Um leið skapast fal- legt flæði. Í prentverkunum sem ég geri af dúkkunum er mikil hreyfing og dýpt.“ Hann hefur unnið við að gera skúlptúra eins og þessa í tvö ár og hefur sýnt þá í Gallery Port og á Mokka. „Ég fæ frábær viðbrögð við þessum fígúrum. Við fyrstu sýn finnst fólki þær skrýtnar en verður svo stórhrifið. Börn eru svo alveg heilluð af þessum fígúrum.“ ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Ritlist við Háskóla Íslands í sam- starfi við Bókmennta- og listfræða- stofnun efnir til viðburða þar sem höfundur og ritstjóri ræða samstarf sitt. Í dag, þriðjudaginn 9. nóvember, munu rithöfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir og ritstjórinn Páll Valsson spjalla um samstarf sitt við bókina Kynslóð sem er nýkomin út hjá Bjarti. Páll er einn reyndasti ritstjóri landsins og hefur unnið með mörgum af þekktustu höfundum þjóðarinnar. Har pa Rún, sem hreppti Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir ljóða- bókina Eddu árið 2019, sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu. Harpa er bókmenntafræðingur að mennt en starfar nú sem rithöfundur og bóndi. Spjallið fer fram í stofu 008 í Ver- öld klukkan 12-13. Viðburðurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis. ■ Páll og Harpa ræða samstarf Harpa Rún Kristjánsdóttir rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 16 Menning 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.