Huginn - 01.04.1953, Qupperneq 7
HUGINN /
það hlýtur að hafa hjálpað, því að minnsta
kosti varð ég ekki var við sviðann lengur.
Næsta dag vaknaði ég með höfuðverk og
tannpínu. Nú var hún öll í jaxlinum, þar sem
hún hafði byrjað. Ég skjögraði niður til hús-
ráðanda míns, sem hafði fengið mína húsa-
leigu greidda fyrirfram, (svo að ekkert var
að óttast). Hann vísaði mér á heimilislækni
sinn. „Mjög duglegur og iðinn læknir,“ sagði
hann. Ég sagði honum eðlilega ekkert um gólf-
teppið og stólana; það hefði líka verið hrein-
asta ókurteisi gagnvart hjálpfýsi hans við
mig. Aftur á móti náði ég mér sem fyrst í
leigubíl og ók til heimilislæknis húsráðanda
míns. Mér var vísað inn í biðstofuna, þar sem
sátu um 25 manns og biðu eftir afgreiðslu.
Ég reyndi að lesa í vikuriti frá aldamótunum
og ýmsum öðrum blöðum frá fyrstu læknis-
aðgerðum, sem gerðar höfðu verið. Nú upp-
götvaði ég, að ég hafði talið að minnsta kosti
5 manneskjur fyrir hverja tönn, sem ég hafði
tannpínu í, því að í raun og veru voru sjúkl-
ingarnir ekki nema 5.
Loks kom röðin að mér, en það get ég sagt
ykkur í fullum trúnaði, að það tekur á taug-
arnar að vera eini maðurinn inni í læknis-
biðstofu, sem er virkilega veikur, og þurfa
að fara seinastur inn. Það fyrsta, sem ég var
spurður að, þegar inn kom, var, hvort ég gæti
greitt strax. Og svaraði ég því játandi, því að
ég játa yfirleitt öllu, sem ég er spurður að und-
ir slíkum kringumstæðum. „Þetta verður mik-
il aðgerð,“ sagði hann. „Allar tennurnar í efri-
gómnum verður að draga út, og tennurnar í
neðri gómnum verður að brjóta úr, að undan-
skildum tveim, sem sennilega er hægt að
bjarga.“ Svo talaði hann um hengibrýr og
húsagerðarlist, svo að ég var farinn að halda,
að ég hefði lent inn til arkitekst, en ekki lækn-
is. „Ég ætla að segja yður, að þetta mun kosta
800 kr„ og helminginn eigið þér að borga á
skrifstofunni áður en við byrjum.“ „En bíð-
ið aðeins,“ stamaði ég. „En sársaukinn er að-
eins í vinstri jaxli. Það er allt í lagi með hin-
ar. Og þar að auki hef ég alls ekki efni á að
borga 800 kr. Þér hljótið að hafa ruglazt á
Jóni og Thors.“ Nú varð hann vondur og sagði,
að ég hefði eytt tíma hans til ónýtis. Hann
sagði, að þetta væri enginn leikur, annaðhvort
lagaði hann mínar tennur eða ég færi strax.
Hann stóð með gríðarmikinn rafmagnsbor og
virtist tilbúinn til alls. Þá beið ég nú ekki
lengur boðanna, heldur þaut út. Á leiðinni
Hví lýt ég svo lágt,
en lifi þó hátt?
Hví dýrka ég vínguðsins veigar?
Aðeins auðnu og tóm,
andstyggð og hjóm
ég öðlast við görótta teyga.
Þegar flaskan er full
fær vínsalinn gull.
Hann bruggar og byrlar mér eitur.
Gapir opin mín gröf,
glotta helvítis höf.
Verður fjandinn af sál minni feitur?
Örlygur frá Viðey.
heim hitti ég skólafélaga minn og hann vís-
aði mér þegar í stað á bezta lækninn í borg-
inni, að því er hann sagði. Ég horfði á hann
efablandinn, því að ég hafði heyrt líka sögu
skömmu áður, en vinur minn var svo sann-
færður og sagði mér svo margar hrífandi sög-
ur um þennan lækni, að ég lét að lokum und-
an, fékk heimilisfang hans og skundaði af
stað.
Það var tekið vingjarnlega á móti mér af
rauðbirknum, vingjarnlegum lækni, sem bauð
mér strax whiský, sem pabbi hans hafði sent
honum í brúðargjöf. Ég benti með fyrirlitn-
ingu á jaxlinn. Og enn einu sinni settist ég
í læknisstólinn. í þetta skipti meira af vana en
af hlýðni. Hann setti svuntu á sig, því næst
leitaði hann eftir tönninni. „Nú er þetta allt
í lagi,“ sagði hann. „Við drögum tönnina bara
út, og svo manstu að bursta í þér tennurnar
héðan í frá.“ Hann kom með töng, og áður en
ég vissi af stóð hann með hálfónýtan jaxl í
höndunum. Eftir allt þetta amstur fannst mér
ekkert mæla því mót, að ég fengi mér ein-
hverja upplyftingu. Morguninn eftir vakn-
aði ég líka aðeins með höfuðverk en enga
tannpínu. Allspice.