Huginn - 01.04.1953, Qupperneq 9
ekkert gert þér! Æ, sköflungurinn á mér, æ,
elsku litli sköflungurinn minn, sem ég hefi
alltaf átt, síðan ég var smástelpa.
— „Nei, nei, þetta var ekkert, góði, bezti,
nei, ég meiddi mig ekki vitund. Þetta var
allt mér að kenna. Jú, svei mér þá! — En
sœtt af yður að segja þetta, en það var mér
að kenna, svei mér þá!“
— Æ, ég vildi, að ég vissi hvað ég ætti að
gera. Ætti ég að gera út af við hann strax
eða láta hann lognast út af smám saman.
Það væri minna áberandi. Bezt að láta ekki
á neinu bera og vita, hvort hann gefst ekki
upp af sjálfs dáðum. Hann getur ekki haldið
svona áfram í það óendanlega — hann er
þó aldrei nema venjuleg manneskja. Ég er
ekki sérlega tilfinninganæm — en þegar far-
ið er að sparka í lappirnar á mér, er mér nóg
boðið. Og svo brosti hann þar að auki. —
Hann brosti kannske ekki af illgirni. Ef til
vill bara til að sýna, hvað hann er í góðu
skapi. Ég ætti kannske að vera fegin því, að
annað okkar skemmtir sér. Nú, þegar öllu er
á botninn hvolft, gerir strákgreyið eins og
hann getur. Hann er líklega úr sveit, greyið,
og hefur ekkert lært.
„Já, yndislegur vals, finnst yður ekki! Al-
veg yndislegur — svo fallegt lag“.
Hvað, ég er bara orðin hrifin af fótbolta-
kappanum hérna! Hann er hetjan mln. Sjáið
hann, lítið bara á hann — hann hugsar ekk-
ert um afleiðingarnar, hann rennir sér gegn-
um eina flækjuna af annarri, augun ljóma og
kinnarnar loga af ákafanum. Og á ég að láta
það á mig sannast, að ég fylgist ekki með?
Ég held nú síður!! Það skiptir ekki máli þó að
ég verði að liggja í gipsi næstu árin. Áfram
með þig, lagsmaður, hvern langar að lifa til
eilífðar. — Æ, hamingjan sanna! Nú duttum
við! Nei, hann er ómeiddur! Ég hélt í bili, að
hann yrði að hverfa af sjónarsviðinu. Ég hefði
ekki aíborið það ef eitthvað hefði komið fyrir
hann. Ég elska hann blátt áfram!! Sjáið bara,
hvernig hann fer með ósköp venjulegan vals
— sjáið bara, hvað lítið verður úr hinu dans-
fólkinu við hliðina á honum. Hann er æskan,
þrótturinn og hugrekkið sjálft uppmálað,
hann er styrkurinn og glaðværðin sjálf •— ó,
guð almáttugur, taktu býfuna ofan af ristinni
á mér, sveitapúkinn þinn! Heldurðu, að ég sé
einhver landgöngubrú!
,,Nei, ég fann alls ekkert til, ég get svarið
það — þetta var allt mér að kenna. Þetta spor
er ógurlega sniðugt, ég fylgdist bara ekki al-
veg með, svona strax. — Ne-ei, funduð þér
það upp sjálfur! Guð, hvað þér eruð sniðugur!
Ég horfði einmitt á yður taka þetta spor áð-
an, þegar þér voruð að dansa. Það er svo —
svo áhrifamikið að sjá það!
— Ja, áhrifamikið! Skyldi ekki vera áhrifa-
mikið að sjá mig. Hárið hangir niður með
kinnunum, pilsið allt í göndli og kaldur sviti
á enninu. Þetta getur gert útaf við kvenmann
á mínum aldri. Og hann bjó þetta spor til
sjálfur, af sinni eigin kænsku. Það var svolítð
flókið fyrst, en ég held, að ég sé búin að læra
það. Reka tærnar í tvisvar, hrasa og gana svo
beint af augum svo sem 25 metra. Mikið rétt!
Ég er búin að ná því, en ég er líka bæði fót-
brotin og orðin slæm fyrir hjartanu. Ég hata
þessa skepnu, sem ég er hlekkjuð við. Ég hat-
aði hann, um leið og ég leit fyrst í glottandi,
dýrslegt smettið á honum. Og hérna hefi ég
verið læst járngreypum í þau 35 ár, sem þessi
vals hefur staðið yfir. Ó, Jesús, ætlar hljóm-
sveitin aldrei að hætta.
„Ó, þeir ætla að spila aukalag! En gaman!
Þreytt? Nei öðru nær. Ég gæti haldið áfram í
alla nótt!“
Nei, ég er ekki þreytt. Ég er dauð, — blátt
áfram steindauð. Og hvílíkur dauðdagi!! Nú
heldur hljómsveitin áfram í það óendanlega,
og við dönsum okkur gegnum eilífðina, Kalli
kaldi og ég. Ég býst við að mér fari að standa
á sama — svona eftir hundrað þúsund ár. Ég
hugsa, satt að segja, að mér standi á sama um
allt þá, hita, sársauka, hjartasorg og þreytu.
•— Hvers vegna sagði ég ekki, að ég væri
þreytt. Ég hefði getað sagt: „Eigum við ekki
að hlusta á hljómsveitina í staðinn?" Já, og
hefði hann fengist til þess, hefði það líklega
verið í fyrsta skipti allt kvöldið. — Nú, en
hefðum við setzt við borðið, hefði ég orðið að
halda uppi samræðum við hann. Æ, sjáið
hann bara, um hvað er hægt að tala við svona
náunga. „Hafið þér farið í bíó nýlega? Hvort
þykir yður betra appelsín eða kóka kóla?
Hvernig stafið þér köttur?“ Ég býst við, að
mér sé betur borgið hér. Ég er eins og steypu-
hrærivél á fullri ferð.
Ég er alveg orðin tilfinningarlaus. Ég veit
ekki af því, þegar hann stígur ofan á mig,
nema af því að ég heyri brakið í beinunum.
Stórviðburðir lífs míns koma upp í huganum
— þegar ég lenti í hvirfilbylnum í Vestur-
Indíum, þegar ég fékk höfuðhöggið í bílslys-