Huginn - 01.04.1953, Qupperneq 17

Huginn - 01.04.1953, Qupperneq 17
H U G I N N /7 frá A-2, þar sem keppendur voru aðeins tveir þaðan, en þeir stóðu sig með prýði. Frjálsíþróttamót Í.F.R.N. fór fram í íþrótta- sal Háskólans 7. marz. Samvinnuskólinn sá um mótið. Þátttaka var fremur mikil frá öll- um framhaldsskólum bæjarins, að undan- skildum Verzlunarskólanum. Heildarúrslit mótsins urðu þau, að Samvinnuskólinn vann mótið með 63 stigum. Keppt var í þrem ald- ursflokkum karla og kvenna. í 3. flokki keppti Pétur Rögnvaldsson og varð 4. í þristökki án atrennu. Hann stökk 8,33 m og fékk 1 stig. Hann tók einnig þátt í hástökki. í 2. flokki kepptu Guðjón B. Ólafsson og Ásgeif Þ. Ósk- arsson. Guðjón vann kúluvarpið með 14,03 m. Hann varð einnig hlutskarpastur í langstökki án atrennu og stökk 2,87 m. Þá varð Guðjón annar í þrístökki án atr. með 8,33 m og ann- ar í hástökki með 1,45 m. Hann fékk því sam- tals 24 stig. Ásgeir varð annar í kúluvarpi með 13,08 m og fékk 5 stig. Gunnsteinn Karls- son tók þátt í hástökki og stökk 1,55 m. í kvennaflokki var keppt í hástökki með atr. og langstökki án atr. Þátttakendur Sam- vinnuskólans voru Ólöf Einarsdóttir, sem vann hástökkið á 1,25 m og varð önnur í röð- inni í langstökki með 2,00 m. Sigríður Ólafs- dóttir vann langstökkið og stökk 2.10 m. Hún varð önnur í hástökki með 1,20 m. Inga Guð- mundsdóttir varð þriðja bæði í langstökki og hástökki. Stúlkurnar hlutu þannig 30 stig, eða h.elminginn af þeim stigafjölda, sem Samvinnuskólanum hlotnaðizt. Þátttakendur Samvinnuskólans eiga heiður skilið fyrir þá frammistöðu, sem þeir sýndu á þessu móti og mun orðstír þeirra lengi uppi, og er von- andi að hann verði komandi kynslóðum Sam- vinnuskólans hvatning til að feta í fótspor- in. Frétzt hefur, að Örlygur Hálfdánarson, markmaður frá Viðey, hafi í hyggju að hefna ófara deildar sinnar með því að skora á deild A-1 í knattspyrnu, en ekki hefur feng- izt staðfesting á fregninni. Dag einn vildi það til, að Árni Filippusson kom ekki í skólann, svo sem vanalega. Voru menn því kvíðafullir um afdrif Árna, því hann er maður vinsæll og vel látinn. Varð mikill fögnuður, þegar týndi sonurinn kom daginn eftir heilu og höldnu. recil contemporarieA Vínarbrauð eru góð, en snúðar eru betri. Leifur. I. Unnar. Augun prýða kvenmanninn, en samt lít ég alltaf fyrst á fæturna. Guðjón B. Ól. Fyrst er að ná sér í konu, svo kemur hitt af sjálfu sér. .. Stefán M. Gunnarsson. Ég hata ekki einungis enskuna, heldur einnig kennarann. Guðmundur Páll. Það er ekkert að taka prófin — en að taka við einkunnunum er alveg voðalegt. Birgir Bogason. Ég er ekki aðeins mikill gáfumaður, — held- ur er ég ræðumaður, kvennamaður, skáld og mesti ágætismaður . . Pétur Rögnvaldsson. Ég er mikill skákmaður, en samt er ég meiri dansmaður. Magnús Kristinsson. Ress. Þá gerðist það einn laugardag í sjövikna- föstunni, að Björn Ásgeirsson vélritaði verzl- unarbréf með svo leyndardómsfullum hraða, að hinir beztu menn voru vart búnir með ávarpið, þegar Björn lauk bréfinu. Þar sem bréfið var á þýzku, er ekki vitað um efni þess, en menn telja almennt víst, að um mik- inn „business“ hafi verið að ræða. Örlygur Hálfdánarson, skáld frá Viðey, tók fyrir nokkru próf í félagsfræði, og kom þá andinn yfir hann, svo að hann fékk ekki við hann ráðið. Varð prófið allt í ljóðum með hinum dýrustu háttum og römmum kenn- ingum. Tíð hefur verið mjög góð á góunni, og Birg- ir Bogason hefur verið tiltölulega lítið syfj- aður.

x

Huginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.