Dagrenning - 01.12.1939, Page 4

Dagrenning - 01.12.1939, Page 4
422 DAGRENNING og fegurri en nokkur stjarna hafði áður skinið, bjartari en sólin hlýrri en kærleikurinn, stöðugri en heimsbyggingin. Geislum hennar kastaði til austurs og vesturs, norðurs og suðurs; þeir voru svo bjartir, að þeir fóru viðstcðulaust í gegnum aliar kólgur og öll dimmviðri, og þeir skína alla leið inn í insta afkima hjartnanna. Og með geislunum barst ofan til vor jarðarinnar barna, ómur hinna himnesku radda, hver geisli varð hljóð- færastrengur. sem titraði og söng þítt og blítt inn í hvert hjarta þessum ógleymanlegu orðum: —Dýrð sé guði í upphæðum. Friður á jörðu. Velþóknun yfir mönnum. En í bjarma ljóssins, stjörnunnar fögru, skein í himneskum ljóma mynd ungrar móður með barn í fanginu. Og yfir barn- inu skein í fögrum boga þetta letrað: —Konungur lífsins. Konungur friðarins. Konungur ljóssins. Þar var fæddur frelsari mannkynsin: — Fæddur til þess, að flytja oss trúna á lífið, — til þess, að færa oss friðin, — frið- in, sem menn höfðu svo lengi leitað að, en hvergi fundið, — til þess, að varpa því ljósi yfir heiminn, sem yfirbugar allt myrkur —• ljósið, sem vísar oss vegin, sem liggur til þess góða og göfuga í lífinu og síðast í faðm vors himneska föðurs. Margir höfðu áður reynt að skapa mannkyninu frið, vísa því veg vonarinnar til fullsælu friðarins ogljóssins, hver á sinn hátt. En þau ljós höfðu aftur daprast — þau náðu ekki að skína nema svo skamt. En Kristur, barnið jólanna, tók þau Ijós og hann tendraði þau svo, að nú skír a þau skærc,—hann tendraði þau með kenningu sinni; — Guð er faðir vor — og mennirnir eru börn hans. — Hann tendraði þau með lífi sínu: Líf hans var 1 j ó s, f r i ð u r og k æ r 1 e i k u r. sem lætur hvert skammdegi verða bjart, hverja nótt prýdda Ijósum, hvert dimmviðri fult af útsýni.

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.