Dagrenning - 01.12.1939, Síða 9

Dagrenning - 01.12.1939, Síða 9
DAGRENNING -.27 aldurs. Ef barn fremur eitt- hvert brot, þá má ekki fara með það eins og- glæpa- mann, heldur sem mann, sem hefir vilzt af réttri leið og þarfnast því leiðbeining- ar og uppörvunar. Fara skal að því eins og góðir foreldrar gera. Gamla að- ferðin var sú, að beita hegningu, og hún átti að vera til að ógna og viðvara og þröngva hinn seka til betrunar, En illa hefir sú aðferð gefist, því ekki er að sjá, aS grimm hegning hafi utrýmt glæpum. Sá, sem fyrir hegningunni verður, skoðar hana sem hefnd og espast þá hugurinn við henni, eða þá bugast og brotnar. Sagt hefir verið, og oftmeð sönnu, að minna hafi glæpamaðurinn syndg- að gegn mannfélaginu held- ur en mannfélagið gegn honum. Fyrst hefir það ekkert gert til að varna honum frá að verða að því, sem hann er, og síðan hefn- ist það á honum, til að verja sig gegn afleiðingunuui af þess eigin meðferð á honum, Hegningin bætir trauðla sekan mann. Sá einn er orðinn betri, sem vill gera rétt, en ekki sá, er til þess neyðist. Það, sem gera þarf til þess, að bæta mann, er farið hefir afvega, er að auka þekkingu hans á því, hvað gott er, — glæða til- finninguna fyrir því góða. Samviskan er vörður sið- gæðisins, og hún á frekar heima í hjarta en höfði, Það þarf að skilja barn til þess, að vera fær um, að leiða það. Það má ekki beigja eða buga barnið, heldur það illa, sem í huga þess og hjarta kann að búa, Án tiokkurs efa er gott til í hverju barni, þó það góða kunni að felast eins og neisti undir ösku og ó- þverra. Fyrst er að ná trún- aði og fullu trausti barns- ins svo að það segi allann hug sinn af Ijúfu geði, En

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.