Dagrenning - 01.12.1939, Page 14
432
yfir til mannsins, sem haim
liafði heyrt, að væri faðir
söngstúlkunnar.
—John Steele, sagði hann
og laut nokkuð drýgindalega
niður að Steele. — Ég þarf
að tala við þig nokkur orð,
einslega.
Steele sem að þessu hafði
naumast tekið eftir neinu
sem fram fór þarna í salnum,
leit nú upp og framan í þann,
sem ávarpaði hann. Andlitið
varð hörkulegt og næstum ill-
úðlegum svip 'orá yfir það um
leið og hann segir:
—Hvað vantarþig að tala
við mig? Ég þekki þig ekkert;
hefi aldrei séð þig fyrr.
—Æ, jú, Við munum þó
hafa séðst fyrr. Við mætt-
umst fyrst óveðursnóttina
miklu í ferjubátnum við ár-
bakkann.
—En ég segi að ég þekki
þig ekkert, og mér væri kært,
ef þú létir mig í friði ogfærir
frá mér.
—Þú þekkir mig, Ég er
Steve Langford, og hefi verið
að leita að þér síðastliðinn
mánuð. Þar sem ég hefi ver-
ið svo heppinn að finna þig,
þá ætla ég ekki að tapa af þér
DAGRENNING
aftur. Við þurfum að gera
upp reikninga saman.
Þeir höfðu talað lágt, en
þó virtist samtal þeirra hafa
truflað fólkið í salnum, sem
nú beið eftir að ungfrú Law-
less byrjaði að syngjaí þriðja
sinn, því nú heyrðist úr öil—
um áttum htópað:—Hættið
öllu samtali, þú þarna, sem
stendur í ganginum, seztu
niður. Og herra Lyte sneri
sér til mannsins, og bað hann
vera hljóðan um sig.
—Hafðu sjálfur hljótt,
svaraði hiun og var auðheyrt
á röddinni að honum fanst sér
misboðið,-—Eins og ég megi
ekki tala við kunningja mína,
ef mig bara vantar.
Tilheyrendurnir voru nú
orðnir all æstir og hrópaði
nú hver af öðrum: Látið
hann út ef hann getur ekki
þagað á meðan ungfrú Law-
less syngur !
Presturinn reis nú á fæt-
ur, og við það, að sjá hann
standa upp varð dauða þögn
í ía'num.
—Þér er best að fara út,
sagði hann til mannsins, sem
hafði verið að tala við Steele.
—Ef þú ætlar að fara að gera