Dagrenning - 01.12.1939, Side 15

Dagrenning - 01.12.1939, Side 15
DAGRENNING 433 nokkurn usla hérna inni. Langford leit til prests- ins, og var augnatillit hans alt annað en góðmannlegt. Hann sagði samt ekki neitt, Hefir honum að líkindum ekki litist það heppilegt fyrir sig er hann sá stærðina á manninum og hans vei þjálf- uðu vöðva. Mr Gascoyne var talinn með allra færustu mönnum að líkamsburðum, þó víða væri leitað á öllu Eng- landi, Langford greip nú í frakka- kraga Steels og segir;—þér er best að koma með mér, Ég læt ekki leika með mig, hr. John Steele. Steele reyndi að losa tak- ið. —Láttu mig í friði. Hvað á þetta-að þýða. Ég hefi sagt þér, að ég þekki þigekkert. Steele sagði síðustu orðin nokkuð hátt og í þeim róm eins og hann væri að biðja um hjálp, og áður en Langford gat svarað nokkru, var Gas- coyne kominn til þeirra. — Ég verð að biðja þig að fara burtu úr salnum. sagði Gascoyne lágt og rólegur. —Far þú til fjandans, sagði Langford við Gascoyne, en áður en hann varði, var Gascoyne búin að ná taki á. frakkakraga hans að aftan- verðu og fætur Langfordes námu nú ekki við gólfið, og þannig leið hann áfram í loít- inu fram ganginn og út úr dyrunum. —Látið þennann mann ekki koma inn aftur, sagði Gascoyne við þann sem dyr- anna gætti,—-Og ef hann ger- ir nokkurt uppistand, þá kallið á lögregluna. Ungfrú Matlock hafði sér til ánægju veitt þessum að- förum sérstaka eftirtekt af mikilli hrifning, og þegar séra Gascoyne kom til baka í sæti sitt, sagði hún við hann: — Þetta var hraustlega gert af þér, séra Gascoyne. Það hlýtur að vera gaman, að vera eins sterkurogþú. Meira sagði hún ekki, því ungfrú Lawless var nú byrjuð að syngja, og athygli séra Gas- coynes dróst að söngnum. Felix Lyte sýndist enn hrifnari af söngnum en áður, og lófaklappið og fagnaðar ópin ætluðu alveg að æra ung- frú Matlock. (Framh.

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.