Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 5

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 5
Formáli. Það er ákveðið i lögum nr. fí'i 7. maí 1940, um rannsóknir og til- raunir í jiágu landbúnaðarins, að tilraunaráðin sjái um að birtar séu niðurstöður rannsókna og tilrauna, sem gerðar eru i Landbúnaðardeild Atvinnudeildar háskólans, tilraunastöðvunum og tilraunabúunum. Þar er og gert ráð fgrir að gefnar verði út árlega stuttar skýrstur bændum til leiðbeiningar um þann árangur tilrauna og rannsókna, sem líklegt er að komi samtímis að hagnýtu gagni. Enn fremur verði á nokk- urra ára fresti gefnar út heildarskýrslur um niðurstöður þeirra tilrauna og rannsókna, sem lokið hefur verið við. Nú hefur það verið ákveðið að Landbúnaðardeildin annist nm út- gáfu þessa. Útgáfunni verður hagað jmnnig, að gefnir verða út á vegum Land- búnaðardeildarinnar tveir flokkar, A og R. I A-flokki verða birtar skýrslur og ritgerðir um þær rannsóknir og tilraunir, sem ekki er lokið við, en sem hafa þegar gefið niðurstöður, er geta haft hagnýtt gildi, og því talið rétt að birta þær, bændiun til leið- beiningar, þótt viðkomandi tilraun eða rannsókn sé eigi lokið. í B-flokki verða hins vegar birtar skýrslur og ritgerðir um endan- legar niðurstöður þeirra rannsókna og tilrauna, sem lokið hefur verið við. Ekki er gert ráð fijrir að gefnir verði út sérstakir árgungar í Iiver jum flokki, heldur verði heftin númeruð framhaldsnúmerum og útgáfan því fremur miðuð við það, hvaða efni liggur fijrir á hverjum tima, heldur en að gefa eitthvað út árlega. Með þessari útgáfustarfsemi Landbúnaðardeildarinnar er reynt að bæta úr því ástandi, sem tilraunastarfsemin í þágu landbúnaðarins hefur þurft að búa við, að geta ekki birt á sameiginlegum vettvangi niðurstöður þeirra tilrauna og rannsókna, sem unnið hefur verið að. Ilingað til hafa skýrslur og ritgerðir um niðurstöður tilraunanna verið birtar í ýmsum ritum, svo sem Ársriti Ræktunarfélags Norður- lands, Búnaðarritinu, Freg og víðar. Slikt veldur þvi, að það er mnn óþægilegra fgrir alla, sem Jmrfa eða vilja kynna sér þessar skýrslur og ritgerðir, heldur en eiga aðgang að þeim öllum á einum stað. Reykjavik í upríl 19'i3. Halldóu PÁLSSON

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.