Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 11

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 11
Þess má væntá, að smávægilegir gallar og ónákvæmni, sem kunna að hafa verið á skýrslusöfnuninni í suinum sveitum hverfi, eftir því sem skýrslum þessum er safnað fleiri ár og þeir, sem verkið vinna, fá æfingu í starfinu og hændur yfirleitt fá aukinn skilning á nauðsyn þessara rannsókna. I. KAFLI Vanhöld af völdum mæðiveiki í unga fénu. Engar fullkomlega ábyggilegar skýrslur eru til um það, hve mörg % af fjárstofninum mæðiveikin hefur drepið árlega, á þeim hæjum, sem hún hefur gert vart við sig. Fyrst þegar veikin var að breiðast lit var allmörgu fullorðnu fc slátrað, án þess að vissa væri fyrir þvi, að það væri allt veikt, og hefði verið ókleyft að fá réttar skýrslur um, hve rnikil brögð voru að þessu. En á mörgurn stöðum, þar sem engu full- orðnu heilbrigðu fé var slátrað, fyrst eftir að mæðiveiki kom í ljós í fénu, drapst féð unnvörpum og sums staðar allt að 90% fyrsta árið. Allur þorri fjáreigenda, sem fengu veikina í fé sitt árin 1935—1937, munu hafa misst frá 20%—80% af ærstofni sínum fyrsta árið, sem veikin var í fénu. Þá virtist unga féð ekki drepast síður en eldra féð. Veikin kom fram í lömbum strax að vetrinum, og fjöldi af veturgömlu fé var dautt fyrir réttir, eða mjög veikt að haustinu. Víðast hvar, en einkum þó þar, sem veikin drap margt fé, virtist draga nokkuð éir dauða ánna í svipinn, eftir að veikin hafði verið í fjár- stofninum 1—2 ár. Fátt ungt fé hafði verið alið upp og eftir stóðu þær a-rnar, sem mótstöðumeiri voru. Margir gerðu sér þá vonir um, að nú væri að draga verulega úr mæði- veikinni og rnyndi ef til vili takast að ala upp fé í skarðið fyrir hið fallna, án þess að stórfelld vanhöld yrðu á því. Brátt kom í Ijós, að minna dró úr veikinni en ýmsir höfðu gert sér vonir um. Það, sein eftir var af eldra fénu hél víðast hvar áfrarn að drepast í allt stórum stíl, og talsvert drapst einnig af því fé, sein alið var upp. Þó virtist nokkur breyting hafa átt sér stað. Það fé, sem veiktist, lifði nú inargt lengur eftir að sá á því veiki en í byrjun veikinnar, og árleg vanhöld urðu óvíða hlutfallslega eins mikil og fyrstu 1—2 árin. Undanfarin ár hafa allflestir fjáreigendur, sem fengu veikina í fé sitl á árunum 1935—1937, þurft 20—50% til viðhalds ærstofni sínum. Mjög' fáir hafa þurft minna en 20% en nokkrir yfir 50%. Á 10 ára tímabili áður en mæðiveiki varð vart hér á landi, þurftu fjáreigendur í Húnavatns-, Borgarfjarðar- og Mýrasýslum 15—16% til

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.