Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 15
9
1 þessum sýslum hefur veikin ekki náð mikilli útbreiðslu og víðast-
hvar ekki orðið vart fyrr en 1939 og 1940. Er því ekki unnt að sjá enn,
hvort veikin muni réna þar, eftir þvi sem hún er lengur í fjárstofnunum.
Niðurstöður þessar sýna þó, að veikin virðist enn mjög ska»ð í stofn-
um, sem hafa verið fá veikina siðustu árin.
Mæðiveikisvæðið.
Tafla II k. sýnir vanhöldin, af völdum mæðiveiki, í öliu fé, sem alið
liefur verið, upp eftir að mæðiveiki kom í ljós í fjárstofnunum, að undan-
teknum þeim fáu lireppum, sem engar skýrslur sendu um uppeldi og
vanhöld unga fjárins.
Ærnnr sem fæddust
Á.heimilum, sem veikinnar varð vart á 1936, hafa 6280 gimbrarlömb
^erið sett á haustið 1940. Af þeim var dautt úr mæðiveiki 6% 1. jan. 1942.
Af 9117 gimbrum, sem voru settar á haustið 1940, á bæjum, sem veik-
in kom í féð á árinu 1937, voru 7,4% dauðar úr mæðiveiki 1. jan. 1942.
Af sömu orsökum voru dauðar 7,3% af 5407 gimbrum, sein settar
voru á baustið 1940, á heimiluin, sem veikin kom í Ijós á árinu 1938.
Af 3128 gimbrarlömbum, sem sett voru á haustið 1940, á bæjum, þar
sem veikinnar varð vart árið 1939, voru 14,3% dauðar 1. jan. 1942 eða
ca. helmingi fleiri en dauðar voru á sama tíma af jafngömlum ám á
bæjum, sem veikin kom upp á árið 1938 og 1937.
Á heimilum, sem veikinnar varð fyrst vart á 1940, voru settar á vetur
1821 gimbur haustið 1940. Af þeim var 17,5% dautt úr mæðiveiki 1. jan.
1942, eða hérumbil þrisvar. sinnum meira en dautt var á sama tíma af
jafn g'ömlum ám á heimilum, þar sem veikinnar varð vart 1936.
Eftir þessari rejmslu að dæma, sem byggð er á afdrifum fleiri þúsund
einstaklinga, á mörg hundruð heimilum, virðist að meðaltali draga all
verulega úr vanhöldum af völdum mæðiveiki á yngsta fénu, sem alið er
upp eftir að veikin hefur verið 2—3 ár í fjárstofninum.
Ærnar. sem fæddust 1939.
Af 6355 ám, fædduin 1939, á bæjum, þar sem mæðiveiki varð vart
árið 1936, var 21,5%dautt úr mæðiveiki 1. jan. 1942.
Á sama tíma var dautt úr mæðiveiki 21,8% af 9704 jafngömluiu ám
á heimilum, þar sem veikinnar varð vart árið 1937.
Á heimilum, þar sem veikin kom í féð árið 1938, voru 4334 gimbrar
settar á vetur haustið 1939. Af þeim var 23,3% dautt úr mæðiveiki
1. jan. 1942.
Haustið 1939 voru 2185 gimbrar settar á vetur á heimilum, þar sem
mæðiveiki varð fyrst vart árið 1939. Af þeiin var 29,9% dautt úr mæði-
veiki 1. jan. 1942, eða tæp 40% meira en dautt var á sama tíma af jafn-
gömluin ám á bæjum, þar sem veikinnar varð vart 1936.