Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 22

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 22
1<) Fcð er yfirleitt svo lítið ræktað og svo fáir bændur á mæðiveiki- svæðinu, sem halda nákvæmar ættartölubækur yfir fé sitt, að allt af getur viljað til hjá mörgum bónda, sem adti sæmilega hraust fé, að liann léti jafnvel lifa undaneldishriít undan mæðiveikri á, eða a. m. k. vissi ekki um kyn hrútsins, svo að hann gæti aldrei vitað, hvort ætt hans væri næm eða hraust. Það rótgróna skevtingarleysi um ætterni og kynbætur fjárins, sem þvi miður einkennir allt of margan bóndann, getur orðið erfiðasti þrándur í götu að konia upp lítt næmum fjár- stofnum gegn mæðiveikinni. Fyrsta skilyrðið til þess að takast megi að auka ónæmi fjárins á mæðiveikisvæðinu verulega, frá því sem nú er, er að nota aldrei hrúta, nema vitað sé, að þeir séu af lítt næmum stofni. Enda þótt enn sé of lítil reynzla fyrir hendi, til þess að hægt sé að full- yrða um, hvort ]>essi eða hinn fjárstofninn sé lítt næmur fyrir mæði- veiki, þá getur það ekki spillt fyrir þeim, sem eiga óneitanlega bráð- næma fjárstofna, að reyna að nota hrúta af stofnum, sem virðast vera lítt næmir, eftir þeim gögnum að dæma, sem fyrir hendi eru á hverj- um tima. Sé ekkert aðgert með ræktun fjárins, þá hlýtur að vera afar langt í land, að það ónæmi komi i ljós hjá næmustu fjárstofnunum, að þeir verði sainbærilegir við þá stofna, sem nú virðast hraustastir. Þar sem fjárdauðinn er mestur, þarf aliar gimbrarnar á hverju ári til þess að viðhalda ærtölunni. Þar sem svo er ástatt, eru því nær allar ærnar dauðar 4—5 vetra. Ef undaneldishrútar eru svo notaðir af saina stofni og þeir drepast flestir 1—4 vetra gamlir, þá er lítt hug'sanlegt að ónæmi geti myndast i slíkum stofni. Niðurlagsorð. Mæðiveikin er enn alvarlegur vágestur á mæðiveikisvæðinu. Van- liöldin á fjárstofnum í I. flokki eru svo mikil, að þau valda mjög til- finnanlegu tjóni, en þau virðast þó fara minnkandi. Vanhöldin í fjár- stofnum í III. flokki eru tvöfalt til fjórfalt meiri en í I. flokki, og er engin von til þess, að bænduni takist að búa án aðstoðar um ófvrir- sjáanlega langan tíma, við svo geigvænlegar búsifjar. Það virðist hins vegar allt benda til þess, að takast megi með nægri atorkusemi og þrautseigju að rækta svo hina næmari fjárstofna, ineð blöndun við þá hraustari og með úrvali, að þeir verði áður en langt uni líður ekki næmari en þeir stofnar eru nú, sem taldir eru í I. flokki. Eigi síður æ.tti að takast að auka ónæmi þeirra stofna, sem lentu nú í I. flokki, með ræktun og úrvali, því að í þeim stofnum virðist vera margt af fé, seni ætlar að ná all háum aldri, án þess að falla fyrir mæðiveiki.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.