Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 14
8
Mýrasýsla.
Tafla II d. sýnir ástandið í Mýrasýslu. Þar virðist yfirleitt ekki draga
úr veikinni, eftir því sem liún er lengur í fjárstofnunum. Þar hefur drej)-
izt jafn mikið eða meira af fé á sama aldri á bæjum, sem veikinnar varð
vart á 1936, eins og þar sem hennar varð vart síðar.
Engar fullnægjandi skýringar eru fyrir hendi um ástæðuna fyrir þess-
um mun á veikinni í Mýrasýslu og hinum þrern áðurnefndu sýslum, A.-
llún., V.-Hún. og Dalasýslu. Nokkur áhrif getur það þó haft, að í Mvra-
sýslu er færra fé talið hafa farizt af öðrum orsökum en mæðiveiki, en i
nokkurri af hinum sýslunum, og i sumnm hreppum þar er ekkert talið
iarast nema úr mæðiveiki. Er því nokkurn veginn vist, að mæðiveikinni
er kennt þar um meira af vanhöldunum en rétt er, því að óliklegt er, að
í þessum hreppum hafi ekkert fé farizt af slysum eða öðrum sjúkdómum
en mæðiveiki. Ef meiri brögð væru að þessari ónákvæinni á bæjum, sem
veikin kom upp á 1936 og 1937, heldur en þar sem hennar varð vart síðar,
getur það átt nokkra sök á því, hve veikin virðist haldast við og jafnvel
fara í vöxt. En þó þetta ætti einhverja sök á því, hve útkoman er ískyggi-
leg i Mýrasýslu, eftir skýrslunum að dæma, þá er vist, að veikin hefur
verið skæðari þar síðustu árin en annars staðar á mæðiveíkisvæðinu, og
\erður nánar vikið að því síðar.
Borgarfjarðarsýsla.
í Borgarfjarðarsýslu hefur drepizt nokkru meira úr mæðiveiki af ám
fæddum 1939 og 1940 úr fé, sem fékk veikina þau sömu ár, en af jafn-
gömlum ám á heimilum, þar sem veikinnar varð vart 1936 og 1937.
Hins vegar hefur fleira drepizt af ám fæddum 1938 á bæjum, sein
veikin kom upp á 1936 en af jafngömlum ám úr fjárstofnuiu, sem fengu
veikina 1938. Dregur því lítið úr vanhöldum af völdum mæðiveiki í
Borgarfjarðarsýslu, þótt lengra líði frá því veikinnar varð vart í
stofnunum.
Árnessýsla.
Á töflu II f. sjást mæðiveikivanhöldin á unga fénu í Árnessýslu, sem
alið hefur verið upp eftir að veikin kom í fjárstofnana. Þar voru aðeins
fleiri ær dauðar 1. jan. 1942, sem fæddust 1939 og 1940, á bæjum, sem
veikin kom á þau sömu ár, en á heimilum, sem veikinnar varð vart á
1937 og 1938.
Af stofnunum, sem veikin kom í 1937, var dautt 12,8% af ám á
annan vetur, en 18,7% af stofninum, sem fengu veikina 1940. Virðist því
veikin ætla að réna dálítið í Árnessýslu, eftir þvi sem hún er lengur í fénu.
Skagafjarðar-, Sfrantla-, Barðastrandar-, Snæfellsness- og Hnappadalss.
Töflur II g., II h., II í. og II j. sýna niðurstöðurnar í Skagafjarðar-,
Stranda-, Barðastrandar og Snæfellsness- og Hnappndalssýslum.