Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 17

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 17
11 Þetla vakti fljótlega þá von, að ef til vill myndi takast að ala ujip allhraust fé gegn mæðiveiki, er tímar liðu og' veikin hefði hreinsað hurtu það næmasta af fénu. Lengi vel var ómögulegt að segja um það með nokkurri vissu, að um væri að ræða raunverulega misnæma fjárstofna. Tilviljun gat ráðið nokkru um, hvort þessi eða hinn einstaklingurinn sj'ktist eða dræpist árinu fyrr eða síðar. Ýmsir hinir svartsýnni töldu iíklegt, að þar sem litið dræpist þetta árið úr mæðiveiki, þar myndi því meira drepast næsta ár, og yfirleitt myndi mæðiveiki verða banameia allra kinda, sem riæðu nokkrum verulegum aldri, — ef þær færust ekki á annan hátt. Þetta hugsanlega misnæmi fjárstofnanna leiddi þó til þess, að Mæði- veikinefndin lét hefjast handa með að rannsaka, hvernig gengi með uppeldi unga fjárins, eins og áður var vikið að. I fyrstu var að visu að- cins tekið til athugunar féð á litlu svæði í Revkholtsdal og nágrenni, árið 1938, en ári síðar var einnig hafist handa með athugun á uppeldi unga fjárins á 32 ba'jum í Miðfirði. Um þessar athuganir hefur verið ritað í Búnaðarritið og Frey, (G. Gislason læknir, Búnaðarritið 52. árg. 1938 og H. Pálsson, Freyr, 6. thl. 1939, 7. og 8. thl. 1940, 0.—7. thl. 1941 og 8.-9. thl. 1942. í Frey nr. 6—7, 1941 er sýnt fram á, að á sumum bæjum í Reyk- lioltsdal, þar sem uppeldi fjárins hafði verið tekið til athugunar, lifði unga féð mun betur en á öðrum bæjum á sama svæði. Benti þetta til þess, að um misnæma fjárstofna gæli verið að ræða. Árið eftir kom í ljós, sjá Frey nr. 8—9, 1942, að viðhorfið á þessum bæjum var óbreytt og enn þá virtust sömu fjárstofnarnir hraustari. Þegar skýrslum hafði verið safnað á mæðiveikisvæðinu í heihl, um uppeldi fjárins og vanhöld á unga fénu af völdum mæðiveiki, kom einnig í ljós, að mun minna hafði farizt af völdum mæðiveiki af þvi fé, sem alið hefur verið upp, eftir að mæðiveikin gerði vart við sig í fjár- stofnunum, hjá sunnun fjáreigendum en öðrum. Allt féð á bæjum, sem veikin koin á 1936 eða fyrr, og alið hefur verið upp síðan 193(5, var flokkað í 3 flokka, eftir því hve ínikill hluti af því hafði farizt úr mæðiveiki. Á sama hátt var unga féð flokkað á bæjum, þar sem mæðiveikin gerði fyrst vart við sig 1937. Í I. flokki voru taldir fjárstofnarnir á þeim bæjum, þar sem mæði- veikin hefur drepið hlutfallslega minnst. En féð á þeim bæjum, þar sem mæðiveikin hefur drepið mest af unga fénu var talið í III. flokki. Þeir ljárstofnar, sem voru á milli I. og II. flokks, hvað snerti vanhöld af völdum mæðiveiki, lentu í II. flokki. Á töflu III a. er sýnt, hvernig ærnar eru flokkaðar af þeim stofnum, sem mæðiveiki kom upp í árið 1936 eða áður, og sem fæddar eru 1936 og síðar. Tafla III h sýnir einnig, hvernig ærnar eru flokkaðar af þeim fjár- stofnum, sem veikin kom fram í árið 1937, og sem fæddar eru 1937 og síðar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.