Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 8

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 8
2 Hvar sem veikin ltom, var hún hinn ægilegasti vágestur. Féð hrundi niður unnvörpum, á hvaða tima árs sem var. Flestir, sem fengu veikina í fé sitt, misstu 25—80% af stofninum á 1—2 árum, og einstaka bóndi missti allt féð eða því sem næst. Allir stóðu ráðvana. Sumir lögðu til, að allt fé á sýktum og' grunuð- um svæðum yrði skorið niður og fé frá ósýktum héruðum fengið í þess stað. Þessi stefna fékk nokkurn byr um skeið, bæði hjá bændum og ráð- andi mönnum um þessi mál, og varð til þess, að í sumum sveitum var nokkuð drepið af heilbrigðu fé, og lömb ekki sett á haustið 1937. Niðurskurður og fjárskipti voru þó ekki framkvæmd. Allmargir l>ændur lögðust á móti því og meiri hluti þeirra, sem mestu réðu um þessi mál. Ógnaði þeiin kostnaðurinn við fjárskiptin, en þó miklu frein- ur, hve vonlaust þótti að hægt yrði að framkvæma fjárskipti, án svo stórfelldra mistaka, að betur væri heima setið en af stað farið. Mistökin myndu orsakast fyrst og fremst af því, að enginn vissi þá hve veikin var útbreidd, og var þvi hætt við að aldrei tækist að skera út fyrir hana á jaðarsvæðunum. En þótt það hefði tekizt mátti búast við, að varðlínur biluðu og enn fremur, að aðrir skæðir sjúkdómar bærust i kjölfar fjár- skiptanna. Landlægir sjúkdómar eins og riða, fjárkláði o. fl. myndu breiðast út, og svo var hugsanlegt, að aðrir sjúkdómar en mæðiveiki hefðu fluttzt til landsins með Karakúlfénu, þótt þeir væru þá ekki komnir í ljós. Varð og sú raun á, og hefði verið ráðizt í fjárskipti 1938 —1938 þá hefði garnaveikin eflaust borizt í margar sveitir á mæði- veikisvæðinu. Mæðiveikin hafði ekki geysað lengi, áður en nokkrir fjárglöggir bændur veittu því athygli, að vissar ættir í fé þeirra virtust hafa meira ónæmi, eða meiri viðnámsþrótt, gegn veikinni en aðrar. (G. Gíslason: Búnaðarritið 52. árg. 1938.) Enn fremur drapst hlutfallslega mun færra af fénu hjá sumum bændum en öðrum, þrátt fyrir líka aðbúð í fóðrun og hirðingu fjárins og svipuð náttiiruskilyrði, sem féð lifði við. Þetta jók mjög vonir margra um, að smám saman myndi draga úr vanhöldum af völdum veilcinnar, með því að það næmasta úr fénu dræpist en eftir lifði ónæmara og' hraustara féð. En einnig var hugsan- legt, að ekki væri raunverulega um mjög mismunandi viðnámsþrótt gegn veikinni að ræða, heldur að hún gengi yfir í öldum, dræpi rnikið eitt árið hjá þessum bóndanum og lægi svo niðri um skeið, unz hún gerði vart við sig aftur, jafnvel ekki vægari en í fyrra skiptið, og svo koll af kolli. Þetta þurfti að rannsaka, og' alllangur tími hlaut að líða, áður en hægt yrði að komast að mikilsverðuin staðreyndum varðandi þessi alriði. Að tilhlutun sauðfjársjúkdómanefndar (þá mæðiveikinefndar) hóf Ixr. Guðm. Gíslason læknir byrjunarathuganir á því árið 1938, hvernig

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.