Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 21

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 21
að, vegna þess hve margt af þeim lömbum, sem sett voru á vetur liaustið 1936 var slátrað veturgömlum 1937. Þeir, sem slátruðu öllu veturgömlu fé haustið 1937 telja það yfirleitt ekki á þessari skýrslu, en þeir, sem slátruðu aðeins nokkru af veturgömlu fé sínu þetta haust, hafa eðlilega átt erfitt með að gera grein fvrir því með vissu, hve margt af því var drepið heilbrigt og' hve margt sjúkt, þegar þessum skýrsl- um var fyrst safnað í ársbyrjun 1941. Línurit C. sýnir hve mörg % voru lifandi 1. jan. 1942, af ám úr hverjum flokki af öllum árgöngum, sem fæddir eru 1936 og síðar, á bæjum, þar sein mæðiveikin kom í Ijós árið 1936 eða áður. Línurit D. sýnir hve mörg % voru lifandi 1. jan. 1942, af ám úr hverjum flokki, af öllum árgöngum, sem fæddir eru eftir 1937, á þeim heimilum, sem mæðiveikin kom upp á árið 1937. Að þessu sinni var unga féð ekki flokkað á þeiin heimilum, þar sem mæðiveikinnar varð fyrst vart 1938 eða síðar, vegna þess hve veik- in hafði verið þar skamman tíma og lítil reynzla var enn fyrir hendi um, hvernig það mjmdi lifa. Hinn mikli munur á vanhöldum af vöídum mæðiveikinnar í fjár- stofnum í I., II. og III. flokki, sem kemur skýrt fram í töflu III a. og töflu III b. og línuritunum A., B., C. og D„ virðist hljóta að orsakast fjrrst og fremst af misnæmi fjárstofnanna. Staðhættir, fóðrun fjárins og hirðing virðist varla geta átt hér verulegan þátt í þeim mikla mun á vanhöldunum, sem fyrir hendi er, því að í sömu sveit eru mjög víða bæði fjárstofnar, sem fremur lítið hefur drepizt af undanfarin ár og aðrir stofnar, sem hafa reynzt bráðnæmir og árlega drepist mjög mikið af, þótt beitiland, veðrátta og meðferð fjárins i heild virðist vera mjög svipuð á viðkomandi bæjum. Enn þá er þó ekki hægt að fullyrða, hve varanlegt misnæmi fjár- stofnanna kann að vera. Til þess að fá úr þvi skorið, verður að halda áfram skýrslusöfnun þessari árlega fyrst um sinn og mun það verða gert. Þær niðurstöður, sem hér koma fram úr skýrslum þeim, sem fyrir hendi eru, verður fyrst og fremst að líta á sein vísbendingar en ekki sem sannaðar staðreyndir. Það er t. d. augljóst mál, að þótt féð, sein hér er talið í I. flokki, sé yfirleitt mun ónæmara fyrir mæðiveiki en féð í III. flokki, þá munu koma fram fjárstofnar á heimilum, sem nú eru talin í I. flokki, sem fara versnandi og geta síðar lent í II. eða III. flokki, vegna þess að á sumum bæjuni, sem taldir eru í I. flokki, eru vafalaust notaðir hrútar, sem munu reynast næmir fyrir mæðiveiki. Eins eru allar likur til þess, að þótt ekkert sérstakt yrði gert með rækt- un fjárins, þá myndi féð á einstökum heimilum, sem nú eru talin í II. flokki og jafnvel í III. flokki, fara sinámsaman batnandi þannig, að ónæmið gegn mæðiveikinni færi í vöxt, svo að með sömu flokkunar- aðferð gæti það einhverntíma lent í I. flokki, vegna þess að af tilviljun kynnu að vera notaðir þar lítt næmir hrútar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.