Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 12

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 12
f) árlegs viðhalds ærstofni sínum að meðaltali, eftir hagskýrslum að dæma. Verður því að líta svo á, að ca. 15% þurfi til eðlilegs viðhalds á ærstofni, þegar engar sérstakar farsóttir ganga í fénu og ærnar eru á öllum aldri nokkuð jafnt. Undanfarin ár hefur hlutfallslega mjög fátt af ám verið roskið á þeim heimilum, sem mæðiveiki kom á árin 1935 til 1937. Hefðu því margir þeir fjáreigendur átt að þurfa rninna en 15% til viðhalds ánum árlega, ef mæðiveikin hefði ekki verið að verki. Er því augljóst, að árleg vanhöld af hennar völdum, hjá flestum bændum, hafa verið frá 10—40% undanfarin ár. Allmargt af því fé, sem ferst eða er slátrað vegna mæði- veiki, gefur nokkurn arð árið sem það ferst, og gefur sumt nokkrar nytjar, þegar hægt er að slátra því, áður en það verður holdlaust eða drepst. Er því tjónið ekki alveg eins geigvænlegt og það virðist vera, ef litið er eingöngu á, hve mörg % af ánum farast eða er fargað árlega vegna veikinnar. Á töflu I a. sézt, hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á vetur ár- lega síðan 1936, í hverri sýslu á þeim heimilum, sem mæðiveiki hafði orðið vart á fyrir árslok 1936. Enn frernur er þar sýnt, hve margar af þessum kindum voru lifandi 1. janúar 1942, hve margar voru þá dauðar úr mæðiveiki, af hverjum árgangi, og hve margar voru gengnar úr töl- unni af öðrum orsökum en mæðiveiki. Tala ásettra gimbrarlamba haustið 1936 er ekki ábyggileg', vegna þess að allmargir fjáreigendur á þessari skýrslu drápu margt af veturgamla fénu haustið 1937, og hafa þær kindur yfirleitt ekki verið teknar með á þessa skýrslu. Tafla I b. sýnir hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á, á hverju hausti siðan 1937, í hverri sýslu á þeim heimilum, sem mæðiveiki varð vart á árið 1937. Eins og tafla I a. gefur hún einnig til kynna, hve marg- ar af þessum kindum voru lifandi 1. jan. 1942, og hve margar af þeím eru [)á dauðar úr mæðiveiki og gengnar vir tölu af öðrum ástæðum. Tafla I c. sýnir hliðstæðar tölur, þar sem veikinnar varð vart árið 1938, tafla I d., þar sem hennar varð fyrst vart 1939 og tafla I e., þar sem veikin kom fyrst í ljós árið 1940. Á töflum þessum sézt, að ails staðar eru mjög fá lömb alin upp árið, sem veikin gerir fyrst vart við sig í fénu, og fremur fá áiáð eftir, en iir því eru mörg lömb sett á árlega og fer tala ásettra lamba hækkandi ár frá ári. Vanhöld, af öðrum orsökum en mæðiveiki, eru talin mjög lítil. Þegar ærnar eru á 2. vetri eru ca. 2% gengnar úr tölu af öðrum ástæðum en mæðiveiki, 3,6—4% af ám á 3. vetur og 3,8-—7,3% af eldri árgöngunum. Eru þetta lægri tölur en gera mætti ráð fyrir, þótt ekki væri um skæðar fjárpestir að ræða, ekki sízt af því að nokkuð af þessu fé hefur ekki farist heldur verið selt eða slátrað heilbrigðu. Að vísu hefur mjög fáu ungu fé verið slátrað heilbrigðu, ekki nema einstöku geldri á. Það er því augljóst, að eitthvað fleira fé er talið farast af völdum mæðiveiki en rétt

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.