Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 10

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 10
safnað á skýrslu, frá hverjum fjáreiganda, tölu ásettra lamba á hverju hausti, eftir að mæðiveikin kom á heimilið, og hve margt var lifandi af hverjum árgangi, þegar skýrslan var tekin í ársbyrjun. Það fé, sem gengið liafði úr tölu úr hverjum árgangi, var flokkað í tvo flokka. í öðr- um flokknum var tala þess fjár, sem talið var að hefði drepizt úr mæði- veiki, eða verið slátrað mæðiveiku, en í hinum flokknum tala þess fjár, sem farizt hafði, eða gengið úr tölu af öðrum orsökum en mæðiveiki, þar í er auðvitað nokkuð af fé, sem hefur verið selt. 1 hverri sveit hefur oflast cinn maður annast merkingu fjárins, talningu á því og skýrslugerð. Ær voru teknar sér á skýrslur og hrútar á aðrar. Við skýrslusöfnunina voru fjáreigendur flokkaðir eftir því, hvaða ár mæðiveikin kom í ljós í fé þeirra. I hverjum hreppi var fé allra fjár- eigenda, sem veikin kom til sama árið, sett á sömu skýrslu, og fé þeirra, sem veikin kom til næsta ár á eftir, sett á aðra skýrslu o. s. frv. Var þetta gert með tillíti til þess að hægt væri að athuga livort veikin rénaði, eftir því sem hún væri Iengur í stofninum. Skýrslur hafa borizt xir flestum hreppum, sem beðnir voru um að senda þær. Frá eftirtöldum hreppum vantar þó skýrslur: Bæjarhreppi og Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, Innri- Akraneshreppi í Borgarfjarðarsýslu, Kjósarhreppi í Kjósarsýslu og Þingvalla- og Grafningshreppum í Árnessýslu. Mæðiveikin kom yfirleitt ekki fyrr en 1938 og síðar í þessa hreppa og' er ókomin enn á marga bæi í sumum þeirra. Það hafa því komið skýrslur frá því nær öllum fjáreigendum, sem fengu mæðiveiki í fé sitt 1935—1937 og frá flestum, sem veikin hefur komið til síðan. Yfirleitt er frágangur á skýrslunum góður. Nákvæmni og gildi slcýrslanna byggist að langmestu leyti á samvizkusemi þeirra, sem merkja og telja féð, og því hve fjáreigendur gefa réttar uppplýsingar uin dauðaorsök þess fjár, sem farist hefur. Ekki er ástæða til þess að efa það, að skýrslurnar séu flestar nokkurn veginn áreiðanlegar og upp- lýsingar gefnar eftir beztu vitund. Það má telja vist, að það fé liafi verið lifandi, sem talið var lifanda um s. 1. árarnót. Hins vegar má gera ráð fyrir, að bráð lungnabólga (lungnapest), langvinn lungabólga (Þingeysk mæði eða lungnaþemba) og fleiri Iungnakvillar hafi verið dauðaorsök sumra þeirra kinda, sem talið er að hafi farizt af völdum mæðiveiki. Þó er víst, að langmestur hlutinn af því fé, sem talið er að hafi farizt úr mæðiveiki, hefur gert það. Það fé, sem gengið hefur úr tölu af öðrum orsökum en mæðiveiki, hefur ýmist drepizt af slysum, farizt úr bráðapest, riðu, Hvanneyrarveiki o. fl. sjúkdómum, því verið slátrað heilbrigðu (geldar ær) eða selt. Hvar, sem hægt er að koma þvi við, þegar unnið er úr skýrsluuum, eru keyptar og seldar kindur þó færðar á milli eigenda, án þess að láta þær lenda í hópi þeirra kinda, sem ganga úr tölunni.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.